Þar rökræddu sérfræðingar þáttarins um ýmis álitaefni tengd körfuboltanum á Íslandi og tóku meðal annars fyrir gengi Snæfells í deildinni.
Liðið hefur komið öllum á óvart og unnið þrjá leiki á tímabilinu. Þeim var spáð mjög slöku gengi en núna tala sérfræðingarnir jafnvel um að liðið komist í úrslitakeppnina.
Þeir Jón Halldór Eðvaldsson og Fannar Ólafsson ræddu þetta ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni, umsjónamanni þáttarins, á föstudaginn.