Þjóðarleiðtogar horfa til endurnýjanlegra orkugjafa Heimir Már Pétursson skrifar 1. desember 2015 18:35 Íslendingar tóku ásamt á fjórða tug ríkja og stofnana þátt í stofnun samstöðuhóps um nýtingu jarðhita sem tilkynnt var um í París í dag. Þá heita Frakkar því að setja milljarða evra í endurnýjanlega orkugjafa í Afríku. Fáir efast lengur um áhrif útblásturs gróðurhúsalofttegunda á veðurfar jarðarinnar. Á fáum stöðum á jörðinni eru sjáanleg áhrif eins áberandi og í Peking höfuðborg Kína en þar er gífurleg mengun frá kolaorkuverum sem og umferð mikið vandamál sem kemur niður á heilsufari íbúanna eins og sést á þessum myndum frá Peking í dag. Utanríkisráðherra sat fund í París í morgun þar sem greint var frá nýjum samstarfsvettvangi um fjörutíu þjóða og stofnana um nýtingu jarðhita. „Vonandi hefur það þá þýðingu að hlutur jarðvarma í hinum endurnýjanlega orkuheimi muni stækka. Að fleiri lönd sjái sér hag í að nýta jarðvarma Það eru nítíu lönd á kortinu sem sem eiga einhvern möguleika á að gera það Við vonum að þau taki til hjá sér og fari í það,” segir Gunnar Bragi. Meðal samstarfsríkja eru Bandaríkin og Frakkland og er sjónum m.a. beint að Afríku í þessum efnum. Gunnar segir framlag Íslendinga aðallega felast í þekkingu og miðlun hennar en einnig sé mikilvægt að tryggja fjármagn í þessi mál. Francois Hollande forseti Frakklands lýsti yfir stuðningi við umhverfisvæna orku í Afríku á fundi með leiðtogum Afríkuríkja á loftslagsráðstefnunni í dag. „Kraftar okkar munu að verulegu leyti beinast að Afríku, sérstaklega að tafarlausri rafmagnsvæðingu álfunnar fyrir árið 2010. Í dag lýsi ég því yfir að Frakkar munu setja sex milljarða evra (um 846 milljörðum króna) í þetta verkefni á árunum 2016 til 2020,“ sagði Hollande. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi í París í dag að afleiðingarnar af óbreyttu ástandi í loftlagsmálum heimsins væru augljósar. „Vegna þess að þá fara efnahagslegir og hernaðarlegir kraftar okkar ekki í auknum mæli í að standa undir vaxandi möguleikum fólksins í ríkjum okkar, heldur til margvíslegra afleiðinga breytinga á jörðinni. Þetta eru efnahagslegar og öryggislegar staðreyndir sem við verðum að takast á við nú þegar," sagði“ Barack Obama. Loftslagsmál Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Íslendingar tóku ásamt á fjórða tug ríkja og stofnana þátt í stofnun samstöðuhóps um nýtingu jarðhita sem tilkynnt var um í París í dag. Þá heita Frakkar því að setja milljarða evra í endurnýjanlega orkugjafa í Afríku. Fáir efast lengur um áhrif útblásturs gróðurhúsalofttegunda á veðurfar jarðarinnar. Á fáum stöðum á jörðinni eru sjáanleg áhrif eins áberandi og í Peking höfuðborg Kína en þar er gífurleg mengun frá kolaorkuverum sem og umferð mikið vandamál sem kemur niður á heilsufari íbúanna eins og sést á þessum myndum frá Peking í dag. Utanríkisráðherra sat fund í París í morgun þar sem greint var frá nýjum samstarfsvettvangi um fjörutíu þjóða og stofnana um nýtingu jarðhita. „Vonandi hefur það þá þýðingu að hlutur jarðvarma í hinum endurnýjanlega orkuheimi muni stækka. Að fleiri lönd sjái sér hag í að nýta jarðvarma Það eru nítíu lönd á kortinu sem sem eiga einhvern möguleika á að gera það Við vonum að þau taki til hjá sér og fari í það,” segir Gunnar Bragi. Meðal samstarfsríkja eru Bandaríkin og Frakkland og er sjónum m.a. beint að Afríku í þessum efnum. Gunnar segir framlag Íslendinga aðallega felast í þekkingu og miðlun hennar en einnig sé mikilvægt að tryggja fjármagn í þessi mál. Francois Hollande forseti Frakklands lýsti yfir stuðningi við umhverfisvæna orku í Afríku á fundi með leiðtogum Afríkuríkja á loftslagsráðstefnunni í dag. „Kraftar okkar munu að verulegu leyti beinast að Afríku, sérstaklega að tafarlausri rafmagnsvæðingu álfunnar fyrir árið 2010. Í dag lýsi ég því yfir að Frakkar munu setja sex milljarða evra (um 846 milljörðum króna) í þetta verkefni á árunum 2016 til 2020,“ sagði Hollande. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi í París í dag að afleiðingarnar af óbreyttu ástandi í loftlagsmálum heimsins væru augljósar. „Vegna þess að þá fara efnahagslegir og hernaðarlegir kraftar okkar ekki í auknum mæli í að standa undir vaxandi möguleikum fólksins í ríkjum okkar, heldur til margvíslegra afleiðinga breytinga á jörðinni. Þetta eru efnahagslegar og öryggislegar staðreyndir sem við verðum að takast á við nú þegar," sagði“ Barack Obama.
Loftslagsmál Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira