Samningafundi í kjaradeilu starfsmanna álversins í Straumsvík lauk rétt fyrir klukkan tólf í dag, án niðurstöðu. Hann hafði þá staðið yfir tæpa klukkustund, og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Fyrirhugað verkfall skellur á eftir tvo daga, takist ekki samningar.
Fundur stendur nú yfir innan samninganefndar starfsmanna álversins, að sögn Gylfa Ingvarssonar, talsmanns nefndarinnar. Hann sagðist í samtali við fréttastofu fyrir fundinn nokkuð vondaufur um árangur. Þó liggi fyrir samkomulag um launahækkanir til mikila meirihluta starfsmanna, en að greinilegt sé að eitthvað annað en launadeila vaki fyrir Rio Tinto.
Verkfall starfsmanna álversins í Straumsvík hefst annan desember næstkomandi, náist ekki sátt. Það jafngildir því að verinu verði lokað, og óvíst er hvort það verði opnað aftur að nýju.
Fundi lauk á innan við klukkustund
Tengdar fréttir

Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag
Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík.

Segja Samtök atvinnulífsins halda starfsfólki álversins í gíslingu
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands krefst þess að Samtök atvinnulífsins beiti sér fyrir því að gengið verði frá kjarasamningi milli ISAL og hlutaðeigandi verkalýðsfélaga hið fyrsta.

Búa sig undir að slökkva á Straumsvík
Samþykkt hefur verið að stéttarfélög starfsmanna álversins í Straumsvík aðstoði Rio Tinto Alcan í tvær vikur við það að slökkva á álverinu, eftir að verkfall hefst annan desember. Ef ekki tekst að semja, hefst verkfall um 300 starfsmanna álversins eftir rúma viku.

Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku
Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun.