Byggðalínan löskuð á tveimur stöðum Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2015 10:31 Flestir notendur eru nú komnir með rafmagn á ný. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Stefán Umtalsvert tjón varð á flutningskerfi Landsnets í óveðrinu sem gekk yfir landið í gærkvöldi og í nótt. Í tilkynningu frá Landsneti kemur fram að flestir notendur séu nú komnir með rafmagn á ný. „Tvær línur í byggðalínuhringnum eru laskaðar og er kerfið nú rekið í minni einingum, eða svokölluðum eyjaresktri. Auk þess eru fimm aðrar línur úti og staðfestar skemmdir á sumum þeirra. Vinnuflokkar frá Landsneti undirbúa viðgerðir og eru ýmist farnir af stað eða fara um leið og færi gefst en ófært er enn víða um land og því erfitt um vik. Rangárvallalína 1, milli Varmahlíðar og Akureyrar, er löskuð í Blönduhlíð í Skagafirði. Þar féllu vírarnir á þjóðvegi eitt. Á byggðalínuhringnum er einnig Teigarhornslína 1, milli Hryggstekks í Skriðdal og Teigarhorns, ekki í rekstri. Fimm aðrar línur í byggðalínuhringum eru einnig úti og er óvíst um ástand þeirra. Þetta eru Eyvindarárlína 1, milli Hryggstekks og Eyvindarár við Egilsstaði, Kópaskerslína 1, út á Kópasker, og þrjár línur á Vestfjörðum. Þær eru Ísafjarðarlína 1, milli Breiðadals og Ísafjarðar, Breiðadalslína 1, milli Mjólkárvirkjunar og Breiðadals við Önundarfjörð, og Bolungarvíkurlína 1, milli Breiðadals og Bolungarvíkur. Óljóst er með ástandið á línunum fyrir vestan og fá Vestfirðingar nú rafmagn frá Mjólkárvirkjun og varaaflsstöðvum en staðfest er verulegt tjón á Kópaskerslínu, þar sem að minnsta kosti 10 staurastæður eru skemmdar, og fá íbúar á svæðinu rafmagn frá varaaflsstöð. Mesta straumleysið í nótt varð á Norðurlandi, á Eyjafjarðarsvæðinu og Akureyri, þegar bæði Rangárvallalína 1 og Kröflulína 1 leystu út, og á norðanverðum Vestfjörðum. Einnig urðu rafmagnstruflanir víðar um landið, s.s. á Austfjörðum og á Suðurlandi. Orsakir voru fyrst og fremst mjög mikill vindur ásamt ísingu, einkum á Austurlandi og Vestfjörðum. Ljóst er að mikið tjón hefur orðið á raforkukerfi Landsnets í óveðrinu í nótt en aðaláhersla er nú lögð á að viðgerðir. Vinnuflokkar Landsnets hafa verið kanna ástandið í nótt og eru að skipuleggja viðgerðir og taka til varahluti. Víða er erfitt um vik vegna ófærðar en reynt verður að hraða viðgerðum eins og hægt er,“ segir í tilkynningunni. Veður Tengdar fréttir Rafmagnslaust á Vesturlandi Vinnuflokkur frá Borgarnesi hefur hafið bilanaleit. 8. desember 2015 09:42 Þetta er það sem þú þarft að vita um veðrið daginn eftir storminn Veðrið gengið yfir landið að mestu en enn vindasamt. Rafmagn komið á aftur á flestum stöðum, 8. desember 2015 06:28 Strætó kemst ekki á rétt ról fyrr en um hálf níu Strætó mun ekki hefja akstur samkvæmt leiðakerfi strax núna í morgunsárið. Í tilkynningu frá Strætó segir að mesti vindur eigi að vera genginn yfir um kl.08 og verða vagnarnir komnir á rétt ról um kl.08:30 samkvæmt leiðakerfi. 8. desember 2015 07:10 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
Umtalsvert tjón varð á flutningskerfi Landsnets í óveðrinu sem gekk yfir landið í gærkvöldi og í nótt. Í tilkynningu frá Landsneti kemur fram að flestir notendur séu nú komnir með rafmagn á ný. „Tvær línur í byggðalínuhringnum eru laskaðar og er kerfið nú rekið í minni einingum, eða svokölluðum eyjaresktri. Auk þess eru fimm aðrar línur úti og staðfestar skemmdir á sumum þeirra. Vinnuflokkar frá Landsneti undirbúa viðgerðir og eru ýmist farnir af stað eða fara um leið og færi gefst en ófært er enn víða um land og því erfitt um vik. Rangárvallalína 1, milli Varmahlíðar og Akureyrar, er löskuð í Blönduhlíð í Skagafirði. Þar féllu vírarnir á þjóðvegi eitt. Á byggðalínuhringnum er einnig Teigarhornslína 1, milli Hryggstekks í Skriðdal og Teigarhorns, ekki í rekstri. Fimm aðrar línur í byggðalínuhringum eru einnig úti og er óvíst um ástand þeirra. Þetta eru Eyvindarárlína 1, milli Hryggstekks og Eyvindarár við Egilsstaði, Kópaskerslína 1, út á Kópasker, og þrjár línur á Vestfjörðum. Þær eru Ísafjarðarlína 1, milli Breiðadals og Ísafjarðar, Breiðadalslína 1, milli Mjólkárvirkjunar og Breiðadals við Önundarfjörð, og Bolungarvíkurlína 1, milli Breiðadals og Bolungarvíkur. Óljóst er með ástandið á línunum fyrir vestan og fá Vestfirðingar nú rafmagn frá Mjólkárvirkjun og varaaflsstöðvum en staðfest er verulegt tjón á Kópaskerslínu, þar sem að minnsta kosti 10 staurastæður eru skemmdar, og fá íbúar á svæðinu rafmagn frá varaaflsstöð. Mesta straumleysið í nótt varð á Norðurlandi, á Eyjafjarðarsvæðinu og Akureyri, þegar bæði Rangárvallalína 1 og Kröflulína 1 leystu út, og á norðanverðum Vestfjörðum. Einnig urðu rafmagnstruflanir víðar um landið, s.s. á Austfjörðum og á Suðurlandi. Orsakir voru fyrst og fremst mjög mikill vindur ásamt ísingu, einkum á Austurlandi og Vestfjörðum. Ljóst er að mikið tjón hefur orðið á raforkukerfi Landsnets í óveðrinu í nótt en aðaláhersla er nú lögð á að viðgerðir. Vinnuflokkar Landsnets hafa verið kanna ástandið í nótt og eru að skipuleggja viðgerðir og taka til varahluti. Víða er erfitt um vik vegna ófærðar en reynt verður að hraða viðgerðum eins og hægt er,“ segir í tilkynningunni.
Veður Tengdar fréttir Rafmagnslaust á Vesturlandi Vinnuflokkur frá Borgarnesi hefur hafið bilanaleit. 8. desember 2015 09:42 Þetta er það sem þú þarft að vita um veðrið daginn eftir storminn Veðrið gengið yfir landið að mestu en enn vindasamt. Rafmagn komið á aftur á flestum stöðum, 8. desember 2015 06:28 Strætó kemst ekki á rétt ról fyrr en um hálf níu Strætó mun ekki hefja akstur samkvæmt leiðakerfi strax núna í morgunsárið. Í tilkynningu frá Strætó segir að mesti vindur eigi að vera genginn yfir um kl.08 og verða vagnarnir komnir á rétt ról um kl.08:30 samkvæmt leiðakerfi. 8. desember 2015 07:10 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
Rafmagnslaust á Vesturlandi Vinnuflokkur frá Borgarnesi hefur hafið bilanaleit. 8. desember 2015 09:42
Þetta er það sem þú þarft að vita um veðrið daginn eftir storminn Veðrið gengið yfir landið að mestu en enn vindasamt. Rafmagn komið á aftur á flestum stöðum, 8. desember 2015 06:28
Strætó kemst ekki á rétt ról fyrr en um hálf níu Strætó mun ekki hefja akstur samkvæmt leiðakerfi strax núna í morgunsárið. Í tilkynningu frá Strætó segir að mesti vindur eigi að vera genginn yfir um kl.08 og verða vagnarnir komnir á rétt ról um kl.08:30 samkvæmt leiðakerfi. 8. desember 2015 07:10