Þjóðarleiðtogar horfa til endurnýjanlegra orkugjafa Heimir Már Pétursson skrifar 1. desember 2015 18:35 Íslendingar tóku ásamt á fjórða tug ríkja og stofnana þátt í stofnun samstöðuhóps um nýtingu jarðhita sem tilkynnt var um í París í dag. Þá heita Frakkar því að setja milljarða evra í endurnýjanlega orkugjafa í Afríku. Fáir efast lengur um áhrif útblásturs gróðurhúsalofttegunda á veðurfar jarðarinnar. Á fáum stöðum á jörðinni eru sjáanleg áhrif eins áberandi og í Peking höfuðborg Kína en þar er gífurleg mengun frá kolaorkuverum sem og umferð mikið vandamál sem kemur niður á heilsufari íbúanna eins og sést á þessum myndum frá Peking í dag. Utanríkisráðherra sat fund í París í morgun þar sem greint var frá nýjum samstarfsvettvangi um fjörutíu þjóða og stofnana um nýtingu jarðhita. „Vonandi hefur það þá þýðingu að hlutur jarðvarma í hinum endurnýjanlega orkuheimi muni stækka. Að fleiri lönd sjái sér hag í að nýta jarðvarma Það eru nítíu lönd á kortinu sem sem eiga einhvern möguleika á að gera það Við vonum að þau taki til hjá sér og fari í það,” segir Gunnar Bragi. Meðal samstarfsríkja eru Bandaríkin og Frakkland og er sjónum m.a. beint að Afríku í þessum efnum. Gunnar segir framlag Íslendinga aðallega felast í þekkingu og miðlun hennar en einnig sé mikilvægt að tryggja fjármagn í þessi mál. Francois Hollande forseti Frakklands lýsti yfir stuðningi við umhverfisvæna orku í Afríku á fundi með leiðtogum Afríkuríkja á loftslagsráðstefnunni í dag. „Kraftar okkar munu að verulegu leyti beinast að Afríku, sérstaklega að tafarlausri rafmagnsvæðingu álfunnar fyrir árið 2010. Í dag lýsi ég því yfir að Frakkar munu setja sex milljarða evra (um 846 milljörðum króna) í þetta verkefni á árunum 2016 til 2020,“ sagði Hollande. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi í París í dag að afleiðingarnar af óbreyttu ástandi í loftlagsmálum heimsins væru augljósar. „Vegna þess að þá fara efnahagslegir og hernaðarlegir kraftar okkar ekki í auknum mæli í að standa undir vaxandi möguleikum fólksins í ríkjum okkar, heldur til margvíslegra afleiðinga breytinga á jörðinni. Þetta eru efnahagslegar og öryggislegar staðreyndir sem við verðum að takast á við nú þegar," sagði“ Barack Obama. Loftslagsmál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Íslendingar tóku ásamt á fjórða tug ríkja og stofnana þátt í stofnun samstöðuhóps um nýtingu jarðhita sem tilkynnt var um í París í dag. Þá heita Frakkar því að setja milljarða evra í endurnýjanlega orkugjafa í Afríku. Fáir efast lengur um áhrif útblásturs gróðurhúsalofttegunda á veðurfar jarðarinnar. Á fáum stöðum á jörðinni eru sjáanleg áhrif eins áberandi og í Peking höfuðborg Kína en þar er gífurleg mengun frá kolaorkuverum sem og umferð mikið vandamál sem kemur niður á heilsufari íbúanna eins og sést á þessum myndum frá Peking í dag. Utanríkisráðherra sat fund í París í morgun þar sem greint var frá nýjum samstarfsvettvangi um fjörutíu þjóða og stofnana um nýtingu jarðhita. „Vonandi hefur það þá þýðingu að hlutur jarðvarma í hinum endurnýjanlega orkuheimi muni stækka. Að fleiri lönd sjái sér hag í að nýta jarðvarma Það eru nítíu lönd á kortinu sem sem eiga einhvern möguleika á að gera það Við vonum að þau taki til hjá sér og fari í það,” segir Gunnar Bragi. Meðal samstarfsríkja eru Bandaríkin og Frakkland og er sjónum m.a. beint að Afríku í þessum efnum. Gunnar segir framlag Íslendinga aðallega felast í þekkingu og miðlun hennar en einnig sé mikilvægt að tryggja fjármagn í þessi mál. Francois Hollande forseti Frakklands lýsti yfir stuðningi við umhverfisvæna orku í Afríku á fundi með leiðtogum Afríkuríkja á loftslagsráðstefnunni í dag. „Kraftar okkar munu að verulegu leyti beinast að Afríku, sérstaklega að tafarlausri rafmagnsvæðingu álfunnar fyrir árið 2010. Í dag lýsi ég því yfir að Frakkar munu setja sex milljarða evra (um 846 milljörðum króna) í þetta verkefni á árunum 2016 til 2020,“ sagði Hollande. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi í París í dag að afleiðingarnar af óbreyttu ástandi í loftlagsmálum heimsins væru augljósar. „Vegna þess að þá fara efnahagslegir og hernaðarlegir kraftar okkar ekki í auknum mæli í að standa undir vaxandi möguleikum fólksins í ríkjum okkar, heldur til margvíslegra afleiðinga breytinga á jörðinni. Þetta eru efnahagslegar og öryggislegar staðreyndir sem við verðum að takast á við nú þegar," sagði“ Barack Obama.
Loftslagsmál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira