Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 23. nóvember 2015 12:29 Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. Vísir Rósa Guðbjartsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, segist hafa þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. Hún segir hana koma til með að hafa áhrif á allt að eitt þúsund starfsmenn í bæjarfélaginu. „Við vitum að þarna starfa um 400 manns og um er að ræða vel launuð störf, meðal annars í verkfræði- og tæknigeiranum. Þá er á annað hundrað fyrirtækja, bara hér í Hafnarfirði, sem eiga mest allt undir því að eiga í viðskiptum við álverið, þannig að það má áætla að það séu um störf allt að þúsund manna, fyrir utan afkomu þeirra fyrirtækja sem eru flest hérna í Hafnarfirði. Þannig að maður getur ímyndað sér hvað verður ef þetta er niðurstaðan, og það er eitthvað til að óttast," sagði Rósa í Bítinu á Bylgjunni. Hún sagðist hafa fundað með forsvarsmönnum álversins á dögunum, og að ljóst sé eftir þann fund að yfirgnæfandi líkur séu á að álverinu verði lokað. „Ég vil hreinlega ekki hugsa þessa hugsun til enda ef af þessu verður. En þarna er um gríðarlega hagsmuni að ræða, milljarða hagsmuni fyrir hafnfirskt samfélag. Það er alveg ljóst," sagði Rósa. „Við þessi tíðindi og að þetta geti gerst er ljóst að þetta er grafalvarlegt mál sem ég hef verulegar áhyggjur af.“Ekki sjálfgefið að álverið opni afturSamþykkt var í gær að stéttarfélög starfsmanna álversins í Straumsvík aðstoði Rio Tinto Alcan í tvær vikur við það að slökkva á álverinu, eftir að fyrirhugað verkfall hefst annan desember. Ólafur Teitur Guðnason, talsmaður Rio Tinto, segir ekki sjálfgefið að álverið opni aftur. „Það er ljóst að álver er ekki eitthvað sem hægt er að leggja út í kant og setja síðan af stað aftur, eins og ekkert sé. Það er miklu nær að líkja því við skip sem sekkur og mikið mál að koma aftur upp og á flot," segir Ólafur í samtali við Vísi. Hann segist þó binda vonir við að ekkert verði af verkfallinu. „Maður verður að halda í vonina og vera bjartsýnn á að við náum einhverri lendingu því það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir báða aðila. Okkar verkefni er að reyna að ná saman, en það verður að vera á nótum sem fyrirtækið getur lifað við og búið við."Hlusta má á viðtalið við Rósu í spilaranum hér fyrir neðan. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Segja Samtök atvinnulífsins halda starfsfólki álversins í gíslingu Miðstjórn Alþýðusambands Íslands krefst þess að Samtök atvinnulífsins beiti sér fyrir því að gengið verði frá kjarasamningi milli ISAL og hlutaðeigandi verkalýðsfélaga hið fyrsta. 18. nóvember 2015 18:15 Mest lesið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sjá meira
Rósa Guðbjartsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, segist hafa þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. Hún segir hana koma til með að hafa áhrif á allt að eitt þúsund starfsmenn í bæjarfélaginu. „Við vitum að þarna starfa um 400 manns og um er að ræða vel launuð störf, meðal annars í verkfræði- og tæknigeiranum. Þá er á annað hundrað fyrirtækja, bara hér í Hafnarfirði, sem eiga mest allt undir því að eiga í viðskiptum við álverið, þannig að það má áætla að það séu um störf allt að þúsund manna, fyrir utan afkomu þeirra fyrirtækja sem eru flest hérna í Hafnarfirði. Þannig að maður getur ímyndað sér hvað verður ef þetta er niðurstaðan, og það er eitthvað til að óttast," sagði Rósa í Bítinu á Bylgjunni. Hún sagðist hafa fundað með forsvarsmönnum álversins á dögunum, og að ljóst sé eftir þann fund að yfirgnæfandi líkur séu á að álverinu verði lokað. „Ég vil hreinlega ekki hugsa þessa hugsun til enda ef af þessu verður. En þarna er um gríðarlega hagsmuni að ræða, milljarða hagsmuni fyrir hafnfirskt samfélag. Það er alveg ljóst," sagði Rósa. „Við þessi tíðindi og að þetta geti gerst er ljóst að þetta er grafalvarlegt mál sem ég hef verulegar áhyggjur af.“Ekki sjálfgefið að álverið opni afturSamþykkt var í gær að stéttarfélög starfsmanna álversins í Straumsvík aðstoði Rio Tinto Alcan í tvær vikur við það að slökkva á álverinu, eftir að fyrirhugað verkfall hefst annan desember. Ólafur Teitur Guðnason, talsmaður Rio Tinto, segir ekki sjálfgefið að álverið opni aftur. „Það er ljóst að álver er ekki eitthvað sem hægt er að leggja út í kant og setja síðan af stað aftur, eins og ekkert sé. Það er miklu nær að líkja því við skip sem sekkur og mikið mál að koma aftur upp og á flot," segir Ólafur í samtali við Vísi. Hann segist þó binda vonir við að ekkert verði af verkfallinu. „Maður verður að halda í vonina og vera bjartsýnn á að við náum einhverri lendingu því það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir báða aðila. Okkar verkefni er að reyna að ná saman, en það verður að vera á nótum sem fyrirtækið getur lifað við og búið við."Hlusta má á viðtalið við Rósu í spilaranum hér fyrir neðan.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Segja Samtök atvinnulífsins halda starfsfólki álversins í gíslingu Miðstjórn Alþýðusambands Íslands krefst þess að Samtök atvinnulífsins beiti sér fyrir því að gengið verði frá kjarasamningi milli ISAL og hlutaðeigandi verkalýðsfélaga hið fyrsta. 18. nóvember 2015 18:15 Mest lesið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sjá meira
Segja Samtök atvinnulífsins halda starfsfólki álversins í gíslingu Miðstjórn Alþýðusambands Íslands krefst þess að Samtök atvinnulífsins beiti sér fyrir því að gengið verði frá kjarasamningi milli ISAL og hlutaðeigandi verkalýðsfélaga hið fyrsta. 18. nóvember 2015 18:15