Ég mun rota Jose Aldo Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. desember 2015 10:15 Það verður eitthvað er þessir tveir mætast loks í búrinu. vísir/getty Það styttist í UFC 194 og Conor McGregor-sýningin er farin á fullt. Sem fyrr er vélbyssukjafturinn frá Írlandi ekki að spara stóru orðin en hann getur hreinlega ekki beðið eftir því að fá að taka á Brasilíumanninum Jose Aldo í heimsmeistarabardaga í fjaðurvigt. „Ég mun rota Jose Aldo," sagði MgGregor borubrattur á blaðamannafundi í gær en hann ætlar svo að færa sig upp í léttvigtina og taka beltið þar líka. „Ég mun mæta þeim sem verður með beltið þar á eftir Aldo. Þannig að eftir nokkra bardaga verð ég kominn með tvö belti." Það er gríðarleg eftirvænting fyrir bardaga McGregor og Aldo en þeir áttu að berjast síðasta sumar en þá dró Aldo sig úr bardaganum vegna meiðsla. „Ég lofaði honum því að snerta ekki á honum rifin ef hann myndi þora að koma. Ég myndi aðeins berja hann í andlitið. Hann þorði samt ekki að koma." Sjálfur var Conor að glíma við erfið hnémeiðsli síðasta sumar en datt ekki í hug að hætta við bardagann. Hann barðist því við Chad Mendes og rotaði hann. „Ég er skrímsli. Ekkert getur bugað mig. Það er ekkert að fara að stöðva þessa lest á leið sinni að beltinu."Bardagakvöldið stóra verður í beinni á Stöð 2 Sport þann 12. desember. Hægt er að panta áskrift á 365.is. MMA Tengdar fréttir Conor óskar Mjölni til hamingju með afmælið og lofar að koma með beltið til Íslands Conor McGregor, UFC-bardagakappinn, hefur lofað því að koma með UFC-beltið í Mjölnishúsið á næsta ári, en Mjölnir tilkynnti á afmælishátíð sinni í dag að þeir myndu flytja í nýtt húsnæði á næstunni. 28. nóvember 2015 19:17 Sjáðu hvað Conor er búinn að móðga Aldo oft Geggjað myndband af öllum mógðunum Conor McGregor í garð Jose Aldo. 27. nóvember 2015 23:15 Conor er skítsama um Donald Trump Írinn málglaði, Conor McGregor, var nýlentur í Bandaríkjunum er hann lét forsetaframbjóðandann Donald Trump fá það óþvegið. 26. nóvember 2015 11:30 Conor: Ég er UFC Írinn hógvær að vanda fyrir bardaga sinn gegn Jose Aldo í næsta mánuði. 25. nóvember 2015 22:45 Gunnar og Conor æfa saman á ströndinni | Myndband Gunnar Nelson og Conor McGregor eru komnir til Bandaríkjanna þar sem þeir æfa nú af kappi fyrir UFC 194 sem fer fram þann 12. desember næstkomandi. 25. nóvember 2015 12:30 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Sjá meira
Það styttist í UFC 194 og Conor McGregor-sýningin er farin á fullt. Sem fyrr er vélbyssukjafturinn frá Írlandi ekki að spara stóru orðin en hann getur hreinlega ekki beðið eftir því að fá að taka á Brasilíumanninum Jose Aldo í heimsmeistarabardaga í fjaðurvigt. „Ég mun rota Jose Aldo," sagði MgGregor borubrattur á blaðamannafundi í gær en hann ætlar svo að færa sig upp í léttvigtina og taka beltið þar líka. „Ég mun mæta þeim sem verður með beltið þar á eftir Aldo. Þannig að eftir nokkra bardaga verð ég kominn með tvö belti." Það er gríðarleg eftirvænting fyrir bardaga McGregor og Aldo en þeir áttu að berjast síðasta sumar en þá dró Aldo sig úr bardaganum vegna meiðsla. „Ég lofaði honum því að snerta ekki á honum rifin ef hann myndi þora að koma. Ég myndi aðeins berja hann í andlitið. Hann þorði samt ekki að koma." Sjálfur var Conor að glíma við erfið hnémeiðsli síðasta sumar en datt ekki í hug að hætta við bardagann. Hann barðist því við Chad Mendes og rotaði hann. „Ég er skrímsli. Ekkert getur bugað mig. Það er ekkert að fara að stöðva þessa lest á leið sinni að beltinu."Bardagakvöldið stóra verður í beinni á Stöð 2 Sport þann 12. desember. Hægt er að panta áskrift á 365.is.
MMA Tengdar fréttir Conor óskar Mjölni til hamingju með afmælið og lofar að koma með beltið til Íslands Conor McGregor, UFC-bardagakappinn, hefur lofað því að koma með UFC-beltið í Mjölnishúsið á næsta ári, en Mjölnir tilkynnti á afmælishátíð sinni í dag að þeir myndu flytja í nýtt húsnæði á næstunni. 28. nóvember 2015 19:17 Sjáðu hvað Conor er búinn að móðga Aldo oft Geggjað myndband af öllum mógðunum Conor McGregor í garð Jose Aldo. 27. nóvember 2015 23:15 Conor er skítsama um Donald Trump Írinn málglaði, Conor McGregor, var nýlentur í Bandaríkjunum er hann lét forsetaframbjóðandann Donald Trump fá það óþvegið. 26. nóvember 2015 11:30 Conor: Ég er UFC Írinn hógvær að vanda fyrir bardaga sinn gegn Jose Aldo í næsta mánuði. 25. nóvember 2015 22:45 Gunnar og Conor æfa saman á ströndinni | Myndband Gunnar Nelson og Conor McGregor eru komnir til Bandaríkjanna þar sem þeir æfa nú af kappi fyrir UFC 194 sem fer fram þann 12. desember næstkomandi. 25. nóvember 2015 12:30 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Sjá meira
Conor óskar Mjölni til hamingju með afmælið og lofar að koma með beltið til Íslands Conor McGregor, UFC-bardagakappinn, hefur lofað því að koma með UFC-beltið í Mjölnishúsið á næsta ári, en Mjölnir tilkynnti á afmælishátíð sinni í dag að þeir myndu flytja í nýtt húsnæði á næstunni. 28. nóvember 2015 19:17
Sjáðu hvað Conor er búinn að móðga Aldo oft Geggjað myndband af öllum mógðunum Conor McGregor í garð Jose Aldo. 27. nóvember 2015 23:15
Conor er skítsama um Donald Trump Írinn málglaði, Conor McGregor, var nýlentur í Bandaríkjunum er hann lét forsetaframbjóðandann Donald Trump fá það óþvegið. 26. nóvember 2015 11:30
Conor: Ég er UFC Írinn hógvær að vanda fyrir bardaga sinn gegn Jose Aldo í næsta mánuði. 25. nóvember 2015 22:45
Gunnar og Conor æfa saman á ströndinni | Myndband Gunnar Nelson og Conor McGregor eru komnir til Bandaríkjanna þar sem þeir æfa nú af kappi fyrir UFC 194 sem fer fram þann 12. desember næstkomandi. 25. nóvember 2015 12:30
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn