Frá störfum björgunarsveitarmanna í Reykjavík í kvöld.Vísir/Höskuldur
Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í kvöld, þegar óveður af fellibylsstyrk fór yfir Ísland. Búið er að sinna ríflega 250 útköllum á landinu. Um 700 björgunarsveitarmenn hafa staðið vaktina.
Verkefni þeirra hafa verið margvísileg, eða allt frá brotnum gluggum upp í fjúkandi hús. Störfum þeirra er þó hvergi nærri lokið.
Á Facebook síðu Landsbjargar segir að þetta verði löng nótt. Vitað er um eignatjón, en ekki er vitað um tjón á fólki.