Segir yfirgnæfandi líkur á að hótun um lokun álversins hafi verið blöff Kristján Már Unnarsson skrifar 2. desember 2015 18:30 Ef orka álversins í Straumsvík yrði seld um sæstreng til Bretlands fengi seljandi á Íslandi minnst tuttugu milljarða króna hreinan hagnað á ári, að mati Ketils Sigurjónssonar lögfræðings. Hann telur hins vegar útilokað að álverinu sé heimilt að endurselja orkuna og segir yfirgnæfandi líkur á að stjórnendur þess hafi verið að blöffa með hótun um lokun. Verkfallinu sem átti að hefjast í Straumsvík í gærkvöldi var frestað á síðustu stundu þar sem forsvarsmenn verkalýðsfélaganna töldu raunverulega hættu á því að ráðamenn Rio Tinto Alcan myndu standa við hótun sína um loka álverinu. Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og sérfræðingur um orkumál, segir að það geti vel verið að Rio Tinto Alcan hafi ekki áhuga á að reka álverið áfram. Fyrirtækið sé hins vegar með kaupskyldu á miklu magni raforku og þurfi að greiða hátt í eitthundrað milljónir dollara á ári fyrir þá orku næstu 20 árin. „Það er útilokað að þeir loki álverinu með þessa kaupskyldu á sér,“ segir Ketill í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hann tekur fram að hann hafi ekki séð samninga Landsvirkjunar og Rio Tinto Alcan, en miðað við það sem almennt tíðkist í slíkum samningum sé nær útilokað að álverið hefði geti borið fyrir sig verkfall til að komast hjá kaupskyldunni. „Ég get ekki alveg fullyrt um það, af því að ég hef ekki séð samninginn, en ég álít að það séu yfirgnæfandi líkur á að því að þetta hafi verið blöff að því leyti að þeir geta ekki losnað undan kaupskyldunni og hljóta að reka álverið áfram.“ Jafnframt telur Ketill útilokað að álverið hefði getað endurselt raforkuna, miðað við það sem hann þekki til samninga af þessu tagi. Þvert á móti hljóti að vera bann við framsali orkunnar. Almennir skilmálar heildsölusamninga Landsvirkjunar segja kaupanda óheimilt að framselja heildsölusamninga, hvort sem er í heild eða að hluta, án samþykkis Landsvirkjunar. Ákvæðið er svohljóðandi: „Kaupanda er óheimilt er að framselja heildsölusamninga sem gerðir eru á grundvelli skilmála þessara, hvort sem er í heild eða að hluta, sem og öll réttindi eða skyldur samkvæmt slíkum samningum, án samþykkis Landsvirkjunar.“ Það er hins vegar áhugavert að velta upp þeirri spurningu hvað væri hægt að græða mikið á því að endurselja orku Straumsvíkur til Bretlandeyja, ef sæstrengur væri kominn. Ketill segir að meðan forsendur um verð liggi ekki fyrir sé erfitt að svara spurningunni en gefur sér þó að seljandi á Íslandi fengi 80 dollara að lágmarki fyrir hverja megavattstund, eftir að búið væri að greiða fyrir strenginn. Mismunurinn væri um 50 dollarar miðað við það sem álverið greiðir núna, sem er um 30 dollarar á megavattstund. „Miðað við orkumagnið erum við að tala um hagnað sem gæti myndast upp á um það bil 150 milljón dollara árlega,“ segir Ketill. Eða um það bil 20 milljarða íslenskra króna sem sæstrengur gæfi í viðbótarhagnað á ári fyrir orku Straumsvíkur. Þetta segir Ketill ágætt dæmi um hvað sæstrengur sé áhugavert og arðsamt tækifæri.Sæstrengur til Vestmannaeyja dreginn upp í Landeyjasand.Stöð 2/Gísli Óskarsson, Vestmannaeyjum. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Boðuðu verkfalli í álverinu í Straumsvík frestað Kjaradeilan áfram óleyst. 1. desember 2015 22:50 Rannveig Rist segir löngu tímabært að fá niðurstöðu í kjaraviðræðurnar "Deilan snýst um þá staðreynd að ISAL situr ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útvistun verkefna,“ segir forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 11:04 Tveir slæmir kostir í stöðunni í álversdeilunni Formaður VM segir að ÍSAL hefði getað þvingað vilja sinn upp á verkalýðsfélögin ef byrjað hefði verið að keyra starfsemi álversins niður. 2. desember 2015 13:26 Tæki Landsvirkjun 4-6 ár að fá nýja orkukaupendur Það tæki Landsvirkjun fjögur til sex ár að fá nýja kaupendur að allri raforkunni, ef álverinu í Straumsvík yrði lokað, að mati sérfræðings um orkumarkaðinn. 30. nóvember 2015 21:30 Rannveig Rist segir engin áform um að loka álverinu „Við erum ekki á förum,“ segir Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 12:27 Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Ef orka álversins í Straumsvík yrði seld um sæstreng til Bretlands fengi seljandi á Íslandi minnst tuttugu milljarða króna hreinan hagnað á ári, að mati Ketils Sigurjónssonar lögfræðings. Hann telur hins vegar útilokað að álverinu sé heimilt að endurselja orkuna og segir yfirgnæfandi líkur á að stjórnendur þess hafi verið að blöffa með hótun um lokun. Verkfallinu sem átti að hefjast í Straumsvík í gærkvöldi var frestað á síðustu stundu þar sem forsvarsmenn verkalýðsfélaganna töldu raunverulega hættu á því að ráðamenn Rio Tinto Alcan myndu standa við hótun sína um loka álverinu. Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og sérfræðingur um orkumál, segir að það geti vel verið að Rio Tinto Alcan hafi ekki áhuga á að reka álverið áfram. Fyrirtækið sé hins vegar með kaupskyldu á miklu magni raforku og þurfi að greiða hátt í eitthundrað milljónir dollara á ári fyrir þá orku næstu 20 árin. „Það er útilokað að þeir loki álverinu með þessa kaupskyldu á sér,“ segir Ketill í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hann tekur fram að hann hafi ekki séð samninga Landsvirkjunar og Rio Tinto Alcan, en miðað við það sem almennt tíðkist í slíkum samningum sé nær útilokað að álverið hefði geti borið fyrir sig verkfall til að komast hjá kaupskyldunni. „Ég get ekki alveg fullyrt um það, af því að ég hef ekki séð samninginn, en ég álít að það séu yfirgnæfandi líkur á að því að þetta hafi verið blöff að því leyti að þeir geta ekki losnað undan kaupskyldunni og hljóta að reka álverið áfram.“ Jafnframt telur Ketill útilokað að álverið hefði getað endurselt raforkuna, miðað við það sem hann þekki til samninga af þessu tagi. Þvert á móti hljóti að vera bann við framsali orkunnar. Almennir skilmálar heildsölusamninga Landsvirkjunar segja kaupanda óheimilt að framselja heildsölusamninga, hvort sem er í heild eða að hluta, án samþykkis Landsvirkjunar. Ákvæðið er svohljóðandi: „Kaupanda er óheimilt er að framselja heildsölusamninga sem gerðir eru á grundvelli skilmála þessara, hvort sem er í heild eða að hluta, sem og öll réttindi eða skyldur samkvæmt slíkum samningum, án samþykkis Landsvirkjunar.“ Það er hins vegar áhugavert að velta upp þeirri spurningu hvað væri hægt að græða mikið á því að endurselja orku Straumsvíkur til Bretlandeyja, ef sæstrengur væri kominn. Ketill segir að meðan forsendur um verð liggi ekki fyrir sé erfitt að svara spurningunni en gefur sér þó að seljandi á Íslandi fengi 80 dollara að lágmarki fyrir hverja megavattstund, eftir að búið væri að greiða fyrir strenginn. Mismunurinn væri um 50 dollarar miðað við það sem álverið greiðir núna, sem er um 30 dollarar á megavattstund. „Miðað við orkumagnið erum við að tala um hagnað sem gæti myndast upp á um það bil 150 milljón dollara árlega,“ segir Ketill. Eða um það bil 20 milljarða íslenskra króna sem sæstrengur gæfi í viðbótarhagnað á ári fyrir orku Straumsvíkur. Þetta segir Ketill ágætt dæmi um hvað sæstrengur sé áhugavert og arðsamt tækifæri.Sæstrengur til Vestmannaeyja dreginn upp í Landeyjasand.Stöð 2/Gísli Óskarsson, Vestmannaeyjum.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Boðuðu verkfalli í álverinu í Straumsvík frestað Kjaradeilan áfram óleyst. 1. desember 2015 22:50 Rannveig Rist segir löngu tímabært að fá niðurstöðu í kjaraviðræðurnar "Deilan snýst um þá staðreynd að ISAL situr ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útvistun verkefna,“ segir forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 11:04 Tveir slæmir kostir í stöðunni í álversdeilunni Formaður VM segir að ÍSAL hefði getað þvingað vilja sinn upp á verkalýðsfélögin ef byrjað hefði verið að keyra starfsemi álversins niður. 2. desember 2015 13:26 Tæki Landsvirkjun 4-6 ár að fá nýja orkukaupendur Það tæki Landsvirkjun fjögur til sex ár að fá nýja kaupendur að allri raforkunni, ef álverinu í Straumsvík yrði lokað, að mati sérfræðings um orkumarkaðinn. 30. nóvember 2015 21:30 Rannveig Rist segir engin áform um að loka álverinu „Við erum ekki á förum,“ segir Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 12:27 Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Rannveig Rist segir löngu tímabært að fá niðurstöðu í kjaraviðræðurnar "Deilan snýst um þá staðreynd að ISAL situr ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útvistun verkefna,“ segir forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 11:04
Tveir slæmir kostir í stöðunni í álversdeilunni Formaður VM segir að ÍSAL hefði getað þvingað vilja sinn upp á verkalýðsfélögin ef byrjað hefði verið að keyra starfsemi álversins niður. 2. desember 2015 13:26
Tæki Landsvirkjun 4-6 ár að fá nýja orkukaupendur Það tæki Landsvirkjun fjögur til sex ár að fá nýja kaupendur að allri raforkunni, ef álverinu í Straumsvík yrði lokað, að mati sérfræðings um orkumarkaðinn. 30. nóvember 2015 21:30
Rannveig Rist segir engin áform um að loka álverinu „Við erum ekki á förum,“ segir Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 12:27
Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30