Leit tveggja einstaklinga að lausn í hverfulum heimi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. desember 2015 13:30 "Strákur og stelpa er eitthvað sem fólk er vant en tveir strákar breikka persónurnar og gera innri átök þeirra sterkari,“ segir Guðjón. Vísir/Anton Brink „Við tökum eina sögu út úr leikritinu Stræti og gerum sérstaka sýningu úr henni. Hún er um ást og örlög Joey og Clarks, tveggja samkynhneigðra ungra pilta og leit þeirra að lausn í hverfulum heimi,“ segir Guðjón Sigvaldason sem leikstýrir sýningu Halaleikhópsins í Hátúni 12 annað kvöld klukkan 20. Upphaflega var sagan um pilt og stúlku, Joe og Clare, en Guðjón segir hana ganga betur upp með því að hafa karlmenn í henni. „Strákur og stelpa er eitthvað sem fólk er vant, tveir strákar breikka persónurnar og gera innri átök þeirra sterkari. Annar pilturinn er búinn að vera í svelti í fjóra daga og það að gera hann að samkynhneigðum einstaklingi dýpkar leikinn, engu þurfti að breyta í textanum nema kvenorðum í karlaorð.“Guðjón veit ekki til að slík breyting á hlutverkunum hafi verið gerð áður í Stræti, né heldur að gera þessa sögu tveggja einstaklinga að sérstakri sýningu. „Þetta er um klukkutíma langt stykki og er satt að segja mjög spennandi,“ segir leikstjórinn. Með hlutverkin fara Bjarki Rúnar Gunnarsson og Guðbrandur Loki Rúnarsson. Guðjón segir þá vera leikarasyni sem hafi alist upp í leikhúsum og unnið með Halaleikhópnum áður. „Þegar þeir voru 13 ára léku þeir löggur í Pókók eftir Jökul Jakobsson.“ Sýning númer tvö er á laugardagskvöld á sama tíma. Menning Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Við tökum eina sögu út úr leikritinu Stræti og gerum sérstaka sýningu úr henni. Hún er um ást og örlög Joey og Clarks, tveggja samkynhneigðra ungra pilta og leit þeirra að lausn í hverfulum heimi,“ segir Guðjón Sigvaldason sem leikstýrir sýningu Halaleikhópsins í Hátúni 12 annað kvöld klukkan 20. Upphaflega var sagan um pilt og stúlku, Joe og Clare, en Guðjón segir hana ganga betur upp með því að hafa karlmenn í henni. „Strákur og stelpa er eitthvað sem fólk er vant, tveir strákar breikka persónurnar og gera innri átök þeirra sterkari. Annar pilturinn er búinn að vera í svelti í fjóra daga og það að gera hann að samkynhneigðum einstaklingi dýpkar leikinn, engu þurfti að breyta í textanum nema kvenorðum í karlaorð.“Guðjón veit ekki til að slík breyting á hlutverkunum hafi verið gerð áður í Stræti, né heldur að gera þessa sögu tveggja einstaklinga að sérstakri sýningu. „Þetta er um klukkutíma langt stykki og er satt að segja mjög spennandi,“ segir leikstjórinn. Með hlutverkin fara Bjarki Rúnar Gunnarsson og Guðbrandur Loki Rúnarsson. Guðjón segir þá vera leikarasyni sem hafi alist upp í leikhúsum og unnið með Halaleikhópnum áður. „Þegar þeir voru 13 ára léku þeir löggur í Pókók eftir Jökul Jakobsson.“ Sýning númer tvö er á laugardagskvöld á sama tíma.
Menning Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira