Færeyska silfurliðið vill fá Óla Þórðar sem þjálfara Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. desember 2015 10:55 Ólafur Þórðarson gæti tekið við færeyska liðinu NSÍ Runavík. vísir/ernir Ólafi Þórðarsyni, fyrrverandi þjálfara Víkings, Fylkis og ÍA, stendur til boða að þjálfa færeyska úrvalsdeildarliðið NSÍ Runavík.Fótbolti.net hefur greint frá málum NSÍ undanfarnar vikur en liðið var með nokkra íslenska þjálfara á óskalistanum. Pétur Pétursson hafnaði tilboði NSÍ en einnig komu til greina Guðjón Þórðarson og Atli Eðvaldsson. Þeir hafa nú verið slegnir út af borðinu og stendur valið á milli Ólafs Þórðarsonar eða ónefnds Dana. „Ég hef verið í smá viðræðum við NSÍ. Þetta er svona bara að þróast. Ég er ekki búinn að segja já. Ég er bara að skoða þetta,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. „Hvað varðar fótboltann finnst mér þetta spennandi. Það er bara ekki einfalt mál að rífa sig svona upp og fara út,“ segir Ólafur sem var óvinnufær vegna brjóskloss í hálsi síðasta vetur og það hrjáir hann enn. „Ég er í smá basli og var ekkert að vinna síðasta vetur. Ég er enn að glíma við þetta brjóslos. Ef ég væri alveg frískur og í betri aðstöðu væri ég búinn að hoppa á þetta því fótboltalega er þetta spennandi. Veikindin og aðstaðan sem ég er í gerir þetta bara ekki svo einfalt,“ segir Ólafur. Ólafur segist ætla að taka nokkra daga í viðbótar til að ákveða sig en hann er enn að ræða málin við NSÍ sem hafnaði í öðru sæti færeysku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. „Þeir eru að bíða eftir svari frá mér. Ef ég afþakka þetta þá taka þeir þennan Dana. Þetta skýrist vonandi fljótlega,“ segir Ólafur Þórðarson. Ólafur Þórðarson þjálfaði síðast Víking en var látinn fara eftir slæma byrjun liðsins í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð. Hann hafði þó áður komið liðinu upp úr 1. deildinni 2013 og náð fyrsta Evrópusæti liðsins í 23 ár í Pepsi-deildinni 2014. Áður hefur Ólafur þjálfað Fylki og ÍA með góðum árangri en hann gerði Skagamenn að Íslandsmeisturum árið 2001 svo fátt eitt sé nefnt. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Sjá meira
Ólafi Þórðarsyni, fyrrverandi þjálfara Víkings, Fylkis og ÍA, stendur til boða að þjálfa færeyska úrvalsdeildarliðið NSÍ Runavík.Fótbolti.net hefur greint frá málum NSÍ undanfarnar vikur en liðið var með nokkra íslenska þjálfara á óskalistanum. Pétur Pétursson hafnaði tilboði NSÍ en einnig komu til greina Guðjón Þórðarson og Atli Eðvaldsson. Þeir hafa nú verið slegnir út af borðinu og stendur valið á milli Ólafs Þórðarsonar eða ónefnds Dana. „Ég hef verið í smá viðræðum við NSÍ. Þetta er svona bara að þróast. Ég er ekki búinn að segja já. Ég er bara að skoða þetta,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. „Hvað varðar fótboltann finnst mér þetta spennandi. Það er bara ekki einfalt mál að rífa sig svona upp og fara út,“ segir Ólafur sem var óvinnufær vegna brjóskloss í hálsi síðasta vetur og það hrjáir hann enn. „Ég er í smá basli og var ekkert að vinna síðasta vetur. Ég er enn að glíma við þetta brjóslos. Ef ég væri alveg frískur og í betri aðstöðu væri ég búinn að hoppa á þetta því fótboltalega er þetta spennandi. Veikindin og aðstaðan sem ég er í gerir þetta bara ekki svo einfalt,“ segir Ólafur. Ólafur segist ætla að taka nokkra daga í viðbótar til að ákveða sig en hann er enn að ræða málin við NSÍ sem hafnaði í öðru sæti færeysku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. „Þeir eru að bíða eftir svari frá mér. Ef ég afþakka þetta þá taka þeir þennan Dana. Þetta skýrist vonandi fljótlega,“ segir Ólafur Þórðarson. Ólafur Þórðarson þjálfaði síðast Víking en var látinn fara eftir slæma byrjun liðsins í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð. Hann hafði þó áður komið liðinu upp úr 1. deildinni 2013 og náð fyrsta Evrópusæti liðsins í 23 ár í Pepsi-deildinni 2014. Áður hefur Ólafur þjálfað Fylki og ÍA með góðum árangri en hann gerði Skagamenn að Íslandsmeisturum árið 2001 svo fátt eitt sé nefnt.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Sjá meira