Mannlegt eðli og minningar Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 3. desember 2015 14:00 Laufey Jónsdóttir fatahönnuður tekur þátt í Popup markaði í Hafnarhúsinu um helgina. Vísir/Ernir Laufey Jónsdóttir fatahönnuður útskrifaðist frá LHÍ 2007. Nú kennir hún teikningu við skólann milli þess sem hún sinnir spennandi verkefnum. Hún segir portrettteikningar áskorun. „Ég hef unnið með marga mismunandi miðla, en ætli mitt uppáhald sé ekki blekteikningar og klippimyndir,“ segir Laufey Jónsdóttir fatahönnuður en hún hefur vakið athygli fyrir teikningar sínar.„Portrett heilla mig því það er svo margt sem þarf að túlka; tilfinningar, ímyndir og svo framvegis. Í sýningunni PERSONA sem ég hélt fyrr á árinu voru portrettverkin byggð á viðtölum sem ég tók við viðmælendur mína um ævi þeirra og minningar. Þar var ég að skoða sjálfið, mannlegt eðli og minningar, hvernig sjálfið beygir og brýtur upp veruleikann.“Barnabók í smíðum „Fram undan eru tvö afar spennandi samstarfsverkefni. Samstarf við fatamerkið Magnea sem lítur dagsins ljós í byrjun næst árs og barnabók sem ég er að vinna að ásamt Önnu Margréti Björnsson blaðamanni, sem ber heitið Leynigesturinn. Þetta verður skrítin, skemmtileg og dálítið óhugnanleg saga um samband lítillar stúlku og dularfullrar veru sem býr á heimili hennar en enginn annar sér.“Markaður í Hafnarhúsinu „Núna er ég í óða önn að undirbúa þátttöku mína í „PopUp Verzlun – Milliliðalaus verzlun, frá hönnuði til neytandans“ sem verður á laugardaginn. Þetta verður í fyrsta sinn sem ég tek þátt og ég hlakka til að standa vaktina og komast í návígi við viðskiptavini. Ég verð bæði með eldri verk og ný sem framleidd eru sérstaklega fyrir markaðinn. Meðal annars handgerð útklippiverk og silkiþrykk í takmörkuðu upplagi.“ Menning Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Laufey Jónsdóttir fatahönnuður útskrifaðist frá LHÍ 2007. Nú kennir hún teikningu við skólann milli þess sem hún sinnir spennandi verkefnum. Hún segir portrettteikningar áskorun. „Ég hef unnið með marga mismunandi miðla, en ætli mitt uppáhald sé ekki blekteikningar og klippimyndir,“ segir Laufey Jónsdóttir fatahönnuður en hún hefur vakið athygli fyrir teikningar sínar.„Portrett heilla mig því það er svo margt sem þarf að túlka; tilfinningar, ímyndir og svo framvegis. Í sýningunni PERSONA sem ég hélt fyrr á árinu voru portrettverkin byggð á viðtölum sem ég tók við viðmælendur mína um ævi þeirra og minningar. Þar var ég að skoða sjálfið, mannlegt eðli og minningar, hvernig sjálfið beygir og brýtur upp veruleikann.“Barnabók í smíðum „Fram undan eru tvö afar spennandi samstarfsverkefni. Samstarf við fatamerkið Magnea sem lítur dagsins ljós í byrjun næst árs og barnabók sem ég er að vinna að ásamt Önnu Margréti Björnsson blaðamanni, sem ber heitið Leynigesturinn. Þetta verður skrítin, skemmtileg og dálítið óhugnanleg saga um samband lítillar stúlku og dularfullrar veru sem býr á heimili hennar en enginn annar sér.“Markaður í Hafnarhúsinu „Núna er ég í óða önn að undirbúa þátttöku mína í „PopUp Verzlun – Milliliðalaus verzlun, frá hönnuði til neytandans“ sem verður á laugardaginn. Þetta verður í fyrsta sinn sem ég tek þátt og ég hlakka til að standa vaktina og komast í návígi við viðskiptavini. Ég verð bæði með eldri verk og ný sem framleidd eru sérstaklega fyrir markaðinn. Meðal annars handgerð útklippiverk og silkiþrykk í takmörkuðu upplagi.“
Menning Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira