Miðað við umræðuna á Twitter eru margir tilbúnir í sjónvarpsgláp í kvöld og eru nánast engir bílar á götum Reykjavíkur. Búið er að benda fólki á að gott væri að hlaða síma og snjalltæki áður en veðrið skellur á þar sem rafmagnsleysi gæti skollið á.
Hægt er að fylgjast með umræðunni hér að neðan.
Trúi ekki að fárviðri sé skollið á fyrr en Kristján Már er kominn í beina útsendingu í æsifréttastíl !!! #lægðin #Diddú
— Asgeir Hilmarsson (@asgeirhh) December 7, 2015
Þemakvöld í boði NETFLIX #AgeOfIce #500MphStorm #SuperCyclone #lægðin #Diddú pic.twitter.com/Jyv2pn0oF5
— Andres Jonsson (@andresjons) December 7, 2015
Kæra #lægðin, vænti þess að þú græjir fyrir mig eitthvað jólaskraut á svalirnar. Frauðplastslok afþökkuð, á enn nokkur frá því síðast.
— Ragnheidur lara (@RagnheidurLara) December 7, 2015
Er farið að hvessa? #diddú #lægðin pic.twitter.com/H9P4MAcfKt
— P. Ævar Diskóbar (@pabloissedated) December 7, 2015