Íslenskir dómarar halda áfram að dæma hjá unglingaliðum stóru klúbbanna en nú hefur Gunnar Jarl Jónsson fengið flott verkefni í vikunni.
Gunnar Jarl Jónsson mun dæma leik Chelsea og Porto í Unglingadeild UEFA en leikurinn fer fram miðvikudaginn 9. desember. Knattspyrnusamband Íslands sagði frá þessu í dag.
Gunnar Jarl er aðaldómari leiksins en aðstoðardómarar eru Birkir Sigurðsson og Frosti Valur Gunnarsson. Fjórði dómari er Kevin Johnson frá Englandi.
Leikurinn verður spilaður á hinu glæsilega Cobham-æfingasvæði Chelsea.
Chelsea er búið að vinna riðilinn en liðið hefur náð í 13 stig af 15 mögulegum. Porto er í baráttunni við Dynamo Kiev um annað sætið og þar með sæti í umspili um laust sæti í sextán liða úrslitunum.
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmdi leik Manchester United og PSV Eindhoven í síðustu umferð.
Albert Guðmundsson og félagar í PSV Eindhoven unnu þá 5-0 stórsigur á útivelli og skoraði Albert eitt marka PSV í leiknum.
Þorvaldur Árnason dæmdi síðan leik Arsenal og Olympiacos í annarri umferð en Arsenal vann þá 3-2 sigur.
Dæmdu síðast hjá Manchester United og Arsenal en nú hjá Chelsea
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Barcelona Spánarmeistari
Fótbolti


Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR
Íslenski boltinn






Bikarævintýri Fram heldur áfram
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
