Um 120 björgunarsveitarmenn eru nú í viðbragðsstöðu í húsnæðum björgunarsveitanna á höfuðborgarsvæðinu og bíða verkefna. Einhverjir eru á ferð um borgina til að kanna aðstæður vegna óveðursins.
Í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir að veðrið sé eitthvað seinna á ferðinni en spáð var og enn hafa engar beiðnir um aðstoð borist.
„Björgunarfélag Vestmannaeyja var kallað út á sjöunda tímanum í morgun vegna ófærðar í bænum. Nokkrir bílar voru fastir á Helgafellsbraut og færð farin að þyngjast í úthverfum,“ segir í tilkynningunni.
120 björgunarsveitarmenn í viðbragðsstöðu á höfuðborgarsvæðinu

Tengdar fréttir

Lögreglan segir fólki á illa útbúnum bílum að fara ekki út í umferðina
Veðrið skellur á um átta í dag og hvetur lögreglan þá sem eru á vel búnum bílum að fara snemma af stað.

Raskanir á ferðum strætó í dag
Þegar bætir í vind og úrkomu á höfuðborgarsvæðinu má búast við að götur í úthverfum verði ófærar fyrir strætisvagna.

Aðgerðarstöð fyrir höfuðborgarsvæðið er í startholunum
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fylgist með veðrinu úr Skógarhlíð.

Færðin enn ágæt á Suðurnesjum
Enginn þurft á lögreglunni að halda vegna veðurvandræða í morgunsárið.

Innanlandsflug fellur niður
Ekki verður flogið til Húsavíkur eða Vestmannaeyja vegna veðurs.