Andskotanum erfiðara verkefni Svavar Hávarðsson skrifar 17. desember 2015 07:00 Íslendingar hafa það sem til þarf til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda, og það hratt. Án tæknibyltingar þýða markmið Parísarsamkomulagsins endi olíualdarinnar. Myndin er samsett. Það er gerlegt að ná þeim markmiðum sem Parísarsamkomulagið rammar inn – minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda svo halda megi hlýnun lofthjúpsins innan við tvær gráður. En það verður andskotanum erfiðara. Nú þegar eru verkfærin handbær á Íslandi til að draga verulega úr losun og það hratt.Stórátak „Til að setja 1,5 gráðu markið í samhengi er rétt að athuga að hlýnun jarðar er frá upphafi iðnbyltingar nú þegar nærri því að vera ein gráða. Ef öll losun yrði stöðvuð samstundis myndi jörðin samt halda áfram að hlýna næstu áratugi og hlýnunin að lokum verða 1,2-1,3 gráður, miðað við tímann fyrir iðnbyltingu. Það þarf því mjög mikið átak til þess að hlýnun fari ekki yfir 1,5 gráður,“ segir Halldór Björnsson, sérfræðingur á Veðurstofu Íslands, um eina meginniðurstöðu Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París sem lauk 12. desember. Halldór segir það einnig vekja athygli að loforð Kaupmannahafnarfundarins frá 2009 um 100 milljarða dollara sjóð til að berjast við afleiðingar loftslagsbreytinga er aftur að finna í loftslagssamningnum, en erfiðlega hefur þó gengið að fjármagna þann sjóð frá þeim tíma. Þá sé í samkomulaginu grein [grein 4.1] sem segi að þátttakendur, eða þjóðirnar 195, muni reyna að sjá til þess að á hnattræna vísu nái losun gróðurhúsalofttegunda hámarki eins fljótt og auðið er, þó þróunarlöndin fái vissan slaka um að hámark losunar verði náð síðar en í þróuðum löndum.Halldór Björnsson4 sviðsmyndir Í þessu samhengi rifjar Halldór það upp að þegar milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) gaf út matsskýrslu árið 2013 var lagt mat á fjórar ólíkar sviðsmyndir um þróun losunar á jörðinni á þessari öld. Hlýnun jarðar var reiknuð fyrir hverja sviðsmynd. „Einungis í einni þeirra reyndust minna en 66% líkur á því að hlýnun færi yfir 1,5 gráður. Í öllum öðrum sviðsmyndum hlýnaði meira. Þessar sviðsmyndir eru auðvitað ekkert annað en „sögur“ um losun, mannfjöldaþróun, efnahagsþróun og svo framvegis – þær eru ekki spár í sama skilningi og til dæmis veðurspár. Þær eiga hins vegar ekki að vera óraunsæjar, og byggt á þeim forsendum má segja að það markmið að halda hlýnun innan við 1,5 til tvær gráður sé gerlegt – en það verður ekki auðvelt og samkomulagið leggur ekki miklar línur um hvernig markinu skuli náð. Parísarsamkomulaginu má því líkja við það að aðilar hafi samþykkt staðsetningu á korti sem skuli stefnt á, en ekki ákveðið hvaða leið eigi að fara,“ segir Halldór.Endir olíualdarinnar Halldór telur ljóst að ef hið metnaðarfulla samkomulag gengur eftir, og ef ekki kemur til einhver mjög öflug tækni til þess að binda kolefni í andrúmslofti, þá marki Parísarsamkomulagið endi olíualdarinnar. Ekki þurfi annað en að vísa til fyrrnefndrar greinar 4.1 um að á hnattræna vísu nái losun gróðurhúsalofttegunda hámarki eins fljótt og auðið er. Til þess að losun nái hámarki þarf nefnilega að draga verulega úr bruna jarðefnaeldsneytis og þar með skipta yfir í aðra orkugjafa, sem sagt endurnýjanlega orku á formi vatns, vinds, jarðhita eða sólarljóss. Þó þetta þýði að horfið verði frá jarðefnaeldsneyti er mikilvægt að hafa í huga að umskiptin munu taka tíma. Þrátt fyrir að síðustu ár hafi mikill vöxtur einkennt bæði vindorku- og enn frekar sólarorkugeirann þá mun líklega taka áratugi fyrir endurnýjanlega orku að ná að leysa jarðefnaeldsneytið alfarið af hólmi.“ Eina afleiðingu þessa segir Halldór vera þá að óháð því hvort ný bindingartækni kemur fram, sé ljóst að til þess að tryggja að losun nái hámarki sem fyrst þurfi líklega strax að beita hefðbundnari aðferðum við að binda kolefni og farga því. Þekktar hefðbundnar aðferðir eru endurheimt jarðgæða með landgræðslu, stöðvun eyðimerkurmyndunar, ræktun og endurheimt skóga. Þessar aðferðir eru þekktar og reynslan sýnir að þær virka.Tækifæri fyrir Ísland „Fyrir Ísland þá býður þessi samningur upp á ákveðin tækifæri. Losun okkar er að hluta í evrópsku viðskiptakerfi um losunarheimildir, og sérstaklega stóriðjan, en um 60% eru utan þess og þar ættum við fyrst að skoða samdrátt. Við höfum ýmsa kosti til að draga úr losun, t.d. með því að auka rafvæðingu í samgöngum, mikil tækifæri til þess að draga úr losun með endurheimt votlendis, með því að beita landgræðslu til þess að stöðva gróðureyðingu og endurheimta ræktarland, og með því að beita skógrækt markvisst. Ekkert af þessu er nýtt, skógrækt og landgræðsla hvíla á traustum grunni, (við rekum m.a. Landgræðsluskóla Sameinuðu þjóðanna) og rafvæðing bílaflotans er þegar komin á rekspöl,“ segir Halldór.Kolefnisjafnað Ísland Halldór telur að með því að leggja aukinn kraft í þá kosti sem þegar eru fyrir hendi ætti að vera mögulegt fyrir Íslendinga að draga verulega úr losun hratt og hugsanlega ná að kolefnisjafna landið. „Það væri ánægjulegt markmið að stefna á að verða fyrst þjóða til að ná kolefnisjöfnuði. Reynslan frá baráttunni við ósóneyðandi efni sýnir að sú þekking og lausnir sem fyrirtæki þróa til að mæta kröfum um takmarkanir á losun getur orðið söluvara á erlendri grund. Við gætum án efa leikið þann leik aftur og gert loftslagsvænar lausnir að útflutningsvöru, eins og má segja að fyrirtæki séu þegar farin að gera með jarðhitann.“ Loftslagsmál Tengdar fréttir Nýting orkulinda Íslands dregur úr gróðurhúsaáhrifum Ísland hefur náð einstökum árangri í notkun á endurnýjanlegri orku við raforkuframleiðslu og húshitun. Um 80% af orkunotkun Íslendinga eru frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Það er árangur sem engin önnur þjóð hefur náð. 8. desember 2015 07:00 Aðeins fáeinir áratugir til stefnu Sameinuðu þjóðirnar nýttu sennilega sitt síðasta tækifæri til að ná samstöðu þjóða í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Loftslagssamningur var heimsbyggðinni lífsnauðsynlegur. Ef hann verður meira en orð á blaði þá boðar hann 16. desember 2015 07:00 Heimavinnan nú að ná markmiðum COP21 Loftslagsráðstefnan í París fór fram úr væntingum ráðamanna og embættismanna. Samkomulagið er það fyrsta sem segir að öll ríki verði að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda. 14. desember 2015 06:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Það er gerlegt að ná þeim markmiðum sem Parísarsamkomulagið rammar inn – minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda svo halda megi hlýnun lofthjúpsins innan við tvær gráður. En það verður andskotanum erfiðara. Nú þegar eru verkfærin handbær á Íslandi til að draga verulega úr losun og það hratt.Stórátak „Til að setja 1,5 gráðu markið í samhengi er rétt að athuga að hlýnun jarðar er frá upphafi iðnbyltingar nú þegar nærri því að vera ein gráða. Ef öll losun yrði stöðvuð samstundis myndi jörðin samt halda áfram að hlýna næstu áratugi og hlýnunin að lokum verða 1,2-1,3 gráður, miðað við tímann fyrir iðnbyltingu. Það þarf því mjög mikið átak til þess að hlýnun fari ekki yfir 1,5 gráður,“ segir Halldór Björnsson, sérfræðingur á Veðurstofu Íslands, um eina meginniðurstöðu Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París sem lauk 12. desember. Halldór segir það einnig vekja athygli að loforð Kaupmannahafnarfundarins frá 2009 um 100 milljarða dollara sjóð til að berjast við afleiðingar loftslagsbreytinga er aftur að finna í loftslagssamningnum, en erfiðlega hefur þó gengið að fjármagna þann sjóð frá þeim tíma. Þá sé í samkomulaginu grein [grein 4.1] sem segi að þátttakendur, eða þjóðirnar 195, muni reyna að sjá til þess að á hnattræna vísu nái losun gróðurhúsalofttegunda hámarki eins fljótt og auðið er, þó þróunarlöndin fái vissan slaka um að hámark losunar verði náð síðar en í þróuðum löndum.Halldór Björnsson4 sviðsmyndir Í þessu samhengi rifjar Halldór það upp að þegar milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) gaf út matsskýrslu árið 2013 var lagt mat á fjórar ólíkar sviðsmyndir um þróun losunar á jörðinni á þessari öld. Hlýnun jarðar var reiknuð fyrir hverja sviðsmynd. „Einungis í einni þeirra reyndust minna en 66% líkur á því að hlýnun færi yfir 1,5 gráður. Í öllum öðrum sviðsmyndum hlýnaði meira. Þessar sviðsmyndir eru auðvitað ekkert annað en „sögur“ um losun, mannfjöldaþróun, efnahagsþróun og svo framvegis – þær eru ekki spár í sama skilningi og til dæmis veðurspár. Þær eiga hins vegar ekki að vera óraunsæjar, og byggt á þeim forsendum má segja að það markmið að halda hlýnun innan við 1,5 til tvær gráður sé gerlegt – en það verður ekki auðvelt og samkomulagið leggur ekki miklar línur um hvernig markinu skuli náð. Parísarsamkomulaginu má því líkja við það að aðilar hafi samþykkt staðsetningu á korti sem skuli stefnt á, en ekki ákveðið hvaða leið eigi að fara,“ segir Halldór.Endir olíualdarinnar Halldór telur ljóst að ef hið metnaðarfulla samkomulag gengur eftir, og ef ekki kemur til einhver mjög öflug tækni til þess að binda kolefni í andrúmslofti, þá marki Parísarsamkomulagið endi olíualdarinnar. Ekki þurfi annað en að vísa til fyrrnefndrar greinar 4.1 um að á hnattræna vísu nái losun gróðurhúsalofttegunda hámarki eins fljótt og auðið er. Til þess að losun nái hámarki þarf nefnilega að draga verulega úr bruna jarðefnaeldsneytis og þar með skipta yfir í aðra orkugjafa, sem sagt endurnýjanlega orku á formi vatns, vinds, jarðhita eða sólarljóss. Þó þetta þýði að horfið verði frá jarðefnaeldsneyti er mikilvægt að hafa í huga að umskiptin munu taka tíma. Þrátt fyrir að síðustu ár hafi mikill vöxtur einkennt bæði vindorku- og enn frekar sólarorkugeirann þá mun líklega taka áratugi fyrir endurnýjanlega orku að ná að leysa jarðefnaeldsneytið alfarið af hólmi.“ Eina afleiðingu þessa segir Halldór vera þá að óháð því hvort ný bindingartækni kemur fram, sé ljóst að til þess að tryggja að losun nái hámarki sem fyrst þurfi líklega strax að beita hefðbundnari aðferðum við að binda kolefni og farga því. Þekktar hefðbundnar aðferðir eru endurheimt jarðgæða með landgræðslu, stöðvun eyðimerkurmyndunar, ræktun og endurheimt skóga. Þessar aðferðir eru þekktar og reynslan sýnir að þær virka.Tækifæri fyrir Ísland „Fyrir Ísland þá býður þessi samningur upp á ákveðin tækifæri. Losun okkar er að hluta í evrópsku viðskiptakerfi um losunarheimildir, og sérstaklega stóriðjan, en um 60% eru utan þess og þar ættum við fyrst að skoða samdrátt. Við höfum ýmsa kosti til að draga úr losun, t.d. með því að auka rafvæðingu í samgöngum, mikil tækifæri til þess að draga úr losun með endurheimt votlendis, með því að beita landgræðslu til þess að stöðva gróðureyðingu og endurheimta ræktarland, og með því að beita skógrækt markvisst. Ekkert af þessu er nýtt, skógrækt og landgræðsla hvíla á traustum grunni, (við rekum m.a. Landgræðsluskóla Sameinuðu þjóðanna) og rafvæðing bílaflotans er þegar komin á rekspöl,“ segir Halldór.Kolefnisjafnað Ísland Halldór telur að með því að leggja aukinn kraft í þá kosti sem þegar eru fyrir hendi ætti að vera mögulegt fyrir Íslendinga að draga verulega úr losun hratt og hugsanlega ná að kolefnisjafna landið. „Það væri ánægjulegt markmið að stefna á að verða fyrst þjóða til að ná kolefnisjöfnuði. Reynslan frá baráttunni við ósóneyðandi efni sýnir að sú þekking og lausnir sem fyrirtæki þróa til að mæta kröfum um takmarkanir á losun getur orðið söluvara á erlendri grund. Við gætum án efa leikið þann leik aftur og gert loftslagsvænar lausnir að útflutningsvöru, eins og má segja að fyrirtæki séu þegar farin að gera með jarðhitann.“
Loftslagsmál Tengdar fréttir Nýting orkulinda Íslands dregur úr gróðurhúsaáhrifum Ísland hefur náð einstökum árangri í notkun á endurnýjanlegri orku við raforkuframleiðslu og húshitun. Um 80% af orkunotkun Íslendinga eru frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Það er árangur sem engin önnur þjóð hefur náð. 8. desember 2015 07:00 Aðeins fáeinir áratugir til stefnu Sameinuðu þjóðirnar nýttu sennilega sitt síðasta tækifæri til að ná samstöðu þjóða í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Loftslagssamningur var heimsbyggðinni lífsnauðsynlegur. Ef hann verður meira en orð á blaði þá boðar hann 16. desember 2015 07:00 Heimavinnan nú að ná markmiðum COP21 Loftslagsráðstefnan í París fór fram úr væntingum ráðamanna og embættismanna. Samkomulagið er það fyrsta sem segir að öll ríki verði að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda. 14. desember 2015 06:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Nýting orkulinda Íslands dregur úr gróðurhúsaáhrifum Ísland hefur náð einstökum árangri í notkun á endurnýjanlegri orku við raforkuframleiðslu og húshitun. Um 80% af orkunotkun Íslendinga eru frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Það er árangur sem engin önnur þjóð hefur náð. 8. desember 2015 07:00
Aðeins fáeinir áratugir til stefnu Sameinuðu þjóðirnar nýttu sennilega sitt síðasta tækifæri til að ná samstöðu þjóða í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Loftslagssamningur var heimsbyggðinni lífsnauðsynlegur. Ef hann verður meira en orð á blaði þá boðar hann 16. desember 2015 07:00
Heimavinnan nú að ná markmiðum COP21 Loftslagsráðstefnan í París fór fram úr væntingum ráðamanna og embættismanna. Samkomulagið er það fyrsta sem segir að öll ríki verði að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda. 14. desember 2015 06:00