Innlent

Búið að opna allar aðalleiðir suðvestanlands

Atli Ísleifsson skrifar
Röskun hefur orðið á ferðun strætó í morgun.
Röskun hefur orðið á ferðun strætó í morgun. Vísir/Pjetur
Víða er lokun á vegum landsins enn í gangi, en búið er að opna allar aðalleiðir suðvestanlands. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að verið sé að meta aðstæður gagnvart veðri og ástandi og unnið sé að opnun þar sem hægt er.

„Greiðfært er um Reykjanesbraut en einnig á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli þar sem er óveður. Hálkublettir eru á Sandskeiði og Hellisheiði en greiðfært um Þrengslin.

Á Snæfellsnesi er krapi á Vatnaleið láglendi en annars hálkublettir eða hálka. Óveður er víða í Borgarfirði.

Rafmagnslína liggur á þjóðvegi 1 í Skagafirði milli bæjanna Miðsitju og Sólheima, unnið er að viðgerð og verður vegurinn lokaður á meðan. Þar sem vegir eru opnir á Norðurlandi er mjög víða flughálka.

Á Austurlandi er flughálka á þeim leiðum sem eru opnar nema á Fagradal en þar er hálka. Unnið er að opnun á Oddskarði,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×