Ríkissáttasemjari ræður næstu skrefum Óli Kristján Ármannsson skrifar 8. desember 2015 06:00 Í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Talsmenn verkalýðsfélaga segja að ef opnað verði fyrir aukna verktöku séu á endanum um hundrað störf í húfi. Fréttablaðið/Ernir Líklegt er að ríkissáttasemjari boði til næsta fundar í kjaradeilu starfsmanna og ISAL, álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík. „Menn búast við að það verði í vikunni,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimanna, en það á aðild að viðræðunum við Samtök atvinnulífsins (SA) og ISAL. Guðmundur segir engar viðræður hafa átt sér stað frá því að verkfalli starfsmanna var aflýst í byrjun mánaðarins. „Það er algjör biðstaða í gangi og hvorugur deiluaðili hefur haft frumkvæði að því að funda. Þannig að það hefur ekkert breyst.“ Fundur hjá ríkissáttasemjara sé því rétti vettvangurinn fyrir næstu skref. Þá segir Guðmundur ekki rétt sem haldið hefur verið fram að deilan um ákvæði samningsins sem meinar ISAL að útvista störfum til verktaka sé það eina sem standi í vegi fyrir undirskrift. Til dæmis hafi SA og ISAL ekki enn viðurkennt að sömu forsenduákvæði eigi að vera í þessum samningi á samningstímanum og þeim sem hafi verið gerðir á almenna markaðnum, svo sem um launaþróun og slíka hluti. Þá sé ekki alveg einfalt að eiga við kröfu fyrirtækisins um aukna verktöku, þótt um grundvallarkröfu sé að ræða hjá fyrirtækinu. Þá eigi eftir að ræða hvað koma eigi á móti fallist verkalýðsfélögin á að slaka á þessu ákvæði. „Til dæmis að inn kæmi ákvæði um að tryggt yrði að verktakar séu ekki á slakari launum en þeir sem eru inni á svæðinu líkt og ákvæði er um fyrir austan,“ segir hann. Þar fyrir utan segir Guðmundur ákveðinn „ómöguleika“ í því fólginn að láta starfsmenn kjósa um samning sem opni fyrir aukna verktöku fyrirtækisins. „Þarna er á endanum um meira að ræða en þessi þrjátíu og tvö störf sem rætt hefur verið um,“ segir hann og telur að á endanum séu um hundrað störf undir í álverinu. „Og hvernig á að láta kjósa um kjarasamning þar sem 100 af 330 starfsmönnum eru að kjósa um að missa vinnuna?“ Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Sjá meira
Líklegt er að ríkissáttasemjari boði til næsta fundar í kjaradeilu starfsmanna og ISAL, álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík. „Menn búast við að það verði í vikunni,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimanna, en það á aðild að viðræðunum við Samtök atvinnulífsins (SA) og ISAL. Guðmundur segir engar viðræður hafa átt sér stað frá því að verkfalli starfsmanna var aflýst í byrjun mánaðarins. „Það er algjör biðstaða í gangi og hvorugur deiluaðili hefur haft frumkvæði að því að funda. Þannig að það hefur ekkert breyst.“ Fundur hjá ríkissáttasemjara sé því rétti vettvangurinn fyrir næstu skref. Þá segir Guðmundur ekki rétt sem haldið hefur verið fram að deilan um ákvæði samningsins sem meinar ISAL að útvista störfum til verktaka sé það eina sem standi í vegi fyrir undirskrift. Til dæmis hafi SA og ISAL ekki enn viðurkennt að sömu forsenduákvæði eigi að vera í þessum samningi á samningstímanum og þeim sem hafi verið gerðir á almenna markaðnum, svo sem um launaþróun og slíka hluti. Þá sé ekki alveg einfalt að eiga við kröfu fyrirtækisins um aukna verktöku, þótt um grundvallarkröfu sé að ræða hjá fyrirtækinu. Þá eigi eftir að ræða hvað koma eigi á móti fallist verkalýðsfélögin á að slaka á þessu ákvæði. „Til dæmis að inn kæmi ákvæði um að tryggt yrði að verktakar séu ekki á slakari launum en þeir sem eru inni á svæðinu líkt og ákvæði er um fyrir austan,“ segir hann. Þar fyrir utan segir Guðmundur ákveðinn „ómöguleika“ í því fólginn að láta starfsmenn kjósa um samning sem opni fyrir aukna verktöku fyrirtækisins. „Þarna er á endanum um meira að ræða en þessi þrjátíu og tvö störf sem rætt hefur verið um,“ segir hann og telur að á endanum séu um hundrað störf undir í álverinu. „Og hvernig á að láta kjósa um kjarasamning þar sem 100 af 330 starfsmönnum eru að kjósa um að missa vinnuna?“
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Sjá meira