Til verndar höfundum eða milliliðum? Ásta Guðrún Helgadóttir skrifar 1. desember 2015 09:27 Breytingar á höfundalögum eru í vændum og þá er vert að huga að þeim breytingum sem eiga sér stað. Endurskoðun laga um höfundarétt og afleidd réttindi hans er tímabær og einn hornsteina þeirra stjórnmálasamtaka sem ég tilheyri, Pírötum. Höfundaréttur er nefnilega dæmi um lög, sem voru sett út frá ákveðnum forsendum sem ekki eiga endilega við lengur. Það þarf að endurskoða forsendur þeirra. Innan höfundalaga eru tvær forsendur sem takast á: Annars vegar er það siðferðislegur réttur höfundar til að vera kenndur við verk sitt og stjórna fyrstu birtingu verka sinna. Hins vegar eru það efnahagsleg réttindi sem eru tryggð með afleiddum réttindum höfundaréttar. Siðferðislegur réttur höfunda byggist á þeirri hugmynd að sérhver sé höfundur orða sinna og verði það alltaf. Það getur enginn tekið orðin af manni. Þetta er grundvöllur alls höfundaréttar og sá hluti höfundaréttar sem ég vil standa vörð um. Þessi réttindi eru ekki framseljanleg. Það sama er ekki hægt að segja um afleidd réttindi. Afleidd réttindi höfundaréttar eru fjölmörg. Í máli lögfræðinga kallast þau rétthafaréttur. Öll eiga þau það sameiginlegt að vera samtvinnuð efnahagslegum ávinningi tengdum verkum höfunda. Þetta eru einkaleyfi á því að flytja, dreifa, birta eða gefa út ákveðin verk, eftir samkomulagi við höfunda. Rétthafaréttur er ekki höfundaréttur í þeim siðferðislega skilningi sem grunnhugmyndin er byggð á. Hægt að rekja hann aftur til miðalda, til borgríkis Lundúna þar sem einkaleyfi voru gefin út til að fá að prenta bækur. Síðar samtvinnuðust þessi efnahagslegu réttindi við siðferðislegan rétt höfunda. Úr varð vafningur siðferðislegra og efnahagslegra réttinda þar sem erfitt er að greina hvað er hvað. Höfundalög geyma margslungin réttindi í íslenskum lögum. Í þeim má finna bæði grunnforsenduna að vera kenndur við verk sitt og afleidd réttindi hennar. Rétthafar eru þó ekki endilega höfundar. Sumir höfundar eru rétthafar, en ekki allir rétthafar eru höfundar. Höfundar framselja í ríkum mæli efnahagsleg réttindi sín, leyfi til að birta, dreifa og gefa út verkin. Oftar en ekki eru það útgáfufyrirtæki eða stærri einingar sem fara með þessi réttindi í nafni höfunda. Ólíkir hagsmunahópar Þetta er sá hluti höfundalaga sem ég set spurningamerki við. Höfundalög eiga að þjóna hagsmunum höfunda og styrkja þá í sambandi sínu við handhafa útgáfuréttarins og dreifingaréttarins. Rétthafarétturinn hefur fengið of sterkt vægi og honum er blandað um of við höfundaréttinn með því að setja hann inn í höfundalög. Þarna eru oft ólíkir hagsmunahópar. Nú stendur til að gefa innheimtusamtökum ríkari heimildir til þess að semja um innheimtugjöld fyrir hönd rétthafa innan ákveðinnar listgreinar, fyrirkomulag sem kallast samningskvaðaleyfi (á ensku extended collective licensing). Þetta þýðir að innheimtusamtök fái leyfi til þess að innheimta og útdeila gjöldum fyrir hönd rétthafa, þótt þeir standi utan þessara samtaka. Það getur vel verið að samningskvaðaleyfi séu hagkvæm fyrir land eins og Ísland, sem er lítið og takmarkað. Hins vegar er mikilvægt að höfundalög gæti fyrst og fremst hagsmuna höfunda. Með því að setja lög um samningskvaðir inn í höfundalög er verið að blanda saman réttindum innheimtusamtaka og höfunda. Það þarf að skýra línuna á milli þeirra. Eitt helsta vandamál núverandi höfundalaga er að höfundar hafa ekki nógu skýra og sterka rödd. Með því að setja ekki nógu skýr mörk á milli þessara réttinda veikjum við stöðu höfunda og styrkjum stöðu útgáfufyrirtækja, dreifingaraðila, sem hafa einhver réttindi sem eru ýmist aðkeypt eða afsöluð af höfundum með lélegum samningum. Hagsmunir höfunda og rétthafa fara ekki alltaf saman, hvað þá hagsmunir innheimtusamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta Guðrún Helgadóttir Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Breytingar á höfundalögum eru í vændum og þá er vert að huga að þeim breytingum sem eiga sér stað. Endurskoðun laga um höfundarétt og afleidd réttindi hans er tímabær og einn hornsteina þeirra stjórnmálasamtaka sem ég tilheyri, Pírötum. Höfundaréttur er nefnilega dæmi um lög, sem voru sett út frá ákveðnum forsendum sem ekki eiga endilega við lengur. Það þarf að endurskoða forsendur þeirra. Innan höfundalaga eru tvær forsendur sem takast á: Annars vegar er það siðferðislegur réttur höfundar til að vera kenndur við verk sitt og stjórna fyrstu birtingu verka sinna. Hins vegar eru það efnahagsleg réttindi sem eru tryggð með afleiddum réttindum höfundaréttar. Siðferðislegur réttur höfunda byggist á þeirri hugmynd að sérhver sé höfundur orða sinna og verði það alltaf. Það getur enginn tekið orðin af manni. Þetta er grundvöllur alls höfundaréttar og sá hluti höfundaréttar sem ég vil standa vörð um. Þessi réttindi eru ekki framseljanleg. Það sama er ekki hægt að segja um afleidd réttindi. Afleidd réttindi höfundaréttar eru fjölmörg. Í máli lögfræðinga kallast þau rétthafaréttur. Öll eiga þau það sameiginlegt að vera samtvinnuð efnahagslegum ávinningi tengdum verkum höfunda. Þetta eru einkaleyfi á því að flytja, dreifa, birta eða gefa út ákveðin verk, eftir samkomulagi við höfunda. Rétthafaréttur er ekki höfundaréttur í þeim siðferðislega skilningi sem grunnhugmyndin er byggð á. Hægt að rekja hann aftur til miðalda, til borgríkis Lundúna þar sem einkaleyfi voru gefin út til að fá að prenta bækur. Síðar samtvinnuðust þessi efnahagslegu réttindi við siðferðislegan rétt höfunda. Úr varð vafningur siðferðislegra og efnahagslegra réttinda þar sem erfitt er að greina hvað er hvað. Höfundalög geyma margslungin réttindi í íslenskum lögum. Í þeim má finna bæði grunnforsenduna að vera kenndur við verk sitt og afleidd réttindi hennar. Rétthafar eru þó ekki endilega höfundar. Sumir höfundar eru rétthafar, en ekki allir rétthafar eru höfundar. Höfundar framselja í ríkum mæli efnahagsleg réttindi sín, leyfi til að birta, dreifa og gefa út verkin. Oftar en ekki eru það útgáfufyrirtæki eða stærri einingar sem fara með þessi réttindi í nafni höfunda. Ólíkir hagsmunahópar Þetta er sá hluti höfundalaga sem ég set spurningamerki við. Höfundalög eiga að þjóna hagsmunum höfunda og styrkja þá í sambandi sínu við handhafa útgáfuréttarins og dreifingaréttarins. Rétthafarétturinn hefur fengið of sterkt vægi og honum er blandað um of við höfundaréttinn með því að setja hann inn í höfundalög. Þarna eru oft ólíkir hagsmunahópar. Nú stendur til að gefa innheimtusamtökum ríkari heimildir til þess að semja um innheimtugjöld fyrir hönd rétthafa innan ákveðinnar listgreinar, fyrirkomulag sem kallast samningskvaðaleyfi (á ensku extended collective licensing). Þetta þýðir að innheimtusamtök fái leyfi til þess að innheimta og útdeila gjöldum fyrir hönd rétthafa, þótt þeir standi utan þessara samtaka. Það getur vel verið að samningskvaðaleyfi séu hagkvæm fyrir land eins og Ísland, sem er lítið og takmarkað. Hins vegar er mikilvægt að höfundalög gæti fyrst og fremst hagsmuna höfunda. Með því að setja lög um samningskvaðir inn í höfundalög er verið að blanda saman réttindum innheimtusamtaka og höfunda. Það þarf að skýra línuna á milli þeirra. Eitt helsta vandamál núverandi höfundalaga er að höfundar hafa ekki nógu skýra og sterka rödd. Með því að setja ekki nógu skýr mörk á milli þessara réttinda veikjum við stöðu höfunda og styrkjum stöðu útgáfufyrirtækja, dreifingaraðila, sem hafa einhver réttindi sem eru ýmist aðkeypt eða afsöluð af höfundum með lélegum samningum. Hagsmunir höfunda og rétthafa fara ekki alltaf saman, hvað þá hagsmunir innheimtusamtaka.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun