Putin segir Tyrki hafa ákveðið að „sleikja Bandaríkjamenn á tilteknum stað“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2015 14:01 Vladimir Putin, forseti Rússlands, á blaðamannafundinum í dag. Visir/EPA Vladimir Putin, forseti Rússlands, segir að Rússar séu tilbúnir til að bæta samskipti sín við Bandaríkin og vinna með hverjum þeirra sem kosinn verður til forseta á næsta ári. Hann sagði viðræður sínar við John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í vikunni hafa sýnt fram á að yfirvöld í Washington séu einnig reiðubúin til samstarfs. Hann sagðist hins vegar ekki sjá að mögulegt væri að bæta samskipti Rússlands og Tyrklands, á meðan núverandi leiðtogar Tyrklands væru við völd. Putin virtist reiður þegar hann ræddi um það að Tyrkir hafi skotið niður rússneska sprengjuflugvél í síðasta mánuði og sagðist ekki skilja að Tyrkir hafi ekki strax haft samband við Moskvu og útskýrt atvikið. Þess í stað hafi þeir falið sig undir pilsfaldi NATO. „Tyrkir hafa ákváðu að sleikja Bandaríkjamenn á tilteknum stað,“ sagði Putin.Viðurkenndi aðstoð Rússa við aðskilnaðarsinnaPutin þvertók fyrir að yfirvöld Rússlands hefðu nokkurn tímann neitað því að rússneskir hermenn væru meðal aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Hann viðurkenndi þó ekki að þar væru hefðbundnir hermenn að störfum en sagði að Rússar hefðu „framkvæmt einhver hernaðarleg verkefni“ þar. Yfirvöld Rússlands hafa margsinnis neitað því að hermenn þeirra hafi verið í Úkraínu. Sama gerðu þeir á Krímskaga, en viðurkenndu þó eftir á að hermenn hefðu verið sendir þangað. Hann sagði einnig að stjórnvöld hans væru tilbúin til að þrýsta á aðskilnaðarsinna til að reyna að finna málamiðlun svo hægt væri að stilla til friðar á svæðinu. Þá gerir hann ráð fyrir því að efnahagssamband Rússlands og Úkraínu muni versna, en að Rússar muni ekki beita Úkraínu þvingunum vegna fríverslunarsamnings þeirra við Evrópusambandið.Putin sagði að efnahagur Rússlands bæri þess merki að hann myndi rétta úr kútnum, þrátt fyrir lækkandi olíuverð. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er reiknað með því að efnahagur Rússlands muni hafa minnkað um 3,8 prósent í lok þessa árs. Þá hafa meðallaun lækkað í Rússlandi, í fyrsta sinn frá því að Putin var kosinn fyrst árið 2000.Trump fremstur meðal forsetaframbjóðendaForsetinn sagðist telja að Donald Trump vera fremstan meðal forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum og að hann væri einfaldlega hæfileikarík manneskja. Hann fagnaði því að Trump hefði sagst vilja bæta samskipti Bandaríkjanna og Rússlands. „Hann er án gáfaður og hæfileikaríkur. Hann er alger leiðtogi forsetaframbjóðendanna,“ sagði Putin. Þá sagði Putin einnig að Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, ætti að fá friðarverðlaun Nóbels. Blatter var vikið úr starfi vegna fjölmargra ásakana um spillingu. Putin sagði að Blatter hafði lagt mikið til mannréttinda um heim allan. Donald Trump Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira
Vladimir Putin, forseti Rússlands, segir að Rússar séu tilbúnir til að bæta samskipti sín við Bandaríkin og vinna með hverjum þeirra sem kosinn verður til forseta á næsta ári. Hann sagði viðræður sínar við John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í vikunni hafa sýnt fram á að yfirvöld í Washington séu einnig reiðubúin til samstarfs. Hann sagðist hins vegar ekki sjá að mögulegt væri að bæta samskipti Rússlands og Tyrklands, á meðan núverandi leiðtogar Tyrklands væru við völd. Putin virtist reiður þegar hann ræddi um það að Tyrkir hafi skotið niður rússneska sprengjuflugvél í síðasta mánuði og sagðist ekki skilja að Tyrkir hafi ekki strax haft samband við Moskvu og útskýrt atvikið. Þess í stað hafi þeir falið sig undir pilsfaldi NATO. „Tyrkir hafa ákváðu að sleikja Bandaríkjamenn á tilteknum stað,“ sagði Putin.Viðurkenndi aðstoð Rússa við aðskilnaðarsinnaPutin þvertók fyrir að yfirvöld Rússlands hefðu nokkurn tímann neitað því að rússneskir hermenn væru meðal aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Hann viðurkenndi þó ekki að þar væru hefðbundnir hermenn að störfum en sagði að Rússar hefðu „framkvæmt einhver hernaðarleg verkefni“ þar. Yfirvöld Rússlands hafa margsinnis neitað því að hermenn þeirra hafi verið í Úkraínu. Sama gerðu þeir á Krímskaga, en viðurkenndu þó eftir á að hermenn hefðu verið sendir þangað. Hann sagði einnig að stjórnvöld hans væru tilbúin til að þrýsta á aðskilnaðarsinna til að reyna að finna málamiðlun svo hægt væri að stilla til friðar á svæðinu. Þá gerir hann ráð fyrir því að efnahagssamband Rússlands og Úkraínu muni versna, en að Rússar muni ekki beita Úkraínu þvingunum vegna fríverslunarsamnings þeirra við Evrópusambandið.Putin sagði að efnahagur Rússlands bæri þess merki að hann myndi rétta úr kútnum, þrátt fyrir lækkandi olíuverð. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er reiknað með því að efnahagur Rússlands muni hafa minnkað um 3,8 prósent í lok þessa árs. Þá hafa meðallaun lækkað í Rússlandi, í fyrsta sinn frá því að Putin var kosinn fyrst árið 2000.Trump fremstur meðal forsetaframbjóðendaForsetinn sagðist telja að Donald Trump vera fremstan meðal forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum og að hann væri einfaldlega hæfileikarík manneskja. Hann fagnaði því að Trump hefði sagst vilja bæta samskipti Bandaríkjanna og Rússlands. „Hann er án gáfaður og hæfileikaríkur. Hann er alger leiðtogi forsetaframbjóðendanna,“ sagði Putin. Þá sagði Putin einnig að Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, ætti að fá friðarverðlaun Nóbels. Blatter var vikið úr starfi vegna fjölmargra ásakana um spillingu. Putin sagði að Blatter hafði lagt mikið til mannréttinda um heim allan.
Donald Trump Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira