Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 23. nóvember 2015 12:29 Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. Vísir Rósa Guðbjartsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, segist hafa þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. Hún segir hana koma til með að hafa áhrif á allt að eitt þúsund starfsmenn í bæjarfélaginu. „Við vitum að þarna starfa um 400 manns og um er að ræða vel launuð störf, meðal annars í verkfræði- og tæknigeiranum. Þá er á annað hundrað fyrirtækja, bara hér í Hafnarfirði, sem eiga mest allt undir því að eiga í viðskiptum við álverið, þannig að það má áætla að það séu um störf allt að þúsund manna, fyrir utan afkomu þeirra fyrirtækja sem eru flest hérna í Hafnarfirði. Þannig að maður getur ímyndað sér hvað verður ef þetta er niðurstaðan, og það er eitthvað til að óttast," sagði Rósa í Bítinu á Bylgjunni. Hún sagðist hafa fundað með forsvarsmönnum álversins á dögunum, og að ljóst sé eftir þann fund að yfirgnæfandi líkur séu á að álverinu verði lokað. „Ég vil hreinlega ekki hugsa þessa hugsun til enda ef af þessu verður. En þarna er um gríðarlega hagsmuni að ræða, milljarða hagsmuni fyrir hafnfirskt samfélag. Það er alveg ljóst," sagði Rósa. „Við þessi tíðindi og að þetta geti gerst er ljóst að þetta er grafalvarlegt mál sem ég hef verulegar áhyggjur af.“Ekki sjálfgefið að álverið opni afturSamþykkt var í gær að stéttarfélög starfsmanna álversins í Straumsvík aðstoði Rio Tinto Alcan í tvær vikur við það að slökkva á álverinu, eftir að fyrirhugað verkfall hefst annan desember. Ólafur Teitur Guðnason, talsmaður Rio Tinto, segir ekki sjálfgefið að álverið opni aftur. „Það er ljóst að álver er ekki eitthvað sem hægt er að leggja út í kant og setja síðan af stað aftur, eins og ekkert sé. Það er miklu nær að líkja því við skip sem sekkur og mikið mál að koma aftur upp og á flot," segir Ólafur í samtali við Vísi. Hann segist þó binda vonir við að ekkert verði af verkfallinu. „Maður verður að halda í vonina og vera bjartsýnn á að við náum einhverri lendingu því það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir báða aðila. Okkar verkefni er að reyna að ná saman, en það verður að vera á nótum sem fyrirtækið getur lifað við og búið við."Hlusta má á viðtalið við Rósu í spilaranum hér fyrir neðan. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Segja Samtök atvinnulífsins halda starfsfólki álversins í gíslingu Miðstjórn Alþýðusambands Íslands krefst þess að Samtök atvinnulífsins beiti sér fyrir því að gengið verði frá kjarasamningi milli ISAL og hlutaðeigandi verkalýðsfélaga hið fyrsta. 18. nóvember 2015 18:15 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Rósa Guðbjartsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, segist hafa þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. Hún segir hana koma til með að hafa áhrif á allt að eitt þúsund starfsmenn í bæjarfélaginu. „Við vitum að þarna starfa um 400 manns og um er að ræða vel launuð störf, meðal annars í verkfræði- og tæknigeiranum. Þá er á annað hundrað fyrirtækja, bara hér í Hafnarfirði, sem eiga mest allt undir því að eiga í viðskiptum við álverið, þannig að það má áætla að það séu um störf allt að þúsund manna, fyrir utan afkomu þeirra fyrirtækja sem eru flest hérna í Hafnarfirði. Þannig að maður getur ímyndað sér hvað verður ef þetta er niðurstaðan, og það er eitthvað til að óttast," sagði Rósa í Bítinu á Bylgjunni. Hún sagðist hafa fundað með forsvarsmönnum álversins á dögunum, og að ljóst sé eftir þann fund að yfirgnæfandi líkur séu á að álverinu verði lokað. „Ég vil hreinlega ekki hugsa þessa hugsun til enda ef af þessu verður. En þarna er um gríðarlega hagsmuni að ræða, milljarða hagsmuni fyrir hafnfirskt samfélag. Það er alveg ljóst," sagði Rósa. „Við þessi tíðindi og að þetta geti gerst er ljóst að þetta er grafalvarlegt mál sem ég hef verulegar áhyggjur af.“Ekki sjálfgefið að álverið opni afturSamþykkt var í gær að stéttarfélög starfsmanna álversins í Straumsvík aðstoði Rio Tinto Alcan í tvær vikur við það að slökkva á álverinu, eftir að fyrirhugað verkfall hefst annan desember. Ólafur Teitur Guðnason, talsmaður Rio Tinto, segir ekki sjálfgefið að álverið opni aftur. „Það er ljóst að álver er ekki eitthvað sem hægt er að leggja út í kant og setja síðan af stað aftur, eins og ekkert sé. Það er miklu nær að líkja því við skip sem sekkur og mikið mál að koma aftur upp og á flot," segir Ólafur í samtali við Vísi. Hann segist þó binda vonir við að ekkert verði af verkfallinu. „Maður verður að halda í vonina og vera bjartsýnn á að við náum einhverri lendingu því það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir báða aðila. Okkar verkefni er að reyna að ná saman, en það verður að vera á nótum sem fyrirtækið getur lifað við og búið við."Hlusta má á viðtalið við Rósu í spilaranum hér fyrir neðan.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Segja Samtök atvinnulífsins halda starfsfólki álversins í gíslingu Miðstjórn Alþýðusambands Íslands krefst þess að Samtök atvinnulífsins beiti sér fyrir því að gengið verði frá kjarasamningi milli ISAL og hlutaðeigandi verkalýðsfélaga hið fyrsta. 18. nóvember 2015 18:15 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Segja Samtök atvinnulífsins halda starfsfólki álversins í gíslingu Miðstjórn Alþýðusambands Íslands krefst þess að Samtök atvinnulífsins beiti sér fyrir því að gengið verði frá kjarasamningi milli ISAL og hlutaðeigandi verkalýðsfélaga hið fyrsta. 18. nóvember 2015 18:15