Segir erfitt að sakast við Rauða krossinn í máli Kevi og fjölskyldu Bjarki Ármannsson skrifar 14. desember 2015 13:45 Fjölskyldum tveggja langveikra drengja, Arjans og Kevi, var vísað á brott í vikunni. Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir fullkomið traust hafa ríkt milli albanskrar fjölskyldu sem vísað var úr landi í síðustu viku og lögmanns þeirra hjá Rauða krossinum. Í kvöldfréttum RÚV í gær sagði fjölskyldufaðirinn Kastrijot Pepoj lögmanninn, Arndísi A.K. Gunnarsdóttur, hafa ráðlagt fjölskyldunni að draga til baka kæru sína á úrskurði Útlendingastofnunar en Björn segir það misskilning, Arndís hafi ekki gert annað en að gera fjölskyldunni grein fyrir stöðu sinni. „Staðan er náttúrulega sú að engum Albana hefur verið veitt pólitískt hæli á Íslandi,“ segir Björn. „En hún sagði honum samt að þau ættu meiri séns en aðrir, meðal annars vegna veikinda barnsins. Þau gætu þannig mögulega fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum.“ Líkt og áður hefur komið fram er sonur Kastrijot, Kevi, með slímseigjusjúkdóm. Afgreiðsla máls þeirra, og annarrar albanskrar fjölskyldu með langveikt barn, hefur vakið mikla gagnrýni og reiði og sagðist Ólöf Nordal innanríkisráðherra á þingi í dag hafa óskað eftir upplýsingum frá Útlendingastofnun og Rauða krossinum um það hvernig staðið var að hælisumsókn fjölskyldnanna.Sjá einnig: Allsherjarnefnd mun taka fyrir umsókn frá albönsku fjölskyldunni ef hún berst „Frá okkar bæjardyrum séð fer þetta mál ekkert óeðlilega fram,“ segir Björn. „Fjölskyldan ákvað að draga kæruna til baka út frá þeim möguleikum sem hún taldi sig hafa. Þannig að það er kannski erfitt að sakast við lögfræðing Rauða krossins þegar kerfið er nákvæmlega svona.“Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins.Telur ummælin mistúlkuð Hann segir Arndísi hafa hvatt fjölskylduna eindregið til að kæra úrskurð Útlendingastofnunar og það hafi ekki verið ráðlegging hennar að draga kæruna til baka. Hún hafi sagt fjölskyldunni að þau ættu meiri von en aðrar albanskar fjölskyldur en aldrei gefið þeim falskar vonir. „Hefði hún gefið þeim falskar vonir hefði hún ekki verið að standa sig sem réttargæslumaður þeirra,“ segir Björn. „Hennar skylda var að gera fjölskyldunni grein fyrir stöðunni eins og hún er innan okkar kerfis en ekki stöðunni eins og við vildum óska að hún væri.“Sjá einnig: Vilja koma Kevi heim Björn segir Rauða krossinn alls ekki vilja rengja Kastrijot en telur að ummæli hans hafi verið mistúlkuð. „Það hefur alveg fullkomið traust ríkt milli Arndísar og skjólstæðinga hennar í þessu máli“ segir Björn. „Ég held að það sem Kastrijot sagði í gær hafi ekki verið til að kenna henni um. Ef einhver myndi spyrja hann gagngert: Var lélegt samband milli þín og lögfræðingsins, þá myndi hann ekki segja að svo hefði verið.“ Flóttamenn Tengdar fréttir Allsherjarnefnd mun taka fyrir umsókn frá albönsku fjölskyldunni ef hún berst „Ef það eru sérstakar aðstæður þá hefur það gerst að umsóknir hafa verið teknar inn.“ 14. desember 2015 13:15 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir fullkomið traust hafa ríkt milli albanskrar fjölskyldu sem vísað var úr landi í síðustu viku og lögmanns þeirra hjá Rauða krossinum. Í kvöldfréttum RÚV í gær sagði fjölskyldufaðirinn Kastrijot Pepoj lögmanninn, Arndísi A.K. Gunnarsdóttur, hafa ráðlagt fjölskyldunni að draga til baka kæru sína á úrskurði Útlendingastofnunar en Björn segir það misskilning, Arndís hafi ekki gert annað en að gera fjölskyldunni grein fyrir stöðu sinni. „Staðan er náttúrulega sú að engum Albana hefur verið veitt pólitískt hæli á Íslandi,“ segir Björn. „En hún sagði honum samt að þau ættu meiri séns en aðrir, meðal annars vegna veikinda barnsins. Þau gætu þannig mögulega fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum.“ Líkt og áður hefur komið fram er sonur Kastrijot, Kevi, með slímseigjusjúkdóm. Afgreiðsla máls þeirra, og annarrar albanskrar fjölskyldu með langveikt barn, hefur vakið mikla gagnrýni og reiði og sagðist Ólöf Nordal innanríkisráðherra á þingi í dag hafa óskað eftir upplýsingum frá Útlendingastofnun og Rauða krossinum um það hvernig staðið var að hælisumsókn fjölskyldnanna.Sjá einnig: Allsherjarnefnd mun taka fyrir umsókn frá albönsku fjölskyldunni ef hún berst „Frá okkar bæjardyrum séð fer þetta mál ekkert óeðlilega fram,“ segir Björn. „Fjölskyldan ákvað að draga kæruna til baka út frá þeim möguleikum sem hún taldi sig hafa. Þannig að það er kannski erfitt að sakast við lögfræðing Rauða krossins þegar kerfið er nákvæmlega svona.“Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins.Telur ummælin mistúlkuð Hann segir Arndísi hafa hvatt fjölskylduna eindregið til að kæra úrskurð Útlendingastofnunar og það hafi ekki verið ráðlegging hennar að draga kæruna til baka. Hún hafi sagt fjölskyldunni að þau ættu meiri von en aðrar albanskar fjölskyldur en aldrei gefið þeim falskar vonir. „Hefði hún gefið þeim falskar vonir hefði hún ekki verið að standa sig sem réttargæslumaður þeirra,“ segir Björn. „Hennar skylda var að gera fjölskyldunni grein fyrir stöðunni eins og hún er innan okkar kerfis en ekki stöðunni eins og við vildum óska að hún væri.“Sjá einnig: Vilja koma Kevi heim Björn segir Rauða krossinn alls ekki vilja rengja Kastrijot en telur að ummæli hans hafi verið mistúlkuð. „Það hefur alveg fullkomið traust ríkt milli Arndísar og skjólstæðinga hennar í þessu máli“ segir Björn. „Ég held að það sem Kastrijot sagði í gær hafi ekki verið til að kenna henni um. Ef einhver myndi spyrja hann gagngert: Var lélegt samband milli þín og lögfræðingsins, þá myndi hann ekki segja að svo hefði verið.“
Flóttamenn Tengdar fréttir Allsherjarnefnd mun taka fyrir umsókn frá albönsku fjölskyldunni ef hún berst „Ef það eru sérstakar aðstæður þá hefur það gerst að umsóknir hafa verið teknar inn.“ 14. desember 2015 13:15 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Allsherjarnefnd mun taka fyrir umsókn frá albönsku fjölskyldunni ef hún berst „Ef það eru sérstakar aðstæður þá hefur það gerst að umsóknir hafa verið teknar inn.“ 14. desember 2015 13:15