Færri jólagjafir úr H&M í ár Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 9. desember 2015 00:01 Verslunarferðir til útlanda hafa verið vinsælar hjá Íslendingum undanfarin ár. Þar eru jólagjafa- og jólafatakaupin afgreidd hratt og örugglega en það hefur skilið innlenda verslun eftir með heldur lítinn bita af jólakökunni. Þetta virðist þó vera að breytast ef marka má „H&M vísitöluna“. Í flestum þessara verslunarferða er sænski fatarisinn heimsóttur og þar eru keyptar helstu nauðsynjar. Hver kannast ekki við sænsku náttfatajólin þar sem hver gjöfin á fætur annarri er með merkimiða úr H&M? Gleðin fölnar á andlitum barnanna þegar enn einn sænskur mjúkur pakkinn er dreginn undan jólatrénu. Þessi þróun virðist þó vera að snúast við, því Íslendingar hafa verslað 22% minna í H&M í september, október og nóvember í ár en á síðasta ári samkvæmt greiningum úr Markaðsvakt Meniga. Ef verslun Íslendinga í verslunum Primark er skoðuð má sjá að hún er sex prósentum minni. Rúmlega 17 þúsund notendur Meniga eru í úrtakinu sem skoðað var en aldrei er unnið með persónugreinanlegar upplýsingar í greiningum Markaðsvaktar Meniga.Hvar verslum við þá? Þegar 20 söluhæstu fataverslanir landsins eru skoðaðar má sjá að meirihluti þeirra bætir við sig í sölu þessa þrjá mánuði samanborið við sömu mánuði í fyrra og í heildina er 7,8% meiri innlend fataverslun. Það er því líklegt að mjúkir pakkar verði á sínum stað undir jólatrjám landsmanna þó að færri verði í sænsku fánalitunum.Góður desember í vændum Verslun dregst þó saman hjá einhverjum íslensku verslananna sl. þrjá mánuði eins og gengur og gerist. Verslunareigendur geta þó verið vongóðir um að desember verði góður þar sem Íslendingar virðast hafa keypt minna af jólagjöfum og jólafötum í utanlandsferðum sínum sl. þrjá mánuði en þeir gerðu í sömu mánuðum í fyrra.Bara byrjunin? Það verður spennandi að fylgjast með þessari þróun sérstaklega þegar boðaðar tollaniðurfellingar taka gildi um áramótin. Ekki er ósennilegt að þær hafi haft einhver áhrif á minni verslun í H&M og Primark þar sem sumar innlendar verslanir hafa lækkað verð sín nú þegar. Íslendingar ættu því að geta gert góð kaup hér heima næstu misseri og notað utanlandsferðir sínar í annað en að troðfylla ferðatöskurnar af varningi úr H&M. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Verslunarferðir til útlanda hafa verið vinsælar hjá Íslendingum undanfarin ár. Þar eru jólagjafa- og jólafatakaupin afgreidd hratt og örugglega en það hefur skilið innlenda verslun eftir með heldur lítinn bita af jólakökunni. Þetta virðist þó vera að breytast ef marka má „H&M vísitöluna“. Í flestum þessara verslunarferða er sænski fatarisinn heimsóttur og þar eru keyptar helstu nauðsynjar. Hver kannast ekki við sænsku náttfatajólin þar sem hver gjöfin á fætur annarri er með merkimiða úr H&M? Gleðin fölnar á andlitum barnanna þegar enn einn sænskur mjúkur pakkinn er dreginn undan jólatrénu. Þessi þróun virðist þó vera að snúast við, því Íslendingar hafa verslað 22% minna í H&M í september, október og nóvember í ár en á síðasta ári samkvæmt greiningum úr Markaðsvakt Meniga. Ef verslun Íslendinga í verslunum Primark er skoðuð má sjá að hún er sex prósentum minni. Rúmlega 17 þúsund notendur Meniga eru í úrtakinu sem skoðað var en aldrei er unnið með persónugreinanlegar upplýsingar í greiningum Markaðsvaktar Meniga.Hvar verslum við þá? Þegar 20 söluhæstu fataverslanir landsins eru skoðaðar má sjá að meirihluti þeirra bætir við sig í sölu þessa þrjá mánuði samanborið við sömu mánuði í fyrra og í heildina er 7,8% meiri innlend fataverslun. Það er því líklegt að mjúkir pakkar verði á sínum stað undir jólatrjám landsmanna þó að færri verði í sænsku fánalitunum.Góður desember í vændum Verslun dregst þó saman hjá einhverjum íslensku verslananna sl. þrjá mánuði eins og gengur og gerist. Verslunareigendur geta þó verið vongóðir um að desember verði góður þar sem Íslendingar virðast hafa keypt minna af jólagjöfum og jólafötum í utanlandsferðum sínum sl. þrjá mánuði en þeir gerðu í sömu mánuðum í fyrra.Bara byrjunin? Það verður spennandi að fylgjast með þessari þróun sérstaklega þegar boðaðar tollaniðurfellingar taka gildi um áramótin. Ekki er ósennilegt að þær hafi haft einhver áhrif á minni verslun í H&M og Primark þar sem sumar innlendar verslanir hafa lækkað verð sín nú þegar. Íslendingar ættu því að geta gert góð kaup hér heima næstu misseri og notað utanlandsferðir sínar í annað en að troðfylla ferðatöskurnar af varningi úr H&M.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar