Rannveig Rist segir engin áform um að loka álverinu sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 2. desember 2015 12:27 „Við erum ekki á förum,“ segir Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. vísir/gva Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir engin áform uppi um að loka álverinu, líkt og talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík hefur ítrekað haldið fram. Búið sé að fjárfesta fyrir tugi milljarða og að allt verði gert til að ná sáttum við starfsfólk. „Það stendur ekki til að loka. Við erum að gera allt sem við getum til að semja og ná hér eðlilegum starfsskilyrðum, það er það sem við erum að vinna að. Við værum ekki búin að bjóða það sama á íslenskum markaði, sem eru tugprósenta hækkanir, bjóða bónusa og ýmislegt fleira,“ segir Rannveig í samtali við fréttastofu. Fyrirtækið færi aðrar leiðir, væru hugmyndir uppi um að loka álverinu. „Við erum að vinna að því að láta þennan rekstur ganga vel og ganga áfram. Við erum nýbúin að fjárfesta hér fyrir tugi milljarða, þannig að við erum ekki á förum.“ Þá segir hún ekki koma til greina að draga í land með kröfur sínar um aukna heimild til verktöku. „Okkur finnst eðlilegt að við komumst inn í svipað starfsumhverfi og önnur fyrirtæki á Íslandi. Þarna er ákvæði frá 1972 sem við viljum fá að breyta til jafns við önnur fyrirtæki á landinu. Önnur fyrirtæki eru ekki með nein svona skilyrði þannig að okkur finnst eðlilegt að við fáum að njóta sömu starfsskilyrða og aðrir, það er okkur mikilvægt,“ segir Rannveig. Aðspurð hvort Rio Tinto gæti selt orkuna áfram, færi svo að álverið lokaði endanlega, sagðist hún ekki geta svarað því. Samningurinn við Landsvirkjun væri trúnaðarmál og sagðist því ekki ætla að tjá sig um hann að neinu leiti. Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Boðuðu verkfalli í álverinu í Straumsvík frestað Kjaradeilan áfram óleyst. 1. desember 2015 22:50 Rannveig vongóð um að sátt náist í tæka tíð Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi er vongóð um að samnningar við starfsmenn náist áður en allsherjarverkfall þeirra hefst á miðnætti. Fundað hefur verið með óformlegum hætti í allan dag og funda samninganefndinar nú hjá ríkissáttasemjara, þó ekki með formlegum hætti. 1. desember 2015 21:00 Rannveig Rist segir löngu tímabært að fá niðurstöðu í kjaraviðræðurnar "Deilan snýst um þá staðreynd að ISAL situr ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útvistun verkefna,“ segir forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 11:04 „Vægast sagt sérstök staða og ekki trúverðug“ Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík telur líklegt að stjórnendur hyggist loka álverinu. 2. desember 2015 10:09 „Eigum að rísa upp og stoppa þessa aðför að okkur“ „Rio Tinto er alþjóðlegur auðhringur sem á sér viðbjóðslega sögu um heim allan,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna. 26. nóvember 2015 15:56 Útlit fyrir að verkfall starfsmanna álversins í Straumsvík hefjist á miðnætti Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir fyrirtækið ekki ætla að draga í land með kröfur sínar um aukna heimild til verktöku. 1. desember 2015 11:46 Landsvirkjun hljóð og minnir á samninginn Forsvarsmenn Landsvirkjunar neita að tjá sig um kjaradeiluna í Straumsvík og samning um raforkukaup við Rio Tinto Alcan fari svo að álverið verði aflagt. Endurnýjaður samningur um orkukaup var undirritaður fyrir tæpu ári. 25. nóvember 2015 07:00 „Enginn launamaður þurft að semja störfin frá sér“ Fundur í kjaradeilu starfsmanna álversins í Straumsvík hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. 25. nóvember 2015 14:13 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Sjá meira
Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir engin áform uppi um að loka álverinu, líkt og talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík hefur ítrekað haldið fram. Búið sé að fjárfesta fyrir tugi milljarða og að allt verði gert til að ná sáttum við starfsfólk. „Það stendur ekki til að loka. Við erum að gera allt sem við getum til að semja og ná hér eðlilegum starfsskilyrðum, það er það sem við erum að vinna að. Við værum ekki búin að bjóða það sama á íslenskum markaði, sem eru tugprósenta hækkanir, bjóða bónusa og ýmislegt fleira,“ segir Rannveig í samtali við fréttastofu. Fyrirtækið færi aðrar leiðir, væru hugmyndir uppi um að loka álverinu. „Við erum að vinna að því að láta þennan rekstur ganga vel og ganga áfram. Við erum nýbúin að fjárfesta hér fyrir tugi milljarða, þannig að við erum ekki á förum.“ Þá segir hún ekki koma til greina að draga í land með kröfur sínar um aukna heimild til verktöku. „Okkur finnst eðlilegt að við komumst inn í svipað starfsumhverfi og önnur fyrirtæki á Íslandi. Þarna er ákvæði frá 1972 sem við viljum fá að breyta til jafns við önnur fyrirtæki á landinu. Önnur fyrirtæki eru ekki með nein svona skilyrði þannig að okkur finnst eðlilegt að við fáum að njóta sömu starfsskilyrða og aðrir, það er okkur mikilvægt,“ segir Rannveig. Aðspurð hvort Rio Tinto gæti selt orkuna áfram, færi svo að álverið lokaði endanlega, sagðist hún ekki geta svarað því. Samningurinn við Landsvirkjun væri trúnaðarmál og sagðist því ekki ætla að tjá sig um hann að neinu leiti.
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Boðuðu verkfalli í álverinu í Straumsvík frestað Kjaradeilan áfram óleyst. 1. desember 2015 22:50 Rannveig vongóð um að sátt náist í tæka tíð Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi er vongóð um að samnningar við starfsmenn náist áður en allsherjarverkfall þeirra hefst á miðnætti. Fundað hefur verið með óformlegum hætti í allan dag og funda samninganefndinar nú hjá ríkissáttasemjara, þó ekki með formlegum hætti. 1. desember 2015 21:00 Rannveig Rist segir löngu tímabært að fá niðurstöðu í kjaraviðræðurnar "Deilan snýst um þá staðreynd að ISAL situr ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útvistun verkefna,“ segir forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 11:04 „Vægast sagt sérstök staða og ekki trúverðug“ Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík telur líklegt að stjórnendur hyggist loka álverinu. 2. desember 2015 10:09 „Eigum að rísa upp og stoppa þessa aðför að okkur“ „Rio Tinto er alþjóðlegur auðhringur sem á sér viðbjóðslega sögu um heim allan,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna. 26. nóvember 2015 15:56 Útlit fyrir að verkfall starfsmanna álversins í Straumsvík hefjist á miðnætti Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir fyrirtækið ekki ætla að draga í land með kröfur sínar um aukna heimild til verktöku. 1. desember 2015 11:46 Landsvirkjun hljóð og minnir á samninginn Forsvarsmenn Landsvirkjunar neita að tjá sig um kjaradeiluna í Straumsvík og samning um raforkukaup við Rio Tinto Alcan fari svo að álverið verði aflagt. Endurnýjaður samningur um orkukaup var undirritaður fyrir tæpu ári. 25. nóvember 2015 07:00 „Enginn launamaður þurft að semja störfin frá sér“ Fundur í kjaradeilu starfsmanna álversins í Straumsvík hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. 25. nóvember 2015 14:13 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Sjá meira
Rannveig vongóð um að sátt náist í tæka tíð Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi er vongóð um að samnningar við starfsmenn náist áður en allsherjarverkfall þeirra hefst á miðnætti. Fundað hefur verið með óformlegum hætti í allan dag og funda samninganefndinar nú hjá ríkissáttasemjara, þó ekki með formlegum hætti. 1. desember 2015 21:00
Rannveig Rist segir löngu tímabært að fá niðurstöðu í kjaraviðræðurnar "Deilan snýst um þá staðreynd að ISAL situr ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útvistun verkefna,“ segir forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 11:04
„Vægast sagt sérstök staða og ekki trúverðug“ Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík telur líklegt að stjórnendur hyggist loka álverinu. 2. desember 2015 10:09
„Eigum að rísa upp og stoppa þessa aðför að okkur“ „Rio Tinto er alþjóðlegur auðhringur sem á sér viðbjóðslega sögu um heim allan,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna. 26. nóvember 2015 15:56
Útlit fyrir að verkfall starfsmanna álversins í Straumsvík hefjist á miðnætti Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir fyrirtækið ekki ætla að draga í land með kröfur sínar um aukna heimild til verktöku. 1. desember 2015 11:46
Landsvirkjun hljóð og minnir á samninginn Forsvarsmenn Landsvirkjunar neita að tjá sig um kjaradeiluna í Straumsvík og samning um raforkukaup við Rio Tinto Alcan fari svo að álverið verði aflagt. Endurnýjaður samningur um orkukaup var undirritaður fyrir tæpu ári. 25. nóvember 2015 07:00
„Enginn launamaður þurft að semja störfin frá sér“ Fundur í kjaradeilu starfsmanna álversins í Straumsvík hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. 25. nóvember 2015 14:13