Uppbygging heilsugæslunnar Oddur Steinarsson skrifar 3. desember 2015 07:00 Í fjölda ára hefur verið að fjara undan heilsugæslu á Íslandi. Mönnunarskortur lækna er á landsvísu og leigulæknar fylla skarðið í öllum landshlutum. Loksins eru jákvæð teikn á lofti um uppbyggingu heilsugæslunnar. Eftir margra ára niðurskurð er Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins að fá nokkuð aukin fjárframlög á næsta ári. Ráðgert er að fjölga verulega sálfræðingum í heilsugæslunni á næstu árum. Verið er að þróa gæða- og greiðslukerfi að sænskri fyrirmynd, þar sem markmiðið er að fjármagnið fari þangað sem þörfin er mest til þess að styrkja opinbert velferðarkerfi. Þetta kerfi byggir á fjölmörgum þáttum og notaður verður ACG greiningaflokkari frá Johns Hopkins háskólanum. Með þessu er verið að færa gæða- og fjármögnunarmódel heilsugæslunnar í að vera með þeim fremstu á heimsvísu. Skráningarmál verða bætt og gæðahvatar settir inn í kerfið. Í dag er staðan sú að verið er að greiða fyrir heilsugæslu á fjóra ólíka vegu á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er að samræma þetta betur og koma á miðlægri skráningu skjólstæðinga. Ráðgert er að opna nýjar heilsugæslur þar sem starfsmenn eiga og reka stöðvarnar, líkt og er í dag á Heilsugæslunni Lágmúla og Heilsugæslunni Salahverfi. Okkur vantar sárlega fleiri lækna inn í heilsugæsluna, bæði aftur heim og í sérnámið. Von er til að svo verði með þessum breytingum. Undanfarið hafa birst greinar um einkavæðingu heilsugæslunnar og meðal annars vísað á Bandaríkin. Í sumum þessum greinum hefur borið á þekkingarleysi eða að greinahöfundar virðast vera að afvegaleiða umræðuna. Stundum er vísað í norrænar fyrirmyndir, en þar erum við eftirbátar. Við erum með kerfi þar sem aðrir sérfræðingar en heimilislæknar geta starfað sjálfstætt með samningi við Sjúkratryggingar. Þetta hefur meðal annars orsakað að hlutfallslega fáir fara í heimilislækningar miðað við sérstaklega Noreg og Danmörku. Þar hafa heimilislæknar starfað lengi sjálfstætt, en við erum í raun með öfugt kerfi miðað við þá. Í Svíþjóð var gerð kerfisbreyting 2007-2009 til þess að styrkja kerfið. Þar var samkeppni aukin og aukið frelsi til þess að starfa sjálfstætt. Rúmlega 200 nýjar heilsugæslur voru opnaðar í Svíþjóð. Sjálfstætt starfandi heilsugæslur hafa staðið sig vel og styrkt kerfið. Þær hafa komið vel út í gæða- og þjónustukönnunum, sem hefur verið jákvæður hvati fyrir opinberar heilsugæslur. Sérnámslæknum í heimilislækningum í Gautaborg og nágrenni hefur fjölgað úr 176 í ársbyrjun 2009 í um 400 í dag. Ef við næðum þessum árangri myndi það þýða að við værum með 80 sérnámslækna, en þeir voru 37 samkvæmt síðustu upplýsingum. Sá fjöldi dugar vart til þess að fylla skarð þeirra sem fara á eftirlaun á næstu árum. Jákvæður árangur Hvað varðar árangur breytinganna í Svíþjóð þá hefur fjöldi stofnana þar gefið út skýrslur um árangurinn sem almennt er mjög jákvæður, en vissulega eru atriði sem má skoða og laga. Karolinska Universitet hefur reglulega birt skýrslur um árangur í Stokkhólmi. Þar jukust læknisheimsóknir í heilsugæslunni um 28% á árunum 2006-2009 og heildarkostnaður jókst um 2,8% á sama tíma. Árið 2006 voru það íbúar á svæðum með háar meðaltekjur sem voru með flestar heimsóknir, en 2009 voru það íbúar á svæðum með lágar meðaltekjur sem voru með flestar heimsóknir til heimilislækna. Í Gautaborg og nágrenni jukust læknisheimsóknir um nærri 15% í heilsugæslunni og kostnaðurinn þar hefur verið undir þessari aukningu líkt og í Stokkhólmi. Við kerfisbreytingarnar í Svíþjóð fjölgaði heilsugæslum um 223 og eru nú 1.205 á landsvísu. Sænska ríkisendurskoðunin birti haustið 2014 skýrslu þar sem vissir þættir kerfisins voru gagnrýndir, en sú skýrsla hefur verið umdeild og verklagi við hana mótmælt harðlega af til dæmis VG region (Gautaborg og nágrenni). Þeir birtu 24 síðna skýrslu til þess að svara rangfærslum í skýrslunni. Ljóst er að breytinga er þörf á heilsugæslu hér á landi til þess að mæta þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. Skipulagsbreytingar og aukin fjármögnun spila þar stærstan þátt. Sjúkrahúsin sinna töluverðu af því sem heilsugæsla á að sinna í dag, en til þess að létta undir með þeim þarf að byggja heilsugæsluna upp. Þjóðhagslegur ávinningur þess er ótvíræður. Til þess að byggja heilsugæsluna upp eigum við að nýta fyrirmyndir frá öðrum norrænum ríkjum og er þessi kerfisbreyting skref í þá átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddur Steinarsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í fjölda ára hefur verið að fjara undan heilsugæslu á Íslandi. Mönnunarskortur lækna er á landsvísu og leigulæknar fylla skarðið í öllum landshlutum. Loksins eru jákvæð teikn á lofti um uppbyggingu heilsugæslunnar. Eftir margra ára niðurskurð er Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins að fá nokkuð aukin fjárframlög á næsta ári. Ráðgert er að fjölga verulega sálfræðingum í heilsugæslunni á næstu árum. Verið er að þróa gæða- og greiðslukerfi að sænskri fyrirmynd, þar sem markmiðið er að fjármagnið fari þangað sem þörfin er mest til þess að styrkja opinbert velferðarkerfi. Þetta kerfi byggir á fjölmörgum þáttum og notaður verður ACG greiningaflokkari frá Johns Hopkins háskólanum. Með þessu er verið að færa gæða- og fjármögnunarmódel heilsugæslunnar í að vera með þeim fremstu á heimsvísu. Skráningarmál verða bætt og gæðahvatar settir inn í kerfið. Í dag er staðan sú að verið er að greiða fyrir heilsugæslu á fjóra ólíka vegu á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er að samræma þetta betur og koma á miðlægri skráningu skjólstæðinga. Ráðgert er að opna nýjar heilsugæslur þar sem starfsmenn eiga og reka stöðvarnar, líkt og er í dag á Heilsugæslunni Lágmúla og Heilsugæslunni Salahverfi. Okkur vantar sárlega fleiri lækna inn í heilsugæsluna, bæði aftur heim og í sérnámið. Von er til að svo verði með þessum breytingum. Undanfarið hafa birst greinar um einkavæðingu heilsugæslunnar og meðal annars vísað á Bandaríkin. Í sumum þessum greinum hefur borið á þekkingarleysi eða að greinahöfundar virðast vera að afvegaleiða umræðuna. Stundum er vísað í norrænar fyrirmyndir, en þar erum við eftirbátar. Við erum með kerfi þar sem aðrir sérfræðingar en heimilislæknar geta starfað sjálfstætt með samningi við Sjúkratryggingar. Þetta hefur meðal annars orsakað að hlutfallslega fáir fara í heimilislækningar miðað við sérstaklega Noreg og Danmörku. Þar hafa heimilislæknar starfað lengi sjálfstætt, en við erum í raun með öfugt kerfi miðað við þá. Í Svíþjóð var gerð kerfisbreyting 2007-2009 til þess að styrkja kerfið. Þar var samkeppni aukin og aukið frelsi til þess að starfa sjálfstætt. Rúmlega 200 nýjar heilsugæslur voru opnaðar í Svíþjóð. Sjálfstætt starfandi heilsugæslur hafa staðið sig vel og styrkt kerfið. Þær hafa komið vel út í gæða- og þjónustukönnunum, sem hefur verið jákvæður hvati fyrir opinberar heilsugæslur. Sérnámslæknum í heimilislækningum í Gautaborg og nágrenni hefur fjölgað úr 176 í ársbyrjun 2009 í um 400 í dag. Ef við næðum þessum árangri myndi það þýða að við værum með 80 sérnámslækna, en þeir voru 37 samkvæmt síðustu upplýsingum. Sá fjöldi dugar vart til þess að fylla skarð þeirra sem fara á eftirlaun á næstu árum. Jákvæður árangur Hvað varðar árangur breytinganna í Svíþjóð þá hefur fjöldi stofnana þar gefið út skýrslur um árangurinn sem almennt er mjög jákvæður, en vissulega eru atriði sem má skoða og laga. Karolinska Universitet hefur reglulega birt skýrslur um árangur í Stokkhólmi. Þar jukust læknisheimsóknir í heilsugæslunni um 28% á árunum 2006-2009 og heildarkostnaður jókst um 2,8% á sama tíma. Árið 2006 voru það íbúar á svæðum með háar meðaltekjur sem voru með flestar heimsóknir, en 2009 voru það íbúar á svæðum með lágar meðaltekjur sem voru með flestar heimsóknir til heimilislækna. Í Gautaborg og nágrenni jukust læknisheimsóknir um nærri 15% í heilsugæslunni og kostnaðurinn þar hefur verið undir þessari aukningu líkt og í Stokkhólmi. Við kerfisbreytingarnar í Svíþjóð fjölgaði heilsugæslum um 223 og eru nú 1.205 á landsvísu. Sænska ríkisendurskoðunin birti haustið 2014 skýrslu þar sem vissir þættir kerfisins voru gagnrýndir, en sú skýrsla hefur verið umdeild og verklagi við hana mótmælt harðlega af til dæmis VG region (Gautaborg og nágrenni). Þeir birtu 24 síðna skýrslu til þess að svara rangfærslum í skýrslunni. Ljóst er að breytinga er þörf á heilsugæslu hér á landi til þess að mæta þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. Skipulagsbreytingar og aukin fjármögnun spila þar stærstan þátt. Sjúkrahúsin sinna töluverðu af því sem heilsugæsla á að sinna í dag, en til þess að létta undir með þeim þarf að byggja heilsugæsluna upp. Þjóðhagslegur ávinningur þess er ótvíræður. Til þess að byggja heilsugæsluna upp eigum við að nýta fyrirmyndir frá öðrum norrænum ríkjum og er þessi kerfisbreyting skref í þá átt.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar