Annar bátanna sem sökk í eigu Háskóla Íslands: „Mikið áfall“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. desember 2015 13:59 Hér sést Sæmundur fróði ekki á selnum heldur mara í kafi. Haukur Vagnsson Háskóli Íslands á bátinn Sæmund fróða, annan af þeim bátum sem sukku í Reykjavíkurhöfn í óveðrinu í nótt. Sæmundur fróði var nýttur í kennslu og rannsóknarstörf og var mikilvægt tól sem slíkur. „Þetta er mjög mikið áfall og töluvert tjón fyrir okkur,“ segir Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjunum og umsjónarmaður Sæmundar fróða sem sér mjög á eftir bátnum.Sjá einnig: Tveir bátar sukku í Reykjavíkurhöfn í nótt„Hann var notaður sem rannsóknarbátur til að taka sýni. Við erum búinn að eiga hann frá árinu 2003 og hann var töluvert notaður,“ en fyrir nemendur í sjávarlíffræði við Háskólann var báturinn mikilvægt kennslugagn. „Sem dæmi erum við með rannsóknir á grjótkrabba sem meistaranemar og doktorsnemar hafa verið að taka þátt í. Það var að mestu leyti byggt upp á sýnatökum sem við tókum með hjálp Sæmundar fróða.“Frá Ægisgarði í gær.Vísir/VilhelmEkki hægt að koma í veg fyrir að Sæmundur sykki Halldór Pálmar segir að það sé mikilvægt að fá nýjan bát fyrir kennsluna og rannsóknarstörfin reynist Sæmundur Fróði ónýtur. Reyna á að ná Sæmundi upp í dag eða á morgun. Halldór Pálmar fór sjálfur og festi bátinn eins og hægt var áður en óveðrið skall á en ómögulegt reyndist að koma í veg fyrir að hann sykki. „Ég var í stöðugu sambandi við þá á höfninni í gærkvöldi, slökkviliðið vildi ekki dæla upp úr honum enda var það líklega ekkki hægt. Bryggjan brotnaði og það kom gat á hann að framanverðu, því fór sem fór.“Sjá einnig: Seig niður steinkantinn um borð í Storm og naut liðsinnis almenningsHalldór Pálmar er reyndar ekki ókunnugur því að lenda illa í því óviðrum en áður en hann hellti sér í háskólastarfið var hann með trillu í Sandgerði. Hún varð fórnarlamb óveðurins mikla sem rifjað hefur verið upp að undanförnu. „Já, sá bátur brotnaði í höfninni í Sandgerði í óveðrinu 1991. Hann sökk reyndar ekki en það var álíka aftakaveður og í gær og í nótt. Maður hefur því séð eitt og annað í þessu.“ Veður Tengdar fréttir Seig niður steinkantinn um borð í Storm og naut liðsinnis almennings Eigandi Storms naut liðsinnis hins almenna borgara við björgun bátsins í nótt. 8. desember 2015 12:15 Tveir bátar sukku í Reykjavíkurhöfn í nótt Einn bátur losnaði og töluverðar skemmdir urðu á hafnarmannvirkjum í óviðrinu. 8. desember 2015 10:06 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Háskóli Íslands á bátinn Sæmund fróða, annan af þeim bátum sem sukku í Reykjavíkurhöfn í óveðrinu í nótt. Sæmundur fróði var nýttur í kennslu og rannsóknarstörf og var mikilvægt tól sem slíkur. „Þetta er mjög mikið áfall og töluvert tjón fyrir okkur,“ segir Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjunum og umsjónarmaður Sæmundar fróða sem sér mjög á eftir bátnum.Sjá einnig: Tveir bátar sukku í Reykjavíkurhöfn í nótt„Hann var notaður sem rannsóknarbátur til að taka sýni. Við erum búinn að eiga hann frá árinu 2003 og hann var töluvert notaður,“ en fyrir nemendur í sjávarlíffræði við Háskólann var báturinn mikilvægt kennslugagn. „Sem dæmi erum við með rannsóknir á grjótkrabba sem meistaranemar og doktorsnemar hafa verið að taka þátt í. Það var að mestu leyti byggt upp á sýnatökum sem við tókum með hjálp Sæmundar fróða.“Frá Ægisgarði í gær.Vísir/VilhelmEkki hægt að koma í veg fyrir að Sæmundur sykki Halldór Pálmar segir að það sé mikilvægt að fá nýjan bát fyrir kennsluna og rannsóknarstörfin reynist Sæmundur Fróði ónýtur. Reyna á að ná Sæmundi upp í dag eða á morgun. Halldór Pálmar fór sjálfur og festi bátinn eins og hægt var áður en óveðrið skall á en ómögulegt reyndist að koma í veg fyrir að hann sykki. „Ég var í stöðugu sambandi við þá á höfninni í gærkvöldi, slökkviliðið vildi ekki dæla upp úr honum enda var það líklega ekkki hægt. Bryggjan brotnaði og það kom gat á hann að framanverðu, því fór sem fór.“Sjá einnig: Seig niður steinkantinn um borð í Storm og naut liðsinnis almenningsHalldór Pálmar er reyndar ekki ókunnugur því að lenda illa í því óviðrum en áður en hann hellti sér í háskólastarfið var hann með trillu í Sandgerði. Hún varð fórnarlamb óveðurins mikla sem rifjað hefur verið upp að undanförnu. „Já, sá bátur brotnaði í höfninni í Sandgerði í óveðrinu 1991. Hann sökk reyndar ekki en það var álíka aftakaveður og í gær og í nótt. Maður hefur því séð eitt og annað í þessu.“
Veður Tengdar fréttir Seig niður steinkantinn um borð í Storm og naut liðsinnis almennings Eigandi Storms naut liðsinnis hins almenna borgara við björgun bátsins í nótt. 8. desember 2015 12:15 Tveir bátar sukku í Reykjavíkurhöfn í nótt Einn bátur losnaði og töluverðar skemmdir urðu á hafnarmannvirkjum í óviðrinu. 8. desember 2015 10:06 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Seig niður steinkantinn um borð í Storm og naut liðsinnis almennings Eigandi Storms naut liðsinnis hins almenna borgara við björgun bátsins í nótt. 8. desember 2015 12:15
Tveir bátar sukku í Reykjavíkurhöfn í nótt Einn bátur losnaði og töluverðar skemmdir urðu á hafnarmannvirkjum í óviðrinu. 8. desember 2015 10:06