Lesið upp á Gljúfrasteini Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. desember 2015 16:15 Óskar Árni Óskarsson skáld og rithöfundur les upp að Gljúfrasteini á morgun ásamt fleirum. Lesið verður úr nýjum bókum á Gljúfrasteini á morgun, sunnudag. Það er síðasti aðventuupplestur þessa árs í húsi skáldsins. Fjórir rithöfundar lesa upp úr verkum sínum. Kristín Svava Tómasdóttir les upp úr ljóðabók sinni Stormviðvörun. Bókin er þriðja ljóðabók hennar. Óskar Árni Óskarsson les úr Blýenglinum. Titillinn á bókinni og samnefndu ljóði í henni varð til eftir að höfundur var á gangi eftir Meistaravöllum eitt rigningarsíðdegi um haust og fann þá lítinn blýengil á gangstéttinni. Ólafur Ingi Jónsson les úr bókinni Nína Tryggvadóttir – Ljóðvarp. Bókin er gefin út í tengslum við yfirlitssýningu á verkum Nínu Tryggvadóttur í Listasafni Íslands. Í bókinni er farið yfir feril Nínu, líf hennar og list en hún var meðal frjóustu og framsæknustu myndlistarmanna sinnar kynslóðar og einn af brautryðjendum ljóðrænnar abstraktlistar. Bókina prýðir fjöldi ljósmynda af verkum Nínu, greinar og viðtöl. Ritstjórar bókarinnar eru Birta Guðjónsdóttir og Ólafur Ingi Jónsson. Eins og mörgum er kunnugt þá voru Auður Laxness og Nína miklar vinkonur og mörg verk eftir Nínu prýða Gljúfrastein. Ólafur Gunnarsson les úr skáldsögu sinni Syndaranum. Bókin er fjölskyldusaga sem gerist á seinustu áratugum síðustu aldar og er sjálfstætt framhald Málarans sem kom út árið 2012. Upplesturinn hefst stundvíslega klukkan 16.00 og er aðgangur ókeypis. Menning Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Hittast á laun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Lesið verður úr nýjum bókum á Gljúfrasteini á morgun, sunnudag. Það er síðasti aðventuupplestur þessa árs í húsi skáldsins. Fjórir rithöfundar lesa upp úr verkum sínum. Kristín Svava Tómasdóttir les upp úr ljóðabók sinni Stormviðvörun. Bókin er þriðja ljóðabók hennar. Óskar Árni Óskarsson les úr Blýenglinum. Titillinn á bókinni og samnefndu ljóði í henni varð til eftir að höfundur var á gangi eftir Meistaravöllum eitt rigningarsíðdegi um haust og fann þá lítinn blýengil á gangstéttinni. Ólafur Ingi Jónsson les úr bókinni Nína Tryggvadóttir – Ljóðvarp. Bókin er gefin út í tengslum við yfirlitssýningu á verkum Nínu Tryggvadóttur í Listasafni Íslands. Í bókinni er farið yfir feril Nínu, líf hennar og list en hún var meðal frjóustu og framsæknustu myndlistarmanna sinnar kynslóðar og einn af brautryðjendum ljóðrænnar abstraktlistar. Bókina prýðir fjöldi ljósmynda af verkum Nínu, greinar og viðtöl. Ritstjórar bókarinnar eru Birta Guðjónsdóttir og Ólafur Ingi Jónsson. Eins og mörgum er kunnugt þá voru Auður Laxness og Nína miklar vinkonur og mörg verk eftir Nínu prýða Gljúfrastein. Ólafur Gunnarsson les úr skáldsögu sinni Syndaranum. Bókin er fjölskyldusaga sem gerist á seinustu áratugum síðustu aldar og er sjálfstætt framhald Málarans sem kom út árið 2012. Upplesturinn hefst stundvíslega klukkan 16.00 og er aðgangur ókeypis.
Menning Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Hittast á laun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira