„Myndi ég gera stórmál úr því ef ISIS lýsti yfir stríði við Ísland og Ísland myndi ráðast á okkur?“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. nóvember 2015 11:15 Hollenski ISIS-liðinn Israfil Yilmaz hefur að undaförnu notað Tumblr-síðu sína til þess að svara spurningum um lífið á landsvæði ISIS. Vísir/Getty „Myndi ég gera stórmál úr því ef ISIS lýsti yfir stríði við Ísland og Ísland myndi ráðast á okkur? Auðvitað ekki.“ Svo segir hollenski ISIS-liðinn Israfil Yilmaz sem hefur að undaförnu notað Tumblr-síðu sína til þess að svara spurningum um lífið á landsvæði ISIS. Ísland kom upp er hann svaraði spurningum um hryðjuverk ISIS í París en hann taldi þau hafa verið eðlileg viðbrögð við loftárásum Frakka á ISIS í Sýrlandi og Írak. „Myndi ég gera stórmál úr því ef ISIS lýsti yfir stríði við Ísland og Ísland myndi ráðast á okkur? Auðvitað ekki,” sagði Yilmaz. „Svona er lífið í stórborginni, það er ekki hægt að lýsa yfir stríði gegn múslimum og ætlast svo til þess að fá að vera í friði bara vegna þess að þú býrð lengst í burtu. Þetta er eitthvað sem allir skilja, ekki satt?“Skjáskot af Tumblr-síðu YilmazSkjáskotMyndi faðma mömmu sína og borða sushi ef hann sneri aftur til Hollands Yilmaz var áður hermaður í hollenska hernum en gekk til liðs við ISIS árið 2013 og hefur barist með samtökunum síðan. Hann er fæddur 1987 og á konu og börn sem búa með honum innan landsvæðis ISIS í Sýrlandi og Írak. Hollenska sjónvarpsstöðin NOS spurði hann að því hvað hann myndi gera ef hann myndi einhverntímann snúa aftur heim til Hollands og svarið gæti komið á óvart. Hann sagðist aldrei ætla að snúa aftur til Hollands til þess að fremja hryðjuverk heldur myndi hann líklega „borða sushi, drekka Dr. Pepper og faðma mömmu innilega.“ Yilmaz mun þó líklega ekki fá tækifæri til þess enda má hann ekki snúa aftur en hann er á lista hollenskra yfirvalda yfir hryðjuverkamenn. Svo virðist sem að Tumblr-síðu Yilmaz hafi nú verið lokað en samfélagsmiðlar eins og Twitter og Tumblr loka reglulega á síður sem tengjast ISIS, til að mynda hafði Yilmaz stofnað fjórar mismunandi aðganga á Twitter áður en hann gafst upp á því vegna hversu fljótt var lokað á þá. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Neyðarástand í þrjá mánuði til viðbótar Franska þingið samþykkti í gær að neyðarástand verði í gildi í landinu þrjá mánuði til viðbótar. 20. nóvember 2015 07:00 Þriðja líkið fannst í íbúðinni í St-Denis Áður hafði verið greint frá því að lík Abdel-Hamid Abu Oud, höfuðpaurs árásanna, og Hasna Aitboulahcen hafi fundist í íbúðinni. 20. nóvember 2015 10:17 Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í Brussel Yfirvofandi hryðjuverkahætta, segja stjórnvöld. 21. nóvember 2015 09:52 Hver var Abdel-Hamid Abu Oud? Eldri systir Abu Oud segir að hann hafi ekki sótt moskur á sínum yngri árum eða sýnt trúmálum mikinn áhuga. 19. nóvember 2015 13:23 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
„Myndi ég gera stórmál úr því ef ISIS lýsti yfir stríði við Ísland og Ísland myndi ráðast á okkur? Auðvitað ekki.“ Svo segir hollenski ISIS-liðinn Israfil Yilmaz sem hefur að undaförnu notað Tumblr-síðu sína til þess að svara spurningum um lífið á landsvæði ISIS. Ísland kom upp er hann svaraði spurningum um hryðjuverk ISIS í París en hann taldi þau hafa verið eðlileg viðbrögð við loftárásum Frakka á ISIS í Sýrlandi og Írak. „Myndi ég gera stórmál úr því ef ISIS lýsti yfir stríði við Ísland og Ísland myndi ráðast á okkur? Auðvitað ekki,” sagði Yilmaz. „Svona er lífið í stórborginni, það er ekki hægt að lýsa yfir stríði gegn múslimum og ætlast svo til þess að fá að vera í friði bara vegna þess að þú býrð lengst í burtu. Þetta er eitthvað sem allir skilja, ekki satt?“Skjáskot af Tumblr-síðu YilmazSkjáskotMyndi faðma mömmu sína og borða sushi ef hann sneri aftur til Hollands Yilmaz var áður hermaður í hollenska hernum en gekk til liðs við ISIS árið 2013 og hefur barist með samtökunum síðan. Hann er fæddur 1987 og á konu og börn sem búa með honum innan landsvæðis ISIS í Sýrlandi og Írak. Hollenska sjónvarpsstöðin NOS spurði hann að því hvað hann myndi gera ef hann myndi einhverntímann snúa aftur heim til Hollands og svarið gæti komið á óvart. Hann sagðist aldrei ætla að snúa aftur til Hollands til þess að fremja hryðjuverk heldur myndi hann líklega „borða sushi, drekka Dr. Pepper og faðma mömmu innilega.“ Yilmaz mun þó líklega ekki fá tækifæri til þess enda má hann ekki snúa aftur en hann er á lista hollenskra yfirvalda yfir hryðjuverkamenn. Svo virðist sem að Tumblr-síðu Yilmaz hafi nú verið lokað en samfélagsmiðlar eins og Twitter og Tumblr loka reglulega á síður sem tengjast ISIS, til að mynda hafði Yilmaz stofnað fjórar mismunandi aðganga á Twitter áður en hann gafst upp á því vegna hversu fljótt var lokað á þá.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Neyðarástand í þrjá mánuði til viðbótar Franska þingið samþykkti í gær að neyðarástand verði í gildi í landinu þrjá mánuði til viðbótar. 20. nóvember 2015 07:00 Þriðja líkið fannst í íbúðinni í St-Denis Áður hafði verið greint frá því að lík Abdel-Hamid Abu Oud, höfuðpaurs árásanna, og Hasna Aitboulahcen hafi fundist í íbúðinni. 20. nóvember 2015 10:17 Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í Brussel Yfirvofandi hryðjuverkahætta, segja stjórnvöld. 21. nóvember 2015 09:52 Hver var Abdel-Hamid Abu Oud? Eldri systir Abu Oud segir að hann hafi ekki sótt moskur á sínum yngri árum eða sýnt trúmálum mikinn áhuga. 19. nóvember 2015 13:23 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Neyðarástand í þrjá mánuði til viðbótar Franska þingið samþykkti í gær að neyðarástand verði í gildi í landinu þrjá mánuði til viðbótar. 20. nóvember 2015 07:00
Þriðja líkið fannst í íbúðinni í St-Denis Áður hafði verið greint frá því að lík Abdel-Hamid Abu Oud, höfuðpaurs árásanna, og Hasna Aitboulahcen hafi fundist í íbúðinni. 20. nóvember 2015 10:17
Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í Brussel Yfirvofandi hryðjuverkahætta, segja stjórnvöld. 21. nóvember 2015 09:52
Hver var Abdel-Hamid Abu Oud? Eldri systir Abu Oud segir að hann hafi ekki sótt moskur á sínum yngri árum eða sýnt trúmálum mikinn áhuga. 19. nóvember 2015 13:23