Frakkar hafa hafið loftárásir gegn liðsmönnum Íslamska ríkisins í Sýrlandi. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta Frakklands segir að sprengjur frönsku vélanna hafi hæft skotmörk sem tekin hafi verið saman í yfirlitskönnun undanfarnar tvær vikur.
Frakkar hófu loftárásir gegn liðsmönnum hryðjuverkasamtakanna fyrir nær akkúrat einu ári en hafa til þessa einungis varpað sprengjum á svæði í Írak, líkt og Bretar hafa einnig gert. Francois Hollande Frakklandsforseti lýsti því þó yfir fyrr í mánuðinum að til stæði að senda þotur til Sýrlands.
Hollande sagði við það tilefni að í Sýrlandi hefði verið lagt á ráðin um hryðjuverkaárásir gegn Frökkum.
„Við munum bregðast við í hvert sinn sem okkar þjóðaröryggi er að veði,“ segir í tilkynningunni frá í gær.
Rúmlega 200 þúsund Sýrlendingar hafa fallið í borgarastyrjöldinni þar í landi frá árinu 2011. Um það bil fjórar milljónir manna hafa flúið land.
Frakkar hefja loftárásir í Sýrlandi

Tengdar fréttir

Fyrsta loftárás Frakka í Írak
Rafale orrustuvélar eyðilögðu birgðageymslu í eigu ISIS.

Ástralar gera loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi
Hingað til hafa þeir eingöngu gert árásir í Írak.

Illa hefur gengið að fella leiðtoga ISIS
Af átján æðstu leiðtogum samtakanna hafa einungis þrír fallið í loftárásum Bandaríkjanna og bandamanna þeirra.

Loftárásirnar skilja eftir sig gríðarlegt tjón
Sádi-Arabar hófu loftárásir að nýju á Jemen, stuttu eftir yfirlýsingu um að þeim væri lokið:

80 féllu í loftárásum í Sýrlandi
Vitni segja að 200 hafi særst þegar stjórnvöld gerðu loftárásir á markað.