Pólitíska vinnan er eftir á Loftslagsráðstefnunni Svavar Hávarðsson skrifar 8. desember 2015 06:00 Næstu þrjá daga reyna stjórnmálamenna að finna leið að loftslagssamningi. fréttablaðið/kjartan „Tilfinning mín fyrir gangi mála er góð. Nú hafa ráðamenn það hlutverk að fara yfir einstaka liði textans og reyna að ná samhljómi. Öll pólitíska vinnan er því eftir,“ segir Hugi Ólafsson, formaður samninganefndar Íslands, um gang mála á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París (COP21). „Samningstextinn er minna og minna þvælinn en hann var í Kaupmannahöfn. Það er allt annar andi yfir öllu hérna svo miðað sé við Kaupmannahafnarfundinn. Í kvöld [í gærkvöldi] verður gefin út fyrsta stöðuskýrslan um hvernig gengið hefur á fyrsta degi viðræðnanna um samningsdrögin,“ segir Hugi. Eins og fjölmiðlar um allan heim greindu frá um helgina liggja fyrir samningsdrög á tæplega 50 síðum – en stórar ákvarðanir á eftir að taka áður en hægt verður að tala um að loftslagssamningur, sem byggja skal á í framtíðinni, sé í höfn. Efasemdaraddir heyrast sem segja meðal annars að of mikið hafi verið skilið eftir fyrir ráðamenn að vinna sig í gegnum og of margar málamiðlanir verði niðurstaðan – og það útvatni samninginn um of. Ráðamenn hafa aðeins nokkra daga til stefnu, en Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skoraði á þá í gærmorgun um að ná samkomulagi um trúverðugan og sanngjarnan samning. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, er í París. Hans tilfinning er sú að menn hafi af því áhyggjur að samningurinn muni ekki uppfylla væntingar, en „vonandi nægilega góður til að hægt sé að vinna með hann næstu ár og þétta leka“. Árni segir mikið rætt að atvinnulífið, fyrirtækin, fái skýr skilaboð um hvert skal stefnt. Eins séu málefni hafsins mikið til umræðu. Árni tekur til þess hversu afdráttarlaus Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra var í ræðu sinni við upphaf fundar um súrnun norðurhafa þegar hann sagði að loftslagsbreytingar væru að mynda skelfilegar aðstæður í hafinu – með hlýnun þess, hækkun sjávarborðs og vegna súrnunar. „Orð Gunnars Braga eru að mínu viti til marks um að nú fer um menn. Breytingar á sýrustigi sjávar eru meiri en síðastliðin 60 milljón ár. Ofboðslega hraðar breytingar. Vandinn er að Ísland hefur ekki skýra stefnu í loftslagsmálum,“ segir Árni og bætir við að sé þetta niðurstaða utanríkisráðherra knýi hún mjög á um að ríkisstjórn Íslands beiti sér fyrir verndun hafsins. Loftslagsmál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Sauð á starfsmanni sem löðrungaði vistmann íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Sjá meira
„Tilfinning mín fyrir gangi mála er góð. Nú hafa ráðamenn það hlutverk að fara yfir einstaka liði textans og reyna að ná samhljómi. Öll pólitíska vinnan er því eftir,“ segir Hugi Ólafsson, formaður samninganefndar Íslands, um gang mála á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París (COP21). „Samningstextinn er minna og minna þvælinn en hann var í Kaupmannahöfn. Það er allt annar andi yfir öllu hérna svo miðað sé við Kaupmannahafnarfundinn. Í kvöld [í gærkvöldi] verður gefin út fyrsta stöðuskýrslan um hvernig gengið hefur á fyrsta degi viðræðnanna um samningsdrögin,“ segir Hugi. Eins og fjölmiðlar um allan heim greindu frá um helgina liggja fyrir samningsdrög á tæplega 50 síðum – en stórar ákvarðanir á eftir að taka áður en hægt verður að tala um að loftslagssamningur, sem byggja skal á í framtíðinni, sé í höfn. Efasemdaraddir heyrast sem segja meðal annars að of mikið hafi verið skilið eftir fyrir ráðamenn að vinna sig í gegnum og of margar málamiðlanir verði niðurstaðan – og það útvatni samninginn um of. Ráðamenn hafa aðeins nokkra daga til stefnu, en Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skoraði á þá í gærmorgun um að ná samkomulagi um trúverðugan og sanngjarnan samning. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, er í París. Hans tilfinning er sú að menn hafi af því áhyggjur að samningurinn muni ekki uppfylla væntingar, en „vonandi nægilega góður til að hægt sé að vinna með hann næstu ár og þétta leka“. Árni segir mikið rætt að atvinnulífið, fyrirtækin, fái skýr skilaboð um hvert skal stefnt. Eins séu málefni hafsins mikið til umræðu. Árni tekur til þess hversu afdráttarlaus Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra var í ræðu sinni við upphaf fundar um súrnun norðurhafa þegar hann sagði að loftslagsbreytingar væru að mynda skelfilegar aðstæður í hafinu – með hlýnun þess, hækkun sjávarborðs og vegna súrnunar. „Orð Gunnars Braga eru að mínu viti til marks um að nú fer um menn. Breytingar á sýrustigi sjávar eru meiri en síðastliðin 60 milljón ár. Ofboðslega hraðar breytingar. Vandinn er að Ísland hefur ekki skýra stefnu í loftslagsmálum,“ segir Árni og bætir við að sé þetta niðurstaða utanríkisráðherra knýi hún mjög á um að ríkisstjórn Íslands beiti sér fyrir verndun hafsins.
Loftslagsmál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Sauð á starfsmanni sem löðrungaði vistmann íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Sjá meira