Mýrarljós í loftslagsmálum Sigríður Á. Andersen skrifar 1. desember 2015 07:00 Nýlega barst mér svar umhverfisráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi um skiptingu losunar koltvísýrings hér á landi. Í svarinu kemur fram að gróðurhúsalofttegundir myndast í miklu magni eftir að votlendi er ræst fram. Af framræstu landi stafa því 72% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Til samanburðar er hlutur fólksbíla í heildarlosun tæp 4% og sjávarútvegs um 3%. Þessi mikla losun frá framræstu landi skýrist af því að þegar vatni er veitt burt úr mýrunum á súrefni greiðari leið að lífmassanum sem þar hefur safnast um aldir. Þegar súrefnið gengur í samband við lífmassann myndast gríðarlegt magn gróðurhúsalofttegundanna koltvísýrings (CO2) og hláturgass (N2O). Hér er því um að ræða beina losun gróðurhúsalofttegunda, rétt eins og þegar steinolíu er brennt í þotu með gesti á leið á loftslagsráðstefnu. Tölurnar í svari ráðherrans um þessa miklu losun eru samkvæmt nýjasta mati á losun gróðurhúsalofttegunda frá framræstu landi í leiðbeiningum loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna IPCC. Það er því mjög miður að í upplýsingum sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur dreift til fjölmiðla að undanförnu eru þessar nýjustu og nákvæmustu upplýsingar um losun frá framræstu landi ekki notaðar. Í glærukynningu ráðuneytisins fyrir fjölmiðla í síðustu viku til að mynda er losun frá framræstu landi sögð vera núll, engin. Nú þegar kallað er eftir aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum er hins vegar mikilvægt að réttar upplýsingar séu lagðar til grundvallar. Ég veiti því athygli að sumir þeir sem ákafast krefjast 40% samdráttar í losun nefna nær eingöngu samgöngur þegar þeir eru inntir eftir því hvar eigi að draga saman. Það er hins vegar ljóst af svari ráðherrans að kostnaðarsamar aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda frá bílum hafa lítið að segja þar sem fólksbílaflotinn ber aðeins ábyrgð á tæpum 4% losunarinnar. Það er útilokað að heimilin í landinu verði látin bera himinháan kostnað vegna slíkrar erindisleysu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Sigríður Á. Andersen Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Sjá meira
Nýlega barst mér svar umhverfisráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi um skiptingu losunar koltvísýrings hér á landi. Í svarinu kemur fram að gróðurhúsalofttegundir myndast í miklu magni eftir að votlendi er ræst fram. Af framræstu landi stafa því 72% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Til samanburðar er hlutur fólksbíla í heildarlosun tæp 4% og sjávarútvegs um 3%. Þessi mikla losun frá framræstu landi skýrist af því að þegar vatni er veitt burt úr mýrunum á súrefni greiðari leið að lífmassanum sem þar hefur safnast um aldir. Þegar súrefnið gengur í samband við lífmassann myndast gríðarlegt magn gróðurhúsalofttegundanna koltvísýrings (CO2) og hláturgass (N2O). Hér er því um að ræða beina losun gróðurhúsalofttegunda, rétt eins og þegar steinolíu er brennt í þotu með gesti á leið á loftslagsráðstefnu. Tölurnar í svari ráðherrans um þessa miklu losun eru samkvæmt nýjasta mati á losun gróðurhúsalofttegunda frá framræstu landi í leiðbeiningum loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna IPCC. Það er því mjög miður að í upplýsingum sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur dreift til fjölmiðla að undanförnu eru þessar nýjustu og nákvæmustu upplýsingar um losun frá framræstu landi ekki notaðar. Í glærukynningu ráðuneytisins fyrir fjölmiðla í síðustu viku til að mynda er losun frá framræstu landi sögð vera núll, engin. Nú þegar kallað er eftir aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum er hins vegar mikilvægt að réttar upplýsingar séu lagðar til grundvallar. Ég veiti því athygli að sumir þeir sem ákafast krefjast 40% samdráttar í losun nefna nær eingöngu samgöngur þegar þeir eru inntir eftir því hvar eigi að draga saman. Það er hins vegar ljóst af svari ráðherrans að kostnaðarsamar aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda frá bílum hafa lítið að segja þar sem fólksbílaflotinn ber aðeins ábyrgð á tæpum 4% losunarinnar. Það er útilokað að heimilin í landinu verði látin bera himinháan kostnað vegna slíkrar erindisleysu.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar