Helena: Fótboltastelpur ná fleiri landsleikjum en ég á fjórum árum Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. nóvember 2015 12:30 Helena Sverrisdóttir er besta körfuboltakona landsins og hefur verið það um árabil. vísir/getty Helena Sverrisdóttir verður lykilmaður íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta á morgun eins og svo oft áður þegar stelpurnar okkar mæta Ungverjum í undankeppni EM 2017. Þetta er fyrsti leikur liðsins í riðlinum. Leikurinn fer fram í Miskolc, gamla heimavelli Helenu, en hún kom heim úr atvinnumennsku fyrir tímabilið og gekk í raðir uppeldisfélags síns Hauka. Stelpurnar mæta Slóvakíu í Höllinni á þriðjudagskvöldið en um er að ræða tvö firnasterk liðs sem bæði voru á Evrópumótinu í ár.Sjá einnig:Berglind: Þó þær séu miklu stærri eru hjörtun í okkur risastór „Við vitum alveg að þetta verður ótrúlega erfitt en þetta verður líka ótrúlega gaman og við bara fögnum öllum landsleikjum sem við fáum. Ég tala nú ekki um þegar það er í undankeppni Evrópumóts,“ segir Helena í samtali við Vísi. „Ég get alveg séð fyrir mér að þetta verði smá sjokk og þá bara að sjá hæðina og styrkleikann á þeim. Þetta eru allt atvinnumenn sem við erum að fara að mæta. Þær æfa tvisvar sinnum á dag og lifa á þessu.“ „Við vitum að við erum að fara að mæta risum og þó þetta verði sjokk þá verðum við bara enn þá tilbúnari á miðvikudaginn,“ segir Helena.Helena kom heim til Hauka fyrir tímabilið og er á toppnum með liðinu.vísir/anton brinkFagna öllum verkefnum Íslenska liðið verður án þriggja sterkra leikmanna sem spila í háskólakörfunni í Bandaríkjunum. Sara Rún Hinriksdóttir, Margrét Rósa Hálfdanardóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir eru allar uppteknar vestanhafs. „Það er mikil blóðtaka fyrir okkur að missa þessar stelpur sem hafa verið að byrja inn á. Vonandi eru bara fleiri stelpur í liðinu sem eru hungraðar í að spila og sýna hvað þær geta,“ segir Helena, en vegna fjarveru þessara stúlkna og meiðsla er hópurinn ansi ungur. „Það er svolítið fyndið að vera 27 ára en vera ein af þeim elstu. Pálína er sú eina sem er eldri fyrst Petrúnalla er enn þá meidd,“ segir Helena.Sjá einnig:Pálína: Við erum allar á sama aldri, hættu þessu Síðan Helena kom inn í íslenska landsliðið og spilaði sinn fyrsta leik hefur hún ekki misst af landsleik. Landsliðið fór í þriggja ára pásu á sínum tíma þannig Helena fagnar hverjum landsleik. „Þetta er þrettánda árið sem ég spila en er samt „bara“ búin að spila 57 landsleiki. Stelpur í fótboltanum eru kannski bara búnar að spila í fjögur ár en komnar með fleiri leiki en ég,“ segir Helena. „Við fögnum öllum verkefnum og ég vona að þú sért ekkert að „jinxa“ mig þannig ég fari að missa af einhverjum leikjum. Mér finnst þetta alltaf jafn skemmtilegt og sérstaklega þegar ég var úti var geggjað að koma heim og hitta stelpurnar,“ segir Helena Sverrisdóttir. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Fjórar systur á leið með landsliðinu til Ungverjalands Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta flaug í morgun út til Ungverjalands þar sem liðið mætir heimastúlkum á laugardaginn í fyrsta leik í undankeppni EM. 19. nóvember 2015 06:00 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
Helena Sverrisdóttir verður lykilmaður íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta á morgun eins og svo oft áður þegar stelpurnar okkar mæta Ungverjum í undankeppni EM 2017. Þetta er fyrsti leikur liðsins í riðlinum. Leikurinn fer fram í Miskolc, gamla heimavelli Helenu, en hún kom heim úr atvinnumennsku fyrir tímabilið og gekk í raðir uppeldisfélags síns Hauka. Stelpurnar mæta Slóvakíu í Höllinni á þriðjudagskvöldið en um er að ræða tvö firnasterk liðs sem bæði voru á Evrópumótinu í ár.Sjá einnig:Berglind: Þó þær séu miklu stærri eru hjörtun í okkur risastór „Við vitum alveg að þetta verður ótrúlega erfitt en þetta verður líka ótrúlega gaman og við bara fögnum öllum landsleikjum sem við fáum. Ég tala nú ekki um þegar það er í undankeppni Evrópumóts,“ segir Helena í samtali við Vísi. „Ég get alveg séð fyrir mér að þetta verði smá sjokk og þá bara að sjá hæðina og styrkleikann á þeim. Þetta eru allt atvinnumenn sem við erum að fara að mæta. Þær æfa tvisvar sinnum á dag og lifa á þessu.“ „Við vitum að við erum að fara að mæta risum og þó þetta verði sjokk þá verðum við bara enn þá tilbúnari á miðvikudaginn,“ segir Helena.Helena kom heim til Hauka fyrir tímabilið og er á toppnum með liðinu.vísir/anton brinkFagna öllum verkefnum Íslenska liðið verður án þriggja sterkra leikmanna sem spila í háskólakörfunni í Bandaríkjunum. Sara Rún Hinriksdóttir, Margrét Rósa Hálfdanardóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir eru allar uppteknar vestanhafs. „Það er mikil blóðtaka fyrir okkur að missa þessar stelpur sem hafa verið að byrja inn á. Vonandi eru bara fleiri stelpur í liðinu sem eru hungraðar í að spila og sýna hvað þær geta,“ segir Helena, en vegna fjarveru þessara stúlkna og meiðsla er hópurinn ansi ungur. „Það er svolítið fyndið að vera 27 ára en vera ein af þeim elstu. Pálína er sú eina sem er eldri fyrst Petrúnalla er enn þá meidd,“ segir Helena.Sjá einnig:Pálína: Við erum allar á sama aldri, hættu þessu Síðan Helena kom inn í íslenska landsliðið og spilaði sinn fyrsta leik hefur hún ekki misst af landsleik. Landsliðið fór í þriggja ára pásu á sínum tíma þannig Helena fagnar hverjum landsleik. „Þetta er þrettánda árið sem ég spila en er samt „bara“ búin að spila 57 landsleiki. Stelpur í fótboltanum eru kannski bara búnar að spila í fjögur ár en komnar með fleiri leiki en ég,“ segir Helena. „Við fögnum öllum verkefnum og ég vona að þú sért ekkert að „jinxa“ mig þannig ég fari að missa af einhverjum leikjum. Mér finnst þetta alltaf jafn skemmtilegt og sérstaklega þegar ég var úti var geggjað að koma heim og hitta stelpurnar,“ segir Helena Sverrisdóttir. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Fjórar systur á leið með landsliðinu til Ungverjalands Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta flaug í morgun út til Ungverjalands þar sem liðið mætir heimastúlkum á laugardaginn í fyrsta leik í undankeppni EM. 19. nóvember 2015 06:00 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
Fjórar systur á leið með landsliðinu til Ungverjalands Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta flaug í morgun út til Ungverjalands þar sem liðið mætir heimastúlkum á laugardaginn í fyrsta leik í undankeppni EM. 19. nóvember 2015 06:00