Krefur eigendur Eplis um 40 milljónir í skaðabætur ingvar haraldsson skrifar 8. desember 2015 15:01 Friðjón Björgvin Gunnarsson hefur verið sakaður um kennitöluflakk og komast þannig hjá því að greiða aðflutningsgjöld. vísir/vilhelm Friðjón Björgvin Gunnarsson og Netverslun ehf. hafa stefnt Skakkaturni ehf., sem rekur Epli á Íslandi, og krefjast ríflega 40 milljóna króna í skaðabætur. Félagið byggir skaðabótakröfu sína á lögbanni sem Skakkiturn hafði fengið lagt á hjá Sýslumanninum í Reykjavík og fengið staðfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, á innflutningi, dreifingu og sölu vefverslunarinnar Buy.is á vörum Apple. Lögbanninsúrskurðinum var snúið í Hæstarétti Íslands í mars 2014 vegna aðildarskorts Skakkaturns. „Skakkiturn, sem er rekstrarfélag Eplis á Íslandi, fékk eitthvað mikilmennsku brjálæði og taldi sig vera Apple Incorporated í Silicon Valley í Kaliforníu í United States of America,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Friðjóns og Netverslunar. „Ég held að það hafi ekki tekið Hæstarétt nema 30 sekúndur að átta sig á því að Skakkiturn er ekki Apple Incorporated og að sjálfsögðu sýknaði dómurinn umbjóðanda minn af öllum þessum kröfum og staðfestingu á lögbanninu og dæmdu Skakkaturn til þess að greiða umbjóðanda mínum málskostnað. En þá var staðan orðið sú að umbjóðandi minn hafði ekki getað flutt inn, selt eða dreift Apple vörum á Íslandi í um tvö ár,“ segir Vilhjálmur. Þetta hafi leitt til þess að félag Friðjóns varð gjaldþrota. Friðjón hefur verið verið sakaður um að hafa ítrekað fært starfsemi Buy.is á milli kennitalna til þess að losna við að greiða aðflutningsgjöld. Í frétt DV frá því fyrir ári var greint frá því að 12 af 17 hlutafélögum sem Friðjón tengist hafi verið lýst gjaldþrota. Ekki náðist í forsvarsmenn Eplis við vinnslu fréttarinnar. Tækni Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Friðjón Björgvin Gunnarsson og Netverslun ehf. hafa stefnt Skakkaturni ehf., sem rekur Epli á Íslandi, og krefjast ríflega 40 milljóna króna í skaðabætur. Félagið byggir skaðabótakröfu sína á lögbanni sem Skakkiturn hafði fengið lagt á hjá Sýslumanninum í Reykjavík og fengið staðfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, á innflutningi, dreifingu og sölu vefverslunarinnar Buy.is á vörum Apple. Lögbanninsúrskurðinum var snúið í Hæstarétti Íslands í mars 2014 vegna aðildarskorts Skakkaturns. „Skakkiturn, sem er rekstrarfélag Eplis á Íslandi, fékk eitthvað mikilmennsku brjálæði og taldi sig vera Apple Incorporated í Silicon Valley í Kaliforníu í United States of America,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Friðjóns og Netverslunar. „Ég held að það hafi ekki tekið Hæstarétt nema 30 sekúndur að átta sig á því að Skakkiturn er ekki Apple Incorporated og að sjálfsögðu sýknaði dómurinn umbjóðanda minn af öllum þessum kröfum og staðfestingu á lögbanninu og dæmdu Skakkaturn til þess að greiða umbjóðanda mínum málskostnað. En þá var staðan orðið sú að umbjóðandi minn hafði ekki getað flutt inn, selt eða dreift Apple vörum á Íslandi í um tvö ár,“ segir Vilhjálmur. Þetta hafi leitt til þess að félag Friðjóns varð gjaldþrota. Friðjón hefur verið verið sakaður um að hafa ítrekað fært starfsemi Buy.is á milli kennitalna til þess að losna við að greiða aðflutningsgjöld. Í frétt DV frá því fyrir ári var greint frá því að 12 af 17 hlutafélögum sem Friðjón tengist hafi verið lýst gjaldþrota. Ekki náðist í forsvarsmenn Eplis við vinnslu fréttarinnar.
Tækni Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira