Þakkar innblásurunum á Kaffibarnum Guðrún Ansnes skrifar 24. nóvember 2015 11:00 Ívar Pétur hefur þeytt skífum á Kaffibarnum í langan tíma og finnst því gráupplagt að fá til sín góða gesti þangað. Vísir/Ernir „Mér fannst svo mikið feimnismál fyrir fólk að bera kennsl á áhrifavalda sína, og segja bara opinberlega „takk, þú ert æði og ég fæ innblástur frá þér“. Senan er svo lítil hérna heima svo það myndast ekki oft pláss fyrir svoleiðis, svo ég ákvað að búa það til og þakka bara fyrir mig,“ segir tónlistarmaðurinn Ívar Pétur Kjartansson, sem í kvöld stendur fyrir viðburðinum Ívar Pétur undir áhrifum. „Þetta er í fjórða skiptið sem ég stend fyrir þessum, hálfgerða gjörningi, og þetta hefur alltaf verið ofboðslega skemmtilegt,“ bendir Ívar Pétur á, en Ívar Pétur undir áhrifum fer fram á Kaffibarnum, þar sem hann tekur á móti listafólki úr öllum áttum sem hafa haft á hann áhrif í hans eigin sköpun. Ívar Pétur segir afar auðvelt að fá listamenn til að samþykkja að eyða með honum kvöldstund, en hins vegar sé það þrautin þyngri að finna tíma. „Það eru allir til í að vera með, og oftar en ekki enda ég með langan lista af fólki sem langar að koma næst,“ segir hann og skellir upp úr. „Í kvöld verður Kristján Freyr Halldórsson með mér, einn þessara stóru á bak við hátíðina Aldrei fór ég suður. Við eigum saman þetta landsbyggðarelement, en ég kem frá Seyðisfirði og hann frá Ísafirði. Hann hlustaði á Bloody Valentine í fyrirpartíunum og fór svo á ball með Nýdanskri, rétt eins og þetta var hjá mér. Maður hafði ekki úr öllum þessum tónleikastöðum að velja líkt og þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu,“ útskýrir Ívar og skýtur að: „Maður lét sér bara Sálina hans Jóns míns nægja, og við erum sammála um að maður er þakklátur fyrir þann bakgrunn.“ Ívar Pétur býður alla hjartanlega velkomna á Kaffibarinn í kvöld, þar sem hann mun skemmta sér og öðrum. Aðgangur er ókeypis, sem sennilega dregur ekki úr stemningunni. Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Mér fannst svo mikið feimnismál fyrir fólk að bera kennsl á áhrifavalda sína, og segja bara opinberlega „takk, þú ert æði og ég fæ innblástur frá þér“. Senan er svo lítil hérna heima svo það myndast ekki oft pláss fyrir svoleiðis, svo ég ákvað að búa það til og þakka bara fyrir mig,“ segir tónlistarmaðurinn Ívar Pétur Kjartansson, sem í kvöld stendur fyrir viðburðinum Ívar Pétur undir áhrifum. „Þetta er í fjórða skiptið sem ég stend fyrir þessum, hálfgerða gjörningi, og þetta hefur alltaf verið ofboðslega skemmtilegt,“ bendir Ívar Pétur á, en Ívar Pétur undir áhrifum fer fram á Kaffibarnum, þar sem hann tekur á móti listafólki úr öllum áttum sem hafa haft á hann áhrif í hans eigin sköpun. Ívar Pétur segir afar auðvelt að fá listamenn til að samþykkja að eyða með honum kvöldstund, en hins vegar sé það þrautin þyngri að finna tíma. „Það eru allir til í að vera með, og oftar en ekki enda ég með langan lista af fólki sem langar að koma næst,“ segir hann og skellir upp úr. „Í kvöld verður Kristján Freyr Halldórsson með mér, einn þessara stóru á bak við hátíðina Aldrei fór ég suður. Við eigum saman þetta landsbyggðarelement, en ég kem frá Seyðisfirði og hann frá Ísafirði. Hann hlustaði á Bloody Valentine í fyrirpartíunum og fór svo á ball með Nýdanskri, rétt eins og þetta var hjá mér. Maður hafði ekki úr öllum þessum tónleikastöðum að velja líkt og þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu,“ útskýrir Ívar og skýtur að: „Maður lét sér bara Sálina hans Jóns míns nægja, og við erum sammála um að maður er þakklátur fyrir þann bakgrunn.“ Ívar Pétur býður alla hjartanlega velkomna á Kaffibarinn í kvöld, þar sem hann mun skemmta sér og öðrum. Aðgangur er ókeypis, sem sennilega dregur ekki úr stemningunni.
Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira