Jólasöngvar, rjúkandi jólasúkkulaði og piparkökur Magnús Guðmundsson skrifar 27. nóvember 2015 10:16 Langholtskirkjukórinn æfir stíft um þessar mundir fyrir hina árlegu Jólasöngva. Áratuga löng hefð er fyrir Jólasöngvum í Langholtskirkju og eiga fjölmargir sér þá hefð að leggja leið sína í kirkjuna rétt fyrir jól þar sem kórar kirkjunnar syngja inn anda hátíðanna. Um áratugaskeið hefur einstaklega öflugt tónlistarstarf innan Langholtskirkju verið leitt af Jóni Stefánssyni organista og kórstjóra en Jón glímir um þessar mundir við alvarleg veikindi. Árni Harðarson, skólastjóri Tónlistarskóla Kópavogs, hefur tekið að sér að hlaupa í skarðið þessi jólin. Árni segir að allir þeir kórar sem Jón hafi verið að vinna með svo frábært starf á liðnum árum komi saman á þessum tónleikum, auk einsöngvara og hljóðfæraleikara svo þetta er heilmikið verk. „En það er alltaf mikil gleði og hátíðleiki yfir þessum tónleikum ár hvert. Einsöngvararnir sem verða með okkur að þessu sinni eru þau Benedikt Kristjánsson, Andri Björn Róbertsson og Ólöf Kolbrún Harðardóttir og að auki þá er Kolbrún Völkudóttir einsöngvari á táknmáli og ég held að við séum með einu jólatónleikana sem bjóða upp á slíka viðbót. Allir textar eru þýddir yfir á táknmál og þetta fyrirkomulag hefur verið við lýði í nokkur ár og mælst ákaflega vel fyrir, enda bætir þetta nýrri vídd við upplifunina.“ Árni Harðarson stjórnar Jólasöngvum Langholtskirkju í ár. Visir/Stefán Árni segir að hann sé í raun rétt að byrja að koma að þessu verkefni núna en auðvitað hafi kórarnir verið að vinna mikið að undanförnu. „Ég kem á þessum síðustu metrum til þess að samhæfa, klára að æfa prógrammið og stýra svo öllu saman. Þetta er mikið og flott starf sem er unnið þarna í kirkjunni og Jón hefur verið lífið og sálin í því. Hugur okkar allra er hjá Jóni um þessar mundir og ég er glaður að geta tekið þetta að mér fyrir hann. Jón er einn af okkar allra bestu kórstjórum og búinn að byggja upp tónlistarstarfið innan Langholtskirkju í yfir fimmtíu ár. Dagskráin er alltaf hefðbundin á þessum tónleikum, þar sem ákveðinn kjarni af dagskránni er á hverju ári, en svo kemur alltaf eitthvað nýtt í bland. Við erum með bæði íslensk og útlensk jólalög og dagskráin verður mjög fjölbreytt og hátíðleg.“ Mikill jólaandi ríkir á tónleikunum og geta fjölmargir gesta vart hugsað sér upphaf jólahátíðarinnar án þess að mæta á Jólasöngva svo það er um að gera fyrir fólk að fara að huga að því að tryggja sér miða. Í ár verða tónleikarnir þrennir, dagana 18.-20. desember. Þetta verða þrítugustu og áttundu Jólasöngvarnir við kertaljós og að vanda er boðið upp á rjúkandi jólasúkkulaði og piparkökur í hléi. Menning Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Áratuga löng hefð er fyrir Jólasöngvum í Langholtskirkju og eiga fjölmargir sér þá hefð að leggja leið sína í kirkjuna rétt fyrir jól þar sem kórar kirkjunnar syngja inn anda hátíðanna. Um áratugaskeið hefur einstaklega öflugt tónlistarstarf innan Langholtskirkju verið leitt af Jóni Stefánssyni organista og kórstjóra en Jón glímir um þessar mundir við alvarleg veikindi. Árni Harðarson, skólastjóri Tónlistarskóla Kópavogs, hefur tekið að sér að hlaupa í skarðið þessi jólin. Árni segir að allir þeir kórar sem Jón hafi verið að vinna með svo frábært starf á liðnum árum komi saman á þessum tónleikum, auk einsöngvara og hljóðfæraleikara svo þetta er heilmikið verk. „En það er alltaf mikil gleði og hátíðleiki yfir þessum tónleikum ár hvert. Einsöngvararnir sem verða með okkur að þessu sinni eru þau Benedikt Kristjánsson, Andri Björn Róbertsson og Ólöf Kolbrún Harðardóttir og að auki þá er Kolbrún Völkudóttir einsöngvari á táknmáli og ég held að við séum með einu jólatónleikana sem bjóða upp á slíka viðbót. Allir textar eru þýddir yfir á táknmál og þetta fyrirkomulag hefur verið við lýði í nokkur ár og mælst ákaflega vel fyrir, enda bætir þetta nýrri vídd við upplifunina.“ Árni Harðarson stjórnar Jólasöngvum Langholtskirkju í ár. Visir/Stefán Árni segir að hann sé í raun rétt að byrja að koma að þessu verkefni núna en auðvitað hafi kórarnir verið að vinna mikið að undanförnu. „Ég kem á þessum síðustu metrum til þess að samhæfa, klára að æfa prógrammið og stýra svo öllu saman. Þetta er mikið og flott starf sem er unnið þarna í kirkjunni og Jón hefur verið lífið og sálin í því. Hugur okkar allra er hjá Jóni um þessar mundir og ég er glaður að geta tekið þetta að mér fyrir hann. Jón er einn af okkar allra bestu kórstjórum og búinn að byggja upp tónlistarstarfið innan Langholtskirkju í yfir fimmtíu ár. Dagskráin er alltaf hefðbundin á þessum tónleikum, þar sem ákveðinn kjarni af dagskránni er á hverju ári, en svo kemur alltaf eitthvað nýtt í bland. Við erum með bæði íslensk og útlensk jólalög og dagskráin verður mjög fjölbreytt og hátíðleg.“ Mikill jólaandi ríkir á tónleikunum og geta fjölmargir gesta vart hugsað sér upphaf jólahátíðarinnar án þess að mæta á Jólasöngva svo það er um að gera fyrir fólk að fara að huga að því að tryggja sér miða. Í ár verða tónleikarnir þrennir, dagana 18.-20. desember. Þetta verða þrítugustu og áttundu Jólasöngvarnir við kertaljós og að vanda er boðið upp á rjúkandi jólasúkkulaði og piparkökur í hléi.
Menning Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira