Miðasala á Eurovision hefst á fimmtudag Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. nóvember 2015 20:12 Hinn sænski Måns Zelmerlöw stóð upp sem sigurvegari í Eurovision í vor. vísir/ebu Stillið klukkurnar, leggið kortanúmerið á minnið og komið puttunum fyrir á F5-hnappnum. Hið sænska Aftonbladet greinir frá því að fyrstu miðarnir á Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári fari í sölu á fimmtudaginn næstkomandi. Þrátt fyrir að nákvæmari upplýsingar liggi ekki fyrir fyrr en á morgun segja heimildir sænska miðilsins að miðasalan hefjist klukkan 9 á fimmtudagsmorgunn að íslenskum tíma. Þá munu miðar á undankvöldin, sem og úrslitakvöldið, fara í sölu. Globe-höllin í Stokkhólmi tekur um 14 til 16 þúsund manns í sæti þannig að þeir allra fyrstu ættu að vera nokkuð öruggir með að tryggja sér sæti. Rétt er þó að minna á að röð keppenda liggur ekki fyrir að svo stöddu þannig að við Íslendingar vitum ekki hvenær fulltrúi okkar stígur á stokk. Miðaverðið hefur ekki verið staðfest en Aftonbladet segir að ódýrustu miðarnar gætu jafnvel farið á um 100 sænskar krónur, jafnvirði 1500 íslenskra króna. Sænska ríkissjónvarpið, sem heldur utan um keppnina á næsta ári, hefur lýst því yfir að það muni reyna hvað það getur til að sporna við svartamarkaðsbraski með miðana. Keppnin fer fram í Stokkhólmi 10., 12. og 14. maí næstkomandi. Keppnin var síðast haldin þar í landi árið 2013 eftir sigur Loreen árið áður. Eurovision Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fleiri fréttir Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Sjá meira
Stillið klukkurnar, leggið kortanúmerið á minnið og komið puttunum fyrir á F5-hnappnum. Hið sænska Aftonbladet greinir frá því að fyrstu miðarnir á Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári fari í sölu á fimmtudaginn næstkomandi. Þrátt fyrir að nákvæmari upplýsingar liggi ekki fyrir fyrr en á morgun segja heimildir sænska miðilsins að miðasalan hefjist klukkan 9 á fimmtudagsmorgunn að íslenskum tíma. Þá munu miðar á undankvöldin, sem og úrslitakvöldið, fara í sölu. Globe-höllin í Stokkhólmi tekur um 14 til 16 þúsund manns í sæti þannig að þeir allra fyrstu ættu að vera nokkuð öruggir með að tryggja sér sæti. Rétt er þó að minna á að röð keppenda liggur ekki fyrir að svo stöddu þannig að við Íslendingar vitum ekki hvenær fulltrúi okkar stígur á stokk. Miðaverðið hefur ekki verið staðfest en Aftonbladet segir að ódýrustu miðarnar gætu jafnvel farið á um 100 sænskar krónur, jafnvirði 1500 íslenskra króna. Sænska ríkissjónvarpið, sem heldur utan um keppnina á næsta ári, hefur lýst því yfir að það muni reyna hvað það getur til að sporna við svartamarkaðsbraski með miðana. Keppnin fer fram í Stokkhólmi 10., 12. og 14. maí næstkomandi. Keppnin var síðast haldin þar í landi árið 2013 eftir sigur Loreen árið áður.
Eurovision Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fleiri fréttir Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Sjá meira