Rannveig Rist segir löngu tímabært að fá niðurstöðu í kjaraviðræðurnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. desember 2015 11:04 Rannveig Rist. VÍSIR/GVA Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir „ánægjulegt að ekki hafi þurft að byrja að slökkva á kerum álversins í Straumsvík í dag eins og stefndi í vegna yfirvofandi verkfalls sem nú hefur verið aflýst.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Rannveigu sem send var á fjölmiðla nú áðan. Í yfirlýsingunni segir að það verði áfram verkefnið að fá niðurstöðu í kjaraviðræðurnar sem Rannveig segir að sé löngu orðið tímabært: „Fulltrúar viðsemjenda okkar hafa ítrekað sagt að deilan strandi ekki á ágreiningi um launakjör. Deilan snýst um þá staðreynd að ISAL situr ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útvistun verkefna. Hömlurnar á fyrirtækið hvað þetta varðar eiga sér enga hliðstæðu á Íslandi og það er skýr krafa að þær verði rýmkaðar eins og við höfum farið fram á. Það felur ekki í sér neinar heimildir eða svigrúm sem önnur fyrirtæki hafa ekki almennt á Íslandi,“ segir Rannveig í yfirlýsingunni. Eins og greint hefur verið frá var verkfallinu aflýst í gærkvöldi en það átti að skella á á miðnætti. Rætt var við Gylfa Ingvarsson, talsmann starfsmanna álversins í Straumsvík, í Bítinu í morgun. Hann sagði stöðuna sem upp sé komin ótrúverðuga. Ljóst sé að hans mati að ekki sé um kjaradeilu að ræða og telur Gylfi hugsanlegt að stjórnendur álversins hyggist loka því alfarið. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Boðuðu verkfalli í álverinu í Straumsvík frestað Kjaradeilan áfram óleyst. 1. desember 2015 22:50 Rannveig vongóð um að sátt náist í tæka tíð Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi er vongóð um að samnningar við starfsmenn náist áður en allsherjarverkfall þeirra hefst á miðnætti. Fundað hefur verið með óformlegum hætti í allan dag og funda samninganefndinar nú hjá ríkissáttasemjara, þó ekki með formlegum hætti. 1. desember 2015 21:00 „Vægast sagt sérstök staða og ekki trúverðug“ Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík telur líklegt að stjórnendur hyggist loka álverinu. 2. desember 2015 10:09 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir „ánægjulegt að ekki hafi þurft að byrja að slökkva á kerum álversins í Straumsvík í dag eins og stefndi í vegna yfirvofandi verkfalls sem nú hefur verið aflýst.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Rannveigu sem send var á fjölmiðla nú áðan. Í yfirlýsingunni segir að það verði áfram verkefnið að fá niðurstöðu í kjaraviðræðurnar sem Rannveig segir að sé löngu orðið tímabært: „Fulltrúar viðsemjenda okkar hafa ítrekað sagt að deilan strandi ekki á ágreiningi um launakjör. Deilan snýst um þá staðreynd að ISAL situr ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útvistun verkefna. Hömlurnar á fyrirtækið hvað þetta varðar eiga sér enga hliðstæðu á Íslandi og það er skýr krafa að þær verði rýmkaðar eins og við höfum farið fram á. Það felur ekki í sér neinar heimildir eða svigrúm sem önnur fyrirtæki hafa ekki almennt á Íslandi,“ segir Rannveig í yfirlýsingunni. Eins og greint hefur verið frá var verkfallinu aflýst í gærkvöldi en það átti að skella á á miðnætti. Rætt var við Gylfa Ingvarsson, talsmann starfsmanna álversins í Straumsvík, í Bítinu í morgun. Hann sagði stöðuna sem upp sé komin ótrúverðuga. Ljóst sé að hans mati að ekki sé um kjaradeilu að ræða og telur Gylfi hugsanlegt að stjórnendur álversins hyggist loka því alfarið.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Boðuðu verkfalli í álverinu í Straumsvík frestað Kjaradeilan áfram óleyst. 1. desember 2015 22:50 Rannveig vongóð um að sátt náist í tæka tíð Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi er vongóð um að samnningar við starfsmenn náist áður en allsherjarverkfall þeirra hefst á miðnætti. Fundað hefur verið með óformlegum hætti í allan dag og funda samninganefndinar nú hjá ríkissáttasemjara, þó ekki með formlegum hætti. 1. desember 2015 21:00 „Vægast sagt sérstök staða og ekki trúverðug“ Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík telur líklegt að stjórnendur hyggist loka álverinu. 2. desember 2015 10:09 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Rannveig vongóð um að sátt náist í tæka tíð Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi er vongóð um að samnningar við starfsmenn náist áður en allsherjarverkfall þeirra hefst á miðnætti. Fundað hefur verið með óformlegum hætti í allan dag og funda samninganefndinar nú hjá ríkissáttasemjara, þó ekki með formlegum hætti. 1. desember 2015 21:00
„Vægast sagt sérstök staða og ekki trúverðug“ Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík telur líklegt að stjórnendur hyggist loka álverinu. 2. desember 2015 10:09