Brasilíumaðurinn Maia vann sigur á stigum eftir einróma úrskurð dómara en eins og sjá má á tölum bardagans voru yfirburðir Maia gríðarlegir.
Sjá einnig: Sjáðu bardaga Gunnars í heild sinni
Maia hafði undirtökin í bardaganum í 10 mínútur og 55 sekúndur. Gunnar í 2:20 mínútur. Maia sló Gunnar alls 193 sinnum, Gunnar svaraði aðeins sjö sinnum í sömu mynt.
„Þetta var ekki minn dagur. Ég upplifði sjálfan mig lélegan. Mér leið ekki vel og fannst ég aldrei vera almennilegur í öllum bardaganum," sagði Gunnar en tölfræði bardagans má sjá hér fyrir neðan.
