Rafmagnslaust á öllu Austurlandi Sveinn Arnarsson skrifar 7. desember 2015 22:44 Rafmagn hefur verIð sett á Reyðafjörð en aðrir staðir eru enn úti samkvæmt heimildum fréttastofu Rafmagn fór af öllu Austurlandi frá Vopnafirði til Djúpavogs rétt eftir tíuleytið í kvöld. Unnið er að því að greina hvar bilunin er og eftir því reynt að koma rafmagni aftur á svæðið. Landsnet metur alvarleikann rauðan sem er næst hæsta stig Landsnets. Rafmagn er aftur komið á hluta Reyðarfjarðar aftur en unnið er að því að koma öðrum byggðalögum í fjórðungnum í samband við rafmagn. Mikil veðurhæð er á þessu svæði núna og því er ljóst að rafmagn getur verið stopult fram eftir nóttu. Langt er síðan rafmagnsleysi varð á öllum fjórðungnum í einu. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti er ekki vitað nákvæmlega hvar útleysing rafmagns varð á Austurlandi og því mun einhvern tíma taka að ná upp eðlilegum raforkuflutningum á svæðinu. Nú vinna starfsmenn Landsnets hörðum höndum að því að greina bilunina. Veðurofsinn sem gengur yfir landið er farinn að hafa víðtæk áhrif á flutningskerfi raforku. Sigöldulína4 og Prestbakkalína1, Raflínur sem tengja Sigöldu og Hóla við Hornafjörð, datt út rétt rúmlega átta í kvöld. Olli það rafmagnsleysi í Vestur-Skaftafellssýslu. Reynt var að koma línunni aftur í gang án árangurs. Ekki er vitað á þessari stundu hvenær straumur kemst á línuna. Breiðdalslína, sem tengir Mjólkárvirkjun og Breiðdal við Önundarfjörð verið tekin úr rekstri til að auka öryggi raforkuflutninga á norðanverðum Vestfjörðum. Norðanverðir Vestfirðir fá nú rafmagn með vararafstöð sem staðsett er í Bolungarvík. Einnig var Mjólkárlína1, milli Mjólkárvirkjunar og Geiradals verið tekin úr rekstri. Þá hefur Mjólkárvirkjun verið aftengd byggðalínunni svokölluðu og meginflutningskerfi raforku sem liggur hringinn í kringum landið. Sunnanverðir Vestfirðir fá rafmagn frá Mjólkárvirkjun. Þegar þetta er skrifað hefur álbræðsla Alcoa á Reyðarfirði verið aftengd byggðalínunni og fær álbræðslan því beint rafmagn frá Kárahnjúkavirkjun án aðkomu að byggðalínu. Þetta er gert til að tryggja að ekki hljótist skaði af tilvonandi tíðni- og spennubreytingum sem kunna að verða í ofsaveðrinu í nótt. Veður Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Rafmagn fór af öllu Austurlandi frá Vopnafirði til Djúpavogs rétt eftir tíuleytið í kvöld. Unnið er að því að greina hvar bilunin er og eftir því reynt að koma rafmagni aftur á svæðið. Landsnet metur alvarleikann rauðan sem er næst hæsta stig Landsnets. Rafmagn er aftur komið á hluta Reyðarfjarðar aftur en unnið er að því að koma öðrum byggðalögum í fjórðungnum í samband við rafmagn. Mikil veðurhæð er á þessu svæði núna og því er ljóst að rafmagn getur verið stopult fram eftir nóttu. Langt er síðan rafmagnsleysi varð á öllum fjórðungnum í einu. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti er ekki vitað nákvæmlega hvar útleysing rafmagns varð á Austurlandi og því mun einhvern tíma taka að ná upp eðlilegum raforkuflutningum á svæðinu. Nú vinna starfsmenn Landsnets hörðum höndum að því að greina bilunina. Veðurofsinn sem gengur yfir landið er farinn að hafa víðtæk áhrif á flutningskerfi raforku. Sigöldulína4 og Prestbakkalína1, Raflínur sem tengja Sigöldu og Hóla við Hornafjörð, datt út rétt rúmlega átta í kvöld. Olli það rafmagnsleysi í Vestur-Skaftafellssýslu. Reynt var að koma línunni aftur í gang án árangurs. Ekki er vitað á þessari stundu hvenær straumur kemst á línuna. Breiðdalslína, sem tengir Mjólkárvirkjun og Breiðdal við Önundarfjörð verið tekin úr rekstri til að auka öryggi raforkuflutninga á norðanverðum Vestfjörðum. Norðanverðir Vestfirðir fá nú rafmagn með vararafstöð sem staðsett er í Bolungarvík. Einnig var Mjólkárlína1, milli Mjólkárvirkjunar og Geiradals verið tekin úr rekstri. Þá hefur Mjólkárvirkjun verið aftengd byggðalínunni svokölluðu og meginflutningskerfi raforku sem liggur hringinn í kringum landið. Sunnanverðir Vestfirðir fá rafmagn frá Mjólkárvirkjun. Þegar þetta er skrifað hefur álbræðsla Alcoa á Reyðarfirði verið aftengd byggðalínunni og fær álbræðslan því beint rafmagn frá Kárahnjúkavirkjun án aðkomu að byggðalínu. Þetta er gert til að tryggja að ekki hljótist skaði af tilvonandi tíðni- og spennubreytingum sem kunna að verða í ofsaveðrinu í nótt.
Veður Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira