Alcan sagt vilja losna við raforkukaup Sveinn Arnarsson skrifar 1. desember 2015 07:00 Lokun álversins hefst á miðnætti að öllu óbreyttu. Miklar líkur eru taldar á því að Alcan hætti starfsemi fyrir fullt og allt í Straumsvík. Hafist verður handa á miðnætti við að loka álverinu í Straumsvík. Samningafundi var slitið í gær án árangurs og ekki boðað til nýs fundar í deilu starfsmanna. Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna, segir engan vilja fyrirtækisins til að semja við starfsfólk sitt. „Það er enginn vilji hjá Alcan til að ganga til samninga, það er á hreinu. Því er vilji þeirra einhver annar. Nú mun brátt fara í hönd lokunarferli álversins. Það er greinilega það sem forsvarsmenn fyrirtækisins vilja. Við munum í samninganefnd starfsmanna halda fund í fyrramálið (dag) til að fara yfir stöðuna,“ segir Gylfi.Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna Alcanvísir/vilhelmHann segir evrópska blaðamenn hafa haft samband við sig vegna málsins þar sem orðrómur er um að Alcan sé með þessu móti að koma sér hjá kaupskyldu á rafmagni frá Landsvirkjun. Komið hefur fram að núverandi samningur Landsvirkjunar við eigendur álversins sé á þá leið að Alcan skuldbindi sig til þess að kaupa raforku til ársins 2036. Í samningum um álver í Straumsvík við íslenska ríkið hefur einnig verið ákvæði um óviðráðanleg öfl. Í upprunalega samningnum milli stjórnvalda og AluSuisse var kveðið á um að vinnudeilur og verkföll væru hluti af svokölluðum óviðráðanlegum öflum ásamt styrjöldum, náttúruhamförum og öðrum þáttum. Yrði þetta ákvæði virkjað losnaði fyrirtækið undan kaupskyldu á rafmagni. Gylfi segist óttast að eitthvað slíkt sé uppi á teningnum. „Þetta hafa erlendir blaðamenn allavega viljað ræða við mig og telja áhugaleysi Alcan til að semja við okkur vera hluta af stærri sögu,“ segir Gylfi.Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi AlcanHvorki Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Alcan á Íslandi, né Magnús Þór Gylfason, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, vildu staðfesta hvort umrætt ákvæði væri í núgildandi samningi sem undirritaður var í fyrra. Samningurinn væri að öllu leyti trúnaðarmál. „Staðan er alvarleg, því er ekki að neita en markmið okkar er að semja, það er alveg ljóst,“ segir Ólafur Teitur. „Kostnaðurinn við að endurræsa álverið eftir lokun sem þessa gæti numið hundruðum milljóna króna.“ Fram kemur í minnisblaði Hafnarfjarðarbæjar að viðskipti álversins við fyrirtæki í Hafnarfirði nemi allt að tveimur milljörðum á ári. Að sama skapi eru beinar tekjur Hafnarfjarðarbæjar af álverinu í Straumsvík 1,7 milljarðar á ári. Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, sagði bæjaryfirvöld fylgjast með gangi mála. „Við vonum að það verði hægt að finna lausn á þessari deilu. Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir alla aðila að samningar náist,“ sagði Haraldur. Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, veiti ekki viðtal þegar eftir því var leitað. Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Hafist verður handa á miðnætti við að loka álverinu í Straumsvík. Samningafundi var slitið í gær án árangurs og ekki boðað til nýs fundar í deilu starfsmanna. Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna, segir engan vilja fyrirtækisins til að semja við starfsfólk sitt. „Það er enginn vilji hjá Alcan til að ganga til samninga, það er á hreinu. Því er vilji þeirra einhver annar. Nú mun brátt fara í hönd lokunarferli álversins. Það er greinilega það sem forsvarsmenn fyrirtækisins vilja. Við munum í samninganefnd starfsmanna halda fund í fyrramálið (dag) til að fara yfir stöðuna,“ segir Gylfi.Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna Alcanvísir/vilhelmHann segir evrópska blaðamenn hafa haft samband við sig vegna málsins þar sem orðrómur er um að Alcan sé með þessu móti að koma sér hjá kaupskyldu á rafmagni frá Landsvirkjun. Komið hefur fram að núverandi samningur Landsvirkjunar við eigendur álversins sé á þá leið að Alcan skuldbindi sig til þess að kaupa raforku til ársins 2036. Í samningum um álver í Straumsvík við íslenska ríkið hefur einnig verið ákvæði um óviðráðanleg öfl. Í upprunalega samningnum milli stjórnvalda og AluSuisse var kveðið á um að vinnudeilur og verkföll væru hluti af svokölluðum óviðráðanlegum öflum ásamt styrjöldum, náttúruhamförum og öðrum þáttum. Yrði þetta ákvæði virkjað losnaði fyrirtækið undan kaupskyldu á rafmagni. Gylfi segist óttast að eitthvað slíkt sé uppi á teningnum. „Þetta hafa erlendir blaðamenn allavega viljað ræða við mig og telja áhugaleysi Alcan til að semja við okkur vera hluta af stærri sögu,“ segir Gylfi.Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi AlcanHvorki Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Alcan á Íslandi, né Magnús Þór Gylfason, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, vildu staðfesta hvort umrætt ákvæði væri í núgildandi samningi sem undirritaður var í fyrra. Samningurinn væri að öllu leyti trúnaðarmál. „Staðan er alvarleg, því er ekki að neita en markmið okkar er að semja, það er alveg ljóst,“ segir Ólafur Teitur. „Kostnaðurinn við að endurræsa álverið eftir lokun sem þessa gæti numið hundruðum milljóna króna.“ Fram kemur í minnisblaði Hafnarfjarðarbæjar að viðskipti álversins við fyrirtæki í Hafnarfirði nemi allt að tveimur milljörðum á ári. Að sama skapi eru beinar tekjur Hafnarfjarðarbæjar af álverinu í Straumsvík 1,7 milljarðar á ári. Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, sagði bæjaryfirvöld fylgjast með gangi mála. „Við vonum að það verði hægt að finna lausn á þessari deilu. Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir alla aðila að samningar náist,“ sagði Haraldur. Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, veiti ekki viðtal þegar eftir því var leitað.
Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira