Heldur fáir voru á ferli í miðborg Reykjavíkur í dag og tæmdust göturnar eftir því sem á daginn leið. Var helst að sjá erlenda ferðamenn á ferli en sumir þeirra höfðu ekki miklar áhyggjur af veðurofsanum sem framundan var.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tók púlsinn á miðbæjargestum og hitti á einn sem stundu er kenndur við vindinn. Um er að ræða hlauparann Anítu Hinriksdóttur sem tjáði Þóru að hún hefði ákveðið að skella sér út að hlaupa áður en yrði verulega hvasst.
Tekinn var púlsinn á frístundaheimili, leikskólum, Alþingi og víðar um bæinn í dag eins og sjá má í spilaranum að ofan.
Aníta eins og vindurinn í logninu á undan storminum
Tengdar fréttir

Íslendingar hamstra líkt og kjarnorkuvetur sé í vændum
Kaupmenn í matvöruverslunum hafa átt í miklum önnum í dag. Melabúðin er opin klukkan átta í kvöld, ef einhvern vantar rjóma í kaffið.

Rafmagnslaust í Vík
Dísilvélar verða ræstar en ekki víst að þær ráði við meira en þorpið sjálft.

Fellibylur gengur yfir Ísland: Útihús gætu splundrast
Kristján Már Unnarsson fréttamaður ræddi yfir fulltrúa frá almannavörnum og Landsbjörgu.