Vonast til að ljúka viðgerð á tveimur sólarhringum Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2015 17:45 Engar teljandi truflanir urðu á línum á hæstu spennu og á hálendislínum. Mynd/Landsnet Landsnet vonast til að ljúka viðgerða á byggðalínuhringnum á næstu tveimur sólarhringum. Línur löskuðust í óveðrinu í gærkvöldi og í nótt, en ljóst er að viðgerð á línum á Vestfjörðum mun taka lengri tíma. Í tilkynningu frá Landsnet segir að þegar verst lét hafi straumleysi verið víðtækt og rekstur flutningskerfisins hafi verið tvísýnn og sé það enn. Talið er að tjónið fyrir Landsnet verði líklega yfir 100 milljónir króna. Á fjórða tug viðgerðarmanna eru nú að störfum um landið þar sem línur löskuðust eða á leið á vettvang.17 möstur eru brotin í Breiðdalslínu 1.Mynd/LandsnetMinnst 17 möstur eru brotin í Breiðadalslínu 1, sem liggur milli Mjólkárvirkjunar og Breiðdals við Önundarfjörð. Níu manna flokkur er á leið þangað og ljóst er að viðgerð muni taka nokkra daga. Þrátt fyrir að aðstæður séu sæmilegar og bilunin er á láglendi en ekki upp á heiði. Þangað til línan verður komin í lag fá norðanverðir Vestfirðir rafmagn frá varaaflsstöðinni í Bolungarvík. Því verða skerðingar hjá kaupendum ótryggrar orku þar. Þrettán manna viðgerðarflokkur lauk fyrr í dag viðgerð á Eyvindarárlínu 1, milli Hryggstekks í Skriðdal og Egilsstaða. Hún var biluð rétt við Hryggstekk og er nú komin í gagnið á ný. Viðgerðaflokkurinn fyrir austan er nú að störfum við Teigarhornslínu 1, milli Hryggstekks og Teigarhorns í Berufirði. Nokkur möstur eru brotin í henni rétt suður af Hryggstekk og standa vonir til að viðgerð ljúki á næsta sólarhring.Minnst átta möstur eru brotin á Kópaskerslínu 1.Mynd/LandsnetMinnst fjögur möstur eru brotin í Kópaskerslínu 1, sem liggur milli Laxárstöðvar út á Kópasker. Þá eru tvö möstur brotin við Valþjófsstaði og önnur tvö við Laxá. Í tilkynningunni segir að björgunarsveitarmenn kanni nú ástand línunnar og að dísilstöð sjái íbúum á Kópaskeri fyrir rafmagni. Sjö manna vinnuflokkur er á leið á svæðið til að framkvæma viðgerðir og vonast er til að þeim ljúki á morgun eða í síðasta lagi á fimmtudag. Þá eru tvö möstur brotin í Rangárvallalínu 1, á milli Varmár og Akureyrar. Nánar tiltekið við bæinn Sólheima í Blönduhlíð. Viðgerðarmenn eru komnir á vettvang og er vonast til að viðgerðum ljúki í kvöld.Tvö möstur eru brotin í Rangárvallalínu 1.Mynd/LandsnetVerið er að meta heildartjónið enn, en aðaláhersla hefur verið lögð á að koma raforkuflutningum í lag á nýjan leik. „Straumleysi í flutningskerfi Landsnets var óvenju víðtækt þegar verst lét í óveðrinu síðastliðna nótt og var rekstur kerfisins tvísýnn þegar straumlaust varð samtímis á Vestfjörðum, hluta Norðurlands og á Austurlandi. Rekstur flutningskerfisins er enn áhættusamur þar sem byggðalínuhringurinn er rofinn og kerfið rekið í aðskildum rekstrareiningum, svokölluðum eyjarekstri.“ Í tilkynningunni segir að truflanir og tjón varð einkum á eldri línum Landsnets þar sem vindur og ísing spilaði stóran þátt. Engar teljandi truflanir urðu hins vegar á línum á hæstu spennu og á hálendislínum. Veður Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira
Landsnet vonast til að ljúka viðgerða á byggðalínuhringnum á næstu tveimur sólarhringum. Línur löskuðust í óveðrinu í gærkvöldi og í nótt, en ljóst er að viðgerð á línum á Vestfjörðum mun taka lengri tíma. Í tilkynningu frá Landsnet segir að þegar verst lét hafi straumleysi verið víðtækt og rekstur flutningskerfisins hafi verið tvísýnn og sé það enn. Talið er að tjónið fyrir Landsnet verði líklega yfir 100 milljónir króna. Á fjórða tug viðgerðarmanna eru nú að störfum um landið þar sem línur löskuðust eða á leið á vettvang.17 möstur eru brotin í Breiðdalslínu 1.Mynd/LandsnetMinnst 17 möstur eru brotin í Breiðadalslínu 1, sem liggur milli Mjólkárvirkjunar og Breiðdals við Önundarfjörð. Níu manna flokkur er á leið þangað og ljóst er að viðgerð muni taka nokkra daga. Þrátt fyrir að aðstæður séu sæmilegar og bilunin er á láglendi en ekki upp á heiði. Þangað til línan verður komin í lag fá norðanverðir Vestfirðir rafmagn frá varaaflsstöðinni í Bolungarvík. Því verða skerðingar hjá kaupendum ótryggrar orku þar. Þrettán manna viðgerðarflokkur lauk fyrr í dag viðgerð á Eyvindarárlínu 1, milli Hryggstekks í Skriðdal og Egilsstaða. Hún var biluð rétt við Hryggstekk og er nú komin í gagnið á ný. Viðgerðaflokkurinn fyrir austan er nú að störfum við Teigarhornslínu 1, milli Hryggstekks og Teigarhorns í Berufirði. Nokkur möstur eru brotin í henni rétt suður af Hryggstekk og standa vonir til að viðgerð ljúki á næsta sólarhring.Minnst átta möstur eru brotin á Kópaskerslínu 1.Mynd/LandsnetMinnst fjögur möstur eru brotin í Kópaskerslínu 1, sem liggur milli Laxárstöðvar út á Kópasker. Þá eru tvö möstur brotin við Valþjófsstaði og önnur tvö við Laxá. Í tilkynningunni segir að björgunarsveitarmenn kanni nú ástand línunnar og að dísilstöð sjái íbúum á Kópaskeri fyrir rafmagni. Sjö manna vinnuflokkur er á leið á svæðið til að framkvæma viðgerðir og vonast er til að þeim ljúki á morgun eða í síðasta lagi á fimmtudag. Þá eru tvö möstur brotin í Rangárvallalínu 1, á milli Varmár og Akureyrar. Nánar tiltekið við bæinn Sólheima í Blönduhlíð. Viðgerðarmenn eru komnir á vettvang og er vonast til að viðgerðum ljúki í kvöld.Tvö möstur eru brotin í Rangárvallalínu 1.Mynd/LandsnetVerið er að meta heildartjónið enn, en aðaláhersla hefur verið lögð á að koma raforkuflutningum í lag á nýjan leik. „Straumleysi í flutningskerfi Landsnets var óvenju víðtækt þegar verst lét í óveðrinu síðastliðna nótt og var rekstur kerfisins tvísýnn þegar straumlaust varð samtímis á Vestfjörðum, hluta Norðurlands og á Austurlandi. Rekstur flutningskerfisins er enn áhættusamur þar sem byggðalínuhringurinn er rofinn og kerfið rekið í aðskildum rekstrareiningum, svokölluðum eyjarekstri.“ Í tilkynningunni segir að truflanir og tjón varð einkum á eldri línum Landsnets þar sem vindur og ísing spilaði stóran þátt. Engar teljandi truflanir urðu hins vegar á línum á hæstu spennu og á hálendislínum.
Veður Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira