Búið að festa Storm en annar bátur að sökkva Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. desember 2015 00:05 Frá Ægisgarði í kvöld. Vísir/Vilhelm Erfiðar aðstæður hafa verið í smábátahöfninni að Ægisgarði í Reykjavíkurhöfn í kvöld þar sem bátarnir hafa rekist hver utan í annan í miklum veltingi. Einn báturinn, sem ber heitið Stormur, losnaði fyrr í kvöld en nú er búið að koma böndum á hann. Jón Þór Ingimundarson, einn eigenda Laxa sem liggur bundinn í höfninni, situr inni í bíl ásamt sameigendum sínum að bátnum og reiknar að standa vaktina fram á nótt. Hann segir alls ekki rétt sem fram hafi komið að eigendur smábátanna hafi ekki sinnt þeim. „Það er bara rugl,“ segir Jón Þór sem mætti niður á höfn í dag til að búa um bátinn. Þá hafði hann sömuleiðis samband við Faxaflóahafnir sem sögðu ekki þörf á að færa bátana. „Okkar bátur er í góðu lagi. Við gengum vel frá honum í dag.“ Einn bátur við það að sökkva Slökkviliðs- og björgunarsveitarmenn hafa verið við bryggjuna en lítið getað gert vegna þess hve hvasst er. Þó hefur þeim tekist að fest bátinn Storm sem losnaði fyrr í kvöld. Jón Bjarnason, eigandi Storms, hafði eðlilega áhyggjur af því í samtali við RÚV í kvöld að bátur hans myndi sökkva en nú virðast aðstæður aðeins hafa skánað hvað varðar hans bát. Jón Þór segir hins vegar margt benda til þess að annar smábátur sé við það að sökkva. Annar endi hans virðist vera að fara niður og er Jón Þór hræddur um að gat hafi komið á hann. Þeir félagarnir ætla að vera á vettvangi þangað til lægir.Að neðan má sjá myndband frá óveðrinu í höfninni fyrr í kvöld. Veður Tengdar fréttir 250 útköll um land allt Um 700 björgunarsveitarmenn hafa verið á vaktinni. 7. desember 2015 23:48 Einn bátur laus frá bryggju - myndbönd Búið er að loka Suðurbugtinni í Gömlu höfninni þar sem smábátar skella sífellt saman. 7. desember 2015 22:27 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Erfiðar aðstæður hafa verið í smábátahöfninni að Ægisgarði í Reykjavíkurhöfn í kvöld þar sem bátarnir hafa rekist hver utan í annan í miklum veltingi. Einn báturinn, sem ber heitið Stormur, losnaði fyrr í kvöld en nú er búið að koma böndum á hann. Jón Þór Ingimundarson, einn eigenda Laxa sem liggur bundinn í höfninni, situr inni í bíl ásamt sameigendum sínum að bátnum og reiknar að standa vaktina fram á nótt. Hann segir alls ekki rétt sem fram hafi komið að eigendur smábátanna hafi ekki sinnt þeim. „Það er bara rugl,“ segir Jón Þór sem mætti niður á höfn í dag til að búa um bátinn. Þá hafði hann sömuleiðis samband við Faxaflóahafnir sem sögðu ekki þörf á að færa bátana. „Okkar bátur er í góðu lagi. Við gengum vel frá honum í dag.“ Einn bátur við það að sökkva Slökkviliðs- og björgunarsveitarmenn hafa verið við bryggjuna en lítið getað gert vegna þess hve hvasst er. Þó hefur þeim tekist að fest bátinn Storm sem losnaði fyrr í kvöld. Jón Bjarnason, eigandi Storms, hafði eðlilega áhyggjur af því í samtali við RÚV í kvöld að bátur hans myndi sökkva en nú virðast aðstæður aðeins hafa skánað hvað varðar hans bát. Jón Þór segir hins vegar margt benda til þess að annar smábátur sé við það að sökkva. Annar endi hans virðist vera að fara niður og er Jón Þór hræddur um að gat hafi komið á hann. Þeir félagarnir ætla að vera á vettvangi þangað til lægir.Að neðan má sjá myndband frá óveðrinu í höfninni fyrr í kvöld.
Veður Tengdar fréttir 250 útköll um land allt Um 700 björgunarsveitarmenn hafa verið á vaktinni. 7. desember 2015 23:48 Einn bátur laus frá bryggju - myndbönd Búið er að loka Suðurbugtinni í Gömlu höfninni þar sem smábátar skella sífellt saman. 7. desember 2015 22:27 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Einn bátur laus frá bryggju - myndbönd Búið er að loka Suðurbugtinni í Gömlu höfninni þar sem smábátar skella sífellt saman. 7. desember 2015 22:27