Rúða sprakk í heimahúsi á Höfn: „Snælduvitlaust veður“ Sveinn Arnarsson skrifar 7. desember 2015 21:55 Rúðan srakk inn í stofu hjá Hilmari Þóri. Mynd/Hilmar Þór Rúða sprakk í heimahúsi á Höfn í Hornafirði nú um hálfníu leytið í kvöld. Hilmar Þór Kárason, íbúi í húsinu, varð var við mikil læti í stofunni og þegar hann hljóp inn í stofu blasti við honum ófrýnileg sjón. „Já við vitum ekkert hvað gerðist, hvort eitthvað hafi fokið í rúðuna eða hún bara gefið sig undan veðrinu. Það er skítaveður hérna núna, hvasst og rigning,“ segir Hilmar Þór. Rafmagn fór af hluta Hornafjarðar nú undir kvöld vegna bilunar í rafmagnslínu. Olli hún rafmagnsleysi á Höfn og nærsveitum í nokkra stund. Starfsmenn Landsnets náðu þó að setja spennu aftur á raflínuna og fengu þá notendur rafmagn á ný. Hilmar Þór vonar að þetta verði það eina sem þeir þurfi að eiga við í þessum stormi og þakkar björgurnarfélagi Hornafjarðar fyrir að hafa komið og neglt fyrir glugga hjá þeim. „Björgunarsveitin hérna var fljót að koma og negla fyrir þetta. Þetta er helvítis vesen. Það má segja að það sé snælduvitlaust veður hérna“ segir Hilmar Þór.Hviður upp í 60 metra á sekúnduVindmælir Vegagerðarinnar á Höfn í Hornafirði sýnir að hviður hafa verið að slaga í 50 metra á sekúndu síðustu klukkustundina. Mælar á Sandfelli í Vatnajökulsþjóðgarði hafa verið að sýna um 60 metra á sekúndu í verstu kviðunum. Því má segja að glórulaust aftakaveður sé á þessum slóðum. Þó er vindstyrkur við Sandfell farinn að minnka aftur. Bæjarstjórinn á Hornafirði, Björn Ingi Jónsson, segir veðrið í bænum ekki gott. „Það er slabbkennd rigning í rokinu núna, ekki nema eins stigs hiti svo þetta er nokkuð kuldalegt. Þegar ég heyrði síðast í lögreglunni þá höfðu komið upp nokkur smávægileg tilvik, brotnar rúður og svoleiðis en ekkert stórvægilegt eins og hefur verið að gerast annarsstaðar,“ segir Björn Ingi. „Það sem við höfum verið að gera hjá bænum var að tryggja að öll niðurföll gætu tekið við vatni og eins að tryggja að vararafstöðvar fyrir vatnsveitu og heilsugæslu væru í lagi ef ske kynni. Talið var líklegt í dag að rafmagn gæti farið af og því þurfum við að tryggja rafmagn á þessa mikilvægu pósta,“ sagði Björn Ingi. Veður Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Rúða sprakk í heimahúsi á Höfn í Hornafirði nú um hálfníu leytið í kvöld. Hilmar Þór Kárason, íbúi í húsinu, varð var við mikil læti í stofunni og þegar hann hljóp inn í stofu blasti við honum ófrýnileg sjón. „Já við vitum ekkert hvað gerðist, hvort eitthvað hafi fokið í rúðuna eða hún bara gefið sig undan veðrinu. Það er skítaveður hérna núna, hvasst og rigning,“ segir Hilmar Þór. Rafmagn fór af hluta Hornafjarðar nú undir kvöld vegna bilunar í rafmagnslínu. Olli hún rafmagnsleysi á Höfn og nærsveitum í nokkra stund. Starfsmenn Landsnets náðu þó að setja spennu aftur á raflínuna og fengu þá notendur rafmagn á ný. Hilmar Þór vonar að þetta verði það eina sem þeir þurfi að eiga við í þessum stormi og þakkar björgurnarfélagi Hornafjarðar fyrir að hafa komið og neglt fyrir glugga hjá þeim. „Björgunarsveitin hérna var fljót að koma og negla fyrir þetta. Þetta er helvítis vesen. Það má segja að það sé snælduvitlaust veður hérna“ segir Hilmar Þór.Hviður upp í 60 metra á sekúnduVindmælir Vegagerðarinnar á Höfn í Hornafirði sýnir að hviður hafa verið að slaga í 50 metra á sekúndu síðustu klukkustundina. Mælar á Sandfelli í Vatnajökulsþjóðgarði hafa verið að sýna um 60 metra á sekúndu í verstu kviðunum. Því má segja að glórulaust aftakaveður sé á þessum slóðum. Þó er vindstyrkur við Sandfell farinn að minnka aftur. Bæjarstjórinn á Hornafirði, Björn Ingi Jónsson, segir veðrið í bænum ekki gott. „Það er slabbkennd rigning í rokinu núna, ekki nema eins stigs hiti svo þetta er nokkuð kuldalegt. Þegar ég heyrði síðast í lögreglunni þá höfðu komið upp nokkur smávægileg tilvik, brotnar rúður og svoleiðis en ekkert stórvægilegt eins og hefur verið að gerast annarsstaðar,“ segir Björn Ingi. „Það sem við höfum verið að gera hjá bænum var að tryggja að öll niðurföll gætu tekið við vatni og eins að tryggja að vararafstöðvar fyrir vatnsveitu og heilsugæslu væru í lagi ef ske kynni. Talið var líklegt í dag að rafmagn gæti farið af og því þurfum við að tryggja rafmagn á þessa mikilvægu pósta,“ sagði Björn Ingi.
Veður Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira