Losun í París, lokun í Genf Ögmundur Jónasson skrifar 9. desember 2015 07:00 Á sama tíma og fulltrúar heimsbyggðarinnar ræða hvernig hamla megi gegn losun gróðurhúsalofttegunda, koma fulltrúar TiSA-ríkjanna saman í Genf til að ræða hið gagnstæða; hvernig koma megi í veg fyrir að félagsleg sjónarmið standi í vegi fyrir markaðsvæðingu þess sem á TiSA-máli kallast „Environmental services“ eða umhverfistengd þjónustuviðskipti.Klippt á lýðræðislegar rætur TiSA er skammstöfun fyrir Trade in Services Agreement. Þessar fríverslunarviðræður spruttu upp úr GATS – General Agreement of Trade in Services – viðræðum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um þjónustuviðskipti og hófust þær formlega árið 2013 eftir að hlé hafði verið gert á GATS-viðræðunum vegna vaxandi andstöðu almennings og fátækustu ríkja heims. GATS og TiSA eru af sama toga og ganga út á lýðræðisvana markaðsvæðingu. Annars vegar er hún óafturkræf. Ekki er hægt fyrir nýjar ríkisstjórnir að vinda ofan af skuldbindingum um markaðsvæðingu, sem forverarnir gáfu, nema eiga málssókn á hættu. Í annan stað byggja þessar málsóknir á gerðardómsréttarfari, það þýðir að ágreiningsmálum er ekki skotið til dómstóla í viðkomandi ríkjum heldur til gerðardóma með aðkomu alþjóðlegra fyrirtækja. Þetta þýðir að klippt er á dómsvald sem á sér lýðræðislegar rætur.Aðild Íslands að siðleysinu Þessar TiSA-samningaviðræður eru siðlausar af tveimur ástæðum fyrir utan það sem hér var nefnt. Annars vegar eru TiSA-viðræðurnar tilraun ríkari hluta heimsins til að komast að samkomulagi sem síðan verði þröngvað upp á hinn snauðari hluta. Þetta takmark hefur ekki verið farið í grafgötur með. Í skýrslu utanríkisráðherra Íslands í mars 2014 segir að vonast sé til að aðildarríki Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar „gerist aðilar að TiSA-samningnum þegar viðræðum er lokið“! Hér er vísað til allra 123 ríkjanna sem stóðu að GATS-viðræðunum. Hins vegar eru TiSA-viðræðurnar ósiðlegar vegna leyndarinnar. Í TiSA-viðræðunum er meiningin að komast að samkomulagi undir leyndarhjúp um mál sem varða samfélagið allt.Leikbrúður fjármagnsins Fréttir af TiSA-viðræðunum nú eigum við enn og aftur Wikileaks að þakka. Í síðustu viku kom Wikileaks fréttum af leynimakkinu í Genf á framfæri. Athyglisvert er að lekinn hefur vakið miklu meiri athygli í þriðja heiminum en í okkar heimshluta þótt rökrétt væri að öll heimsbyggðin risi upp þegar alþjóðafjármagnið gerir lýðræðislega fulltrúa okkar að leikbrúðum sínum. Samningsríkin í TiSA-viðræðunum eru ýmist talin 50 eða 23 eftir því hvort Evrópusambandsríkin eru talin öll sér eða litið á þau sem eina heild en þannig koma þau að þessum viðræðum. Ísland er þarna með á báti, sem áður segir, og var í fréttum í síðustu viku vísað í Noreg og Ísland sem tillöguríki um tiltekna þætti í þessum viðræðum án þess að nokkur opin umræða hafi farið fram um það hér á landi!Varnaðarorð alþjóðasamtaka launafólks Alþjóðasamtök starfsfólks í almannaþjónustu, Public Services International, PSI, hafa fylgst með þessum viðræðum eins og þau hafa getað og sagði Rosa Pavanelli, framkvæmdastjóri PSI, eftir að upplýsingarnar komu fram í síðustu viku, að með ólíkindum væri að heimurinn þurfi að reiða sig á Wikileaks um aðgang að upplýsingum um hvað ríkisstjórnir okkar eru að semja um á bak við tjöldin fyrir okkar hönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Ögmundur Jónasson Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Á sama tíma og fulltrúar heimsbyggðarinnar ræða hvernig hamla megi gegn losun gróðurhúsalofttegunda, koma fulltrúar TiSA-ríkjanna saman í Genf til að ræða hið gagnstæða; hvernig koma megi í veg fyrir að félagsleg sjónarmið standi í vegi fyrir markaðsvæðingu þess sem á TiSA-máli kallast „Environmental services“ eða umhverfistengd þjónustuviðskipti.Klippt á lýðræðislegar rætur TiSA er skammstöfun fyrir Trade in Services Agreement. Þessar fríverslunarviðræður spruttu upp úr GATS – General Agreement of Trade in Services – viðræðum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um þjónustuviðskipti og hófust þær formlega árið 2013 eftir að hlé hafði verið gert á GATS-viðræðunum vegna vaxandi andstöðu almennings og fátækustu ríkja heims. GATS og TiSA eru af sama toga og ganga út á lýðræðisvana markaðsvæðingu. Annars vegar er hún óafturkræf. Ekki er hægt fyrir nýjar ríkisstjórnir að vinda ofan af skuldbindingum um markaðsvæðingu, sem forverarnir gáfu, nema eiga málssókn á hættu. Í annan stað byggja þessar málsóknir á gerðardómsréttarfari, það þýðir að ágreiningsmálum er ekki skotið til dómstóla í viðkomandi ríkjum heldur til gerðardóma með aðkomu alþjóðlegra fyrirtækja. Þetta þýðir að klippt er á dómsvald sem á sér lýðræðislegar rætur.Aðild Íslands að siðleysinu Þessar TiSA-samningaviðræður eru siðlausar af tveimur ástæðum fyrir utan það sem hér var nefnt. Annars vegar eru TiSA-viðræðurnar tilraun ríkari hluta heimsins til að komast að samkomulagi sem síðan verði þröngvað upp á hinn snauðari hluta. Þetta takmark hefur ekki verið farið í grafgötur með. Í skýrslu utanríkisráðherra Íslands í mars 2014 segir að vonast sé til að aðildarríki Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar „gerist aðilar að TiSA-samningnum þegar viðræðum er lokið“! Hér er vísað til allra 123 ríkjanna sem stóðu að GATS-viðræðunum. Hins vegar eru TiSA-viðræðurnar ósiðlegar vegna leyndarinnar. Í TiSA-viðræðunum er meiningin að komast að samkomulagi undir leyndarhjúp um mál sem varða samfélagið allt.Leikbrúður fjármagnsins Fréttir af TiSA-viðræðunum nú eigum við enn og aftur Wikileaks að þakka. Í síðustu viku kom Wikileaks fréttum af leynimakkinu í Genf á framfæri. Athyglisvert er að lekinn hefur vakið miklu meiri athygli í þriðja heiminum en í okkar heimshluta þótt rökrétt væri að öll heimsbyggðin risi upp þegar alþjóðafjármagnið gerir lýðræðislega fulltrúa okkar að leikbrúðum sínum. Samningsríkin í TiSA-viðræðunum eru ýmist talin 50 eða 23 eftir því hvort Evrópusambandsríkin eru talin öll sér eða litið á þau sem eina heild en þannig koma þau að þessum viðræðum. Ísland er þarna með á báti, sem áður segir, og var í fréttum í síðustu viku vísað í Noreg og Ísland sem tillöguríki um tiltekna þætti í þessum viðræðum án þess að nokkur opin umræða hafi farið fram um það hér á landi!Varnaðarorð alþjóðasamtaka launafólks Alþjóðasamtök starfsfólks í almannaþjónustu, Public Services International, PSI, hafa fylgst með þessum viðræðum eins og þau hafa getað og sagði Rosa Pavanelli, framkvæmdastjóri PSI, eftir að upplýsingarnar komu fram í síðustu viku, að með ólíkindum væri að heimurinn þurfi að reiða sig á Wikileaks um aðgang að upplýsingum um hvað ríkisstjórnir okkar eru að semja um á bak við tjöldin fyrir okkar hönd.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun