Klúður utanríkisráðherrans Össur Skarphéðinsson skrifar 27. nóvember 2015 07:00 Gunnar Bragi Sveinsson er staddur í mjög hættulegum persónulegum leiðangri gegn Þróunarsamvinnustofnun þar sem allar meginreglur stjórnsýslunnar eru brotnar. Í fyrstu virtust rök hans þau, að stofnunin væri ekki nógu vel rekin, tvíverknaður væri í gangi milli hennar og ráðuneytisins, og hann ýjaði með myrkum hætti að því að stofnunin gengi ekki í takt við utanríkisstefnu hans sjálfs. Á Alþingi gat hann ekki fært rök fyrir neinu af þessu. Sjálfstæð rannsókn utanríkismálanefndar fann heldur engin dæmi um ofangreint. Þvert á móti lauk Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður nefndarinnar, sérstöku lofsorði á stofnunina. Skoðun nefndarinnar leiddi í ljós að ÞSSÍ er fyrirmyndarstofnun, sem hlýtur hvarvetna lof, heima og erlendis, ekki síst fyrir nýmæli sem miklu stærri þjóðir vilja taka til eftirdæmis. Bestu einkunn hlaut hún þó þegar stórþjóðir vildu leggja henni til næstum þúsund milljónir króna til samlags við verkefni hennar. ÞSSÍ heldur sig innan fjárlaga og Ríkisendurskoðun gefur henni ítrekað góða umsögn. Hlálegast var þó, að hagræðið sem átti að skapast, og ráðherra varð tíðrætt um í upphafi, er ekkert. Fjárlagaskrifstofa fjármálaráðuneytis segir umbúðalaust að enginn sparnaður verði af því að leggja stofnunina niður. Þegar ofangreindum dylgjum ráðherrans var hrundið var næsta haldreipi hans að halda því fram að frumvarpið um að leggja stofnunina niður byggðist á ábendingum frá s.k. þróunarsamvinnunefnd OECD. En þegar það álit er lesið kemur í ljós, eins og ASÍ benti á í umsögn sinni, að þar eru hvergi tillögur, vísbendingar, ekki einu sinni ábendingar, um að rétt sé að leggja stofnunina niður. Skv. því er tillagan því byggð á hrapallegum misskilningi, þar sem ráðherrann hefur annaðhvort ekki skilið enskuna, eða ekki lesið skýrsluna. Svona stjórnsýsluklúður myndi ekki einu sinni gerast í vanþróuðustu ríkjum heims.Niðurlægðir starfsmenn Við þessu hefur ráðherrann brugðist með hálfgerðu stríði við starfsmenn stofnunarinnar. Hann niðurlægir þá með ýmsu móti. RÚV sló því þannig upp sem stórfrétt að ráðherrann neitaði að taka yfirstjórn stofnunarinnar með sér þegar hann heimsótti samvinnulönd hennar í Afríku. Það hafði aldrei gerst áður. Hann dinglaði nettri hótun yfir forstjóranum þegar hann lét þess getið að yrði frumvarpið ekki samþykkt, þá yrði forstjórinn ekki ráðinn áfram! – Hvers konar stjórnsýsla er þetta eiginlega? Við undirbúning málsins gætti ráðherrann þess vandlega að leita ekki til fræðimanna við HÍ sem gjörþekkja þróunarsamvinnu og hafa rannsakað um árabil. Álit þeirra, sem barst utanríkismálanefnd, var algerlega á hinn veginn. Háskóli Íslands varaði við því að ÞSSÍ yrði lögð niður, kallaði það „bráðræði“ og lagði þess í stað til að stofnunin yrði efld. Þar að auki brýtur tillaga ráðherrans algerlega gegn áratuga leiðbeiningum Ríkisendurskoðunar um að eftirlit og framkvæmd sé ekki á sömu hendi. Það er því ekki að ófyrirsynju að Gagnsæi – samtök gegn spillingu – hafa eindregið varað við tillögu ráðherrans, sem ætlar að taka verkefni ÞSSÍ, sem fara með mikið fjármagn, beint inn i ráðuneytið til sín. Frumvarpið um að leggja niður ÞSSÍ er versta þingmál sem ég hef séð í 25 ár. Það er algerlega óhugsað, illa undirbúið, og virðist skýrt dæmi um duttlungafulla geðþóttaákvörðun þar sem engin fagleg rök eru til staðar. Svona er ekki hægt að kalla annað en klúður af verstu tegund. Er þetta Nýja Ísland? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson er staddur í mjög hættulegum persónulegum leiðangri gegn Þróunarsamvinnustofnun þar sem allar meginreglur stjórnsýslunnar eru brotnar. Í fyrstu virtust rök hans þau, að stofnunin væri ekki nógu vel rekin, tvíverknaður væri í gangi milli hennar og ráðuneytisins, og hann ýjaði með myrkum hætti að því að stofnunin gengi ekki í takt við utanríkisstefnu hans sjálfs. Á Alþingi gat hann ekki fært rök fyrir neinu af þessu. Sjálfstæð rannsókn utanríkismálanefndar fann heldur engin dæmi um ofangreint. Þvert á móti lauk Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður nefndarinnar, sérstöku lofsorði á stofnunina. Skoðun nefndarinnar leiddi í ljós að ÞSSÍ er fyrirmyndarstofnun, sem hlýtur hvarvetna lof, heima og erlendis, ekki síst fyrir nýmæli sem miklu stærri þjóðir vilja taka til eftirdæmis. Bestu einkunn hlaut hún þó þegar stórþjóðir vildu leggja henni til næstum þúsund milljónir króna til samlags við verkefni hennar. ÞSSÍ heldur sig innan fjárlaga og Ríkisendurskoðun gefur henni ítrekað góða umsögn. Hlálegast var þó, að hagræðið sem átti að skapast, og ráðherra varð tíðrætt um í upphafi, er ekkert. Fjárlagaskrifstofa fjármálaráðuneytis segir umbúðalaust að enginn sparnaður verði af því að leggja stofnunina niður. Þegar ofangreindum dylgjum ráðherrans var hrundið var næsta haldreipi hans að halda því fram að frumvarpið um að leggja stofnunina niður byggðist á ábendingum frá s.k. þróunarsamvinnunefnd OECD. En þegar það álit er lesið kemur í ljós, eins og ASÍ benti á í umsögn sinni, að þar eru hvergi tillögur, vísbendingar, ekki einu sinni ábendingar, um að rétt sé að leggja stofnunina niður. Skv. því er tillagan því byggð á hrapallegum misskilningi, þar sem ráðherrann hefur annaðhvort ekki skilið enskuna, eða ekki lesið skýrsluna. Svona stjórnsýsluklúður myndi ekki einu sinni gerast í vanþróuðustu ríkjum heims.Niðurlægðir starfsmenn Við þessu hefur ráðherrann brugðist með hálfgerðu stríði við starfsmenn stofnunarinnar. Hann niðurlægir þá með ýmsu móti. RÚV sló því þannig upp sem stórfrétt að ráðherrann neitaði að taka yfirstjórn stofnunarinnar með sér þegar hann heimsótti samvinnulönd hennar í Afríku. Það hafði aldrei gerst áður. Hann dinglaði nettri hótun yfir forstjóranum þegar hann lét þess getið að yrði frumvarpið ekki samþykkt, þá yrði forstjórinn ekki ráðinn áfram! – Hvers konar stjórnsýsla er þetta eiginlega? Við undirbúning málsins gætti ráðherrann þess vandlega að leita ekki til fræðimanna við HÍ sem gjörþekkja þróunarsamvinnu og hafa rannsakað um árabil. Álit þeirra, sem barst utanríkismálanefnd, var algerlega á hinn veginn. Háskóli Íslands varaði við því að ÞSSÍ yrði lögð niður, kallaði það „bráðræði“ og lagði þess í stað til að stofnunin yrði efld. Þar að auki brýtur tillaga ráðherrans algerlega gegn áratuga leiðbeiningum Ríkisendurskoðunar um að eftirlit og framkvæmd sé ekki á sömu hendi. Það er því ekki að ófyrirsynju að Gagnsæi – samtök gegn spillingu – hafa eindregið varað við tillögu ráðherrans, sem ætlar að taka verkefni ÞSSÍ, sem fara með mikið fjármagn, beint inn i ráðuneytið til sín. Frumvarpið um að leggja niður ÞSSÍ er versta þingmál sem ég hef séð í 25 ár. Það er algerlega óhugsað, illa undirbúið, og virðist skýrt dæmi um duttlungafulla geðþóttaákvörðun þar sem engin fagleg rök eru til staðar. Svona er ekki hægt að kalla annað en klúður af verstu tegund. Er þetta Nýja Ísland?
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun