Félag atvinnurekenda vill lækka álagningu ÁTVR Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. nóvember 2015 15:55 Virðisaukaskattur áfengi mun lækka um áramótin en á móti mun áfengisgjald hækka. Vísir/GVA Félag atvinnurekanda hefur skrifað formanni efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis þar sem lagt er til að álagning ÁTVR verði lækkuð um tvö prósentustig. Myndi það vinna gegn verðhækkunum sem verða vegna boðaðra breytinga á skattlagninu áfengis. Til stendur að lækka virðisaukaskatt á áfengi niður í ellefu prósent en á móti verður áfengisgjald hækkað svo tekjur ríkisins skerðist ekki við breytinguna. Félag atvinnurekenda telur að þetta leiði til þess að smávöruálagning ÁTVR muni hækka um 300-400 milljónir við breytinguna en lögbundin prósenta leggst ofan á hækkað áfengisgjald. Í bréfinu er lagt til að smásöluálagning ÁTVR á bjór og léttvín lækki úr 18 prósentum í 16 prósent og að smásöluálagning á sterka drykki lækki úr 12 prósent í 10 prósent en í bréfinu segir að það sé „ótækt að breyting, sem átti ekki að breyta tekjum ríkisins af áfengissölu, leiði til þess að 300-400 milljónir renni úr vösum neytenda inn í rekstur ÁTVR.“ Sú breyting sem Félag atvinnurekenda leggur til myndi gera það að verkum að algeng tegund af léttvíni í kassa myndi hækka um 132 krónur í stað 229 og algeng vodkategund í lítraflösku myndi hækka um 274 krónur í stað 41 krónu. Líkt og komið hefur fram í Fréttablaðinu og á Vísi þýða þessar breytingar á virðisaukaskatti og áfengisgjaldi að ýmsar ódýrari áfengistegundir hækka í verði, en dýrari tegundir lækka. Að mati Félags atvinnurekenda þýðir þetta að neytendur með minna á milli handana sem líklegri eru til að velja ódýrari tegundir, niðurgreiða áfengisskattana fyrir þá sem meira hafa á milli handana og eru líklegri til að kaupa dýrara áfengi. Alþingi Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Sjá meira
Félag atvinnurekanda hefur skrifað formanni efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis þar sem lagt er til að álagning ÁTVR verði lækkuð um tvö prósentustig. Myndi það vinna gegn verðhækkunum sem verða vegna boðaðra breytinga á skattlagninu áfengis. Til stendur að lækka virðisaukaskatt á áfengi niður í ellefu prósent en á móti verður áfengisgjald hækkað svo tekjur ríkisins skerðist ekki við breytinguna. Félag atvinnurekenda telur að þetta leiði til þess að smávöruálagning ÁTVR muni hækka um 300-400 milljónir við breytinguna en lögbundin prósenta leggst ofan á hækkað áfengisgjald. Í bréfinu er lagt til að smásöluálagning ÁTVR á bjór og léttvín lækki úr 18 prósentum í 16 prósent og að smásöluálagning á sterka drykki lækki úr 12 prósent í 10 prósent en í bréfinu segir að það sé „ótækt að breyting, sem átti ekki að breyta tekjum ríkisins af áfengissölu, leiði til þess að 300-400 milljónir renni úr vösum neytenda inn í rekstur ÁTVR.“ Sú breyting sem Félag atvinnurekenda leggur til myndi gera það að verkum að algeng tegund af léttvíni í kassa myndi hækka um 132 krónur í stað 229 og algeng vodkategund í lítraflösku myndi hækka um 274 krónur í stað 41 krónu. Líkt og komið hefur fram í Fréttablaðinu og á Vísi þýða þessar breytingar á virðisaukaskatti og áfengisgjaldi að ýmsar ódýrari áfengistegundir hækka í verði, en dýrari tegundir lækka. Að mati Félags atvinnurekenda þýðir þetta að neytendur með minna á milli handana sem líklegri eru til að velja ódýrari tegundir, niðurgreiða áfengisskattana fyrir þá sem meira hafa á milli handana og eru líklegri til að kaupa dýrara áfengi.
Alþingi Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Sjá meira