Samkvæmt tilkynningu frá Strætó hefur eftirfarandi ferðum verið aflýst:
- Leið 18: Vegna ófærðar kemst leið 18 ekki upp í Úlfarsárdal og Skyggnibraut eins og stendur.
- Leið 6: Vegna ófærðar kemst leið 6 ekki að Korpúlfsstöðum og Barðastöðum á leið í og úr Háholti.
- Leið 57: Öllum ferðum á leið 57 fram að hádegi hefur verið aflýst eins og stendur. Athugað verður með ferðina kl. 12:00 frá Reykjavík og 12:20 frá Borgarnesi þegar líður á morguninn.
- Leið 51: Öllum ferðum á leið 51 hefur verið aflýst eins og stendur vegna veðurs. Ferðin frá Höfn á Hvolsvöll 10:25 fellur niður, sem og 13:10 ferðin frá Hvolsvelli á Höfn.