Fákeppni er rauður þráður í viðskipta- og atvinnulífi Skjóðan skrifar 2. desember 2015 07:00 Samkeppniseftirlitið hefur sýnt fram á að fákeppni á eldsneytismarkaði kostar íslenska neytendur 4-4,5 milljarða á ári hverju. Íslenski eldsneytismarkaðurinn er kennslubókardæmi um fákeppnismarkað, en eitt einkenni fákeppni er að fyrirtæki velta kostnaði yfir á viðskiptavini þar sem engin þörf er á að halda honum í lágmarki til að standast samkeppni. Eldsneytismarkaðurinn er ekki eini fákeppnismarkaðurinn hér á landi. Bankamarkaðurinn er fákeppnismarkaður. Enda snýst markaðsstarf banka helst um ímyndarauglýsingar fremur en að keppt sé um að bjóða viðskiptavinum hagstæðust kjör hverju sinni. Samkeppniseftirlitið hefur hingað til látið sig fákeppni á bankamarkaði litlu varða. Nýfundinn áhugi á eldsneytismarkaði er vonandi vísbending um að nú verði skorin upp herör gegn fákeppni hvar sem hana er að finna enda fátt sem skaðar neytendur og hagkerfið í heild sinni meira en fákeppni með því beina og óbeina samráði milli aðila á markaði sem er órjúfanlegur hluti hennar. Virk samkeppni er lykill að hagsæld samfélaga. Velmegun er takmörkuð auðlind, sem verður ekki dreift til fjöldans nema með því að löggjafinn og eftirlitsaðilar tryggi virka samkeppni og grípi til markvissra ráðstafana gegn fákeppni og samráði sterkra aðila á markaði. Íslenskur sjávarútvegur er dæmi um atvinnugrein sem býr við samþjöppun og samkeppnisskekkju sem bitnar ekki aðeins á neytendum heldur skerðir útflutningstekjur þjóðarinnar. Íslenskur sjávarútvegur skiptist í þrennt. Klassískar íslenskar útgerðir einbeita sér að veiðum á bolfiski og selja gjarnan á markaði. Fiskframleiðendur kaupa sinn fisk á fiskmarkaði. Svo er það stórútgerðin, sem gín yfir öllu. Stórútgerðin á þorra kvótans bæði í bolfiski og uppsjávarstofnum. Stórútgerðin veiðir aflann og flytur hann til eigin vinnslu á sérstöku verði sem er að jafnaði langt undir markaðsverði. Útgerðin situr sjálf við borðið þar sem afsláttarverðið er ákvarðað. Síðan keppir stórútgerðin á erlendum mörkuðum við íslenska fiskframleiðendur, sem kaupa sitt hráefni á markaði og búa þar af leiðandi við mun hærra hráefnisverð. Stórútgerðin selur lítið inn á innlenda fiskmarkaði sem leiðir til þess að þeir eru skortmarkaðir þar sem seljendur ráða verðinu. Fiskkaupmenn, sem þjóna íslenskum neytendum, kaupa sinn fisk að mestu á fiskmarkaði og því leiðir fákeppnin í sjávarútvegi til hærra verðs til íslenskra neytenda en nauðsynlegt er. Þingmenn hafa lýst áhyggjum sínum af fákeppni á eldsneytismarkaði en hvenær skal taka á fákeppninni á bankamarkaði, sem hagnast á hverju ári um meira en heildarveltu olíufélaganna? Hvenær kemur að því að þingmenn taki upp hanskann fyrir íslenska neytendur og leggi sitt af mörkun til hámörkunar þjóðartekna með því að útrýma samkeppnismismunun í sjávarútvegiSkjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur sýnt fram á að fákeppni á eldsneytismarkaði kostar íslenska neytendur 4-4,5 milljarða á ári hverju. Íslenski eldsneytismarkaðurinn er kennslubókardæmi um fákeppnismarkað, en eitt einkenni fákeppni er að fyrirtæki velta kostnaði yfir á viðskiptavini þar sem engin þörf er á að halda honum í lágmarki til að standast samkeppni. Eldsneytismarkaðurinn er ekki eini fákeppnismarkaðurinn hér á landi. Bankamarkaðurinn er fákeppnismarkaður. Enda snýst markaðsstarf banka helst um ímyndarauglýsingar fremur en að keppt sé um að bjóða viðskiptavinum hagstæðust kjör hverju sinni. Samkeppniseftirlitið hefur hingað til látið sig fákeppni á bankamarkaði litlu varða. Nýfundinn áhugi á eldsneytismarkaði er vonandi vísbending um að nú verði skorin upp herör gegn fákeppni hvar sem hana er að finna enda fátt sem skaðar neytendur og hagkerfið í heild sinni meira en fákeppni með því beina og óbeina samráði milli aðila á markaði sem er órjúfanlegur hluti hennar. Virk samkeppni er lykill að hagsæld samfélaga. Velmegun er takmörkuð auðlind, sem verður ekki dreift til fjöldans nema með því að löggjafinn og eftirlitsaðilar tryggi virka samkeppni og grípi til markvissra ráðstafana gegn fákeppni og samráði sterkra aðila á markaði. Íslenskur sjávarútvegur er dæmi um atvinnugrein sem býr við samþjöppun og samkeppnisskekkju sem bitnar ekki aðeins á neytendum heldur skerðir útflutningstekjur þjóðarinnar. Íslenskur sjávarútvegur skiptist í þrennt. Klassískar íslenskar útgerðir einbeita sér að veiðum á bolfiski og selja gjarnan á markaði. Fiskframleiðendur kaupa sinn fisk á fiskmarkaði. Svo er það stórútgerðin, sem gín yfir öllu. Stórútgerðin á þorra kvótans bæði í bolfiski og uppsjávarstofnum. Stórútgerðin veiðir aflann og flytur hann til eigin vinnslu á sérstöku verði sem er að jafnaði langt undir markaðsverði. Útgerðin situr sjálf við borðið þar sem afsláttarverðið er ákvarðað. Síðan keppir stórútgerðin á erlendum mörkuðum við íslenska fiskframleiðendur, sem kaupa sitt hráefni á markaði og búa þar af leiðandi við mun hærra hráefnisverð. Stórútgerðin selur lítið inn á innlenda fiskmarkaði sem leiðir til þess að þeir eru skortmarkaðir þar sem seljendur ráða verðinu. Fiskkaupmenn, sem þjóna íslenskum neytendum, kaupa sinn fisk að mestu á fiskmarkaði og því leiðir fákeppnin í sjávarútvegi til hærra verðs til íslenskra neytenda en nauðsynlegt er. Þingmenn hafa lýst áhyggjum sínum af fákeppni á eldsneytismarkaði en hvenær skal taka á fákeppninni á bankamarkaði, sem hagnast á hverju ári um meira en heildarveltu olíufélaganna? Hvenær kemur að því að þingmenn taki upp hanskann fyrir íslenska neytendur og leggi sitt af mörkun til hámörkunar þjóðartekna með því að útrýma samkeppnismismunun í sjávarútvegiSkjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira