Ég var alveg að tapa mér í nördaskapnum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. nóvember 2015 11:30 „Mér finnst tónmeistarastarfið rosalega spennandi og er ánægð að finna fag þar sem sú kunnátta nýtist sem ég hef sankað að mér,“ segir Ragnheiður. Mynd/Úr einkasafni „Það er auðvitað rosa spennandi og stórt tækifæri að fá tónmeistarastarf við svo merka hljómsveit sem Copenhagen Phil. er. Við erum tvö sem munum taka við því embætti, ég og strákur á fjórða ári við skólann, og erum í læri hjá núverandi tónmeistara sem horfir fram á starfslok vegna aldurs,“ segir Ragnheiður Jónsdóttir. Hún er tónmeistaranemandi á öðru ári af fimm við Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn. Ragnheiður er ekkert bangin við að binda sig áfram í borginni við sundið. „Ég er eiginlega föst hvort sem er í Kaupmannahöfn næstu ár vegna námsins og svo er ég í kirkjusöng líka í Frederiksborg Slotskirke í Hillerød sem er rétt norðan við Kaupmannahöfn.“ Starfið við fílharmóníuna er ekki full staða eins og er, að sögn Ragnheiðar. „Lífið hjá tónmeisturum er þannig að þeir eru á fartinni að vinna með sinfóníuhljómsveitum, kammersveitum, sólóistum og plötuútgáfum, nema þeir séu ráðnir við útvarpsstöðvar, þá eru þeir yfirleitt þar í fullu starfi.“ Ragnheiður segir lærdóminn skiptast nokkuð jafnt milli tækni og tónlistar. „Við fáum sömu menntun og hljóðfæraleikarar, lærum öll aukafögin með þeim, útsetningar, tónheyrn og tónfræði á háu stigi. Við tónmeistarar eigum að geta setið með nótur og heyrt ef þriðja horn er að spila vitlausan tón og þannig stýrt upptökum með eyrunum. Svolítið líkt hljómsveitarstjóra nema tónmeistarinn er á bak við og ekki sjáanlegur. Mér finnst tónmeistarastarfið rosalega spennandi og er ánægð að finna fag þar sem sú kunnátta nýtist sem ég hef sankað að mér.“ Bakgrunnur Ragnheiðar í tónlist er býsna breiður. Hún lærði á víólu á Akureyri og í Listaháskólanum og var í konservatoríinu í Amsterdam í þrjú ár en hætti í því námi. „Mér fannst of þröngt svið að vera að spila á eitt hljóðfæri allan daginn,“ útskýrir hún. „En ég spilaði mikið í hljómsveit þegar ég var að læra á víóluna og það er mikill plús í þessu starfi sem ég er að stefna í núna.“ Eftir Amsterdamdvölina kveðst hún hafa hellt sér í tónlistarfræði við Kaupmannahafnarháskóla og lokið BA- gráðu í henni. „Í tónlistarfræðinni er maður að skrifa um tónlist en ég fór að sakna þess að vera með í að gera tónlist því ég hef mikla þörf fyrir það,“ segir þessi athafnasama unga kona. Í Kaupmannahöfn sótti Ragnheiður einkatíma í söng og kórsöngur hefur líka verið stór þáttur í lífi hennar. Hún kveðst hafa verið í barna- og unglingakórum framan af, í Dómkórnum einn vetur, í kór Menntaskólans á Akureyri í tvö ár og Kór Listaháskólans önnur tvö. Var hún sem sagt í Menntaskólanum á Akureyri? „Já, ég tók stúdentinn þar utan skóla með Listaháskólanum þar sem ég var að læra á víóluna. Æfði reyndar á píanó líka um tíma fyrir norðan. Ég var alveg að tapa mér í nördaskapnum,“ segir hún og hlær. Foreldrar Ragnheiðar eru Íris Ólöf Sigurjónsdóttir og Jón Árnason og þó að henni þyki gaman að búa í Kaupmannahöfn gæti hún hugsað sér að vera meira heima á Íslandi með annan fótinn. Hvernig líða svo dagarnir núna? „Ég er á hverjum degi eitthvað í skólanum og oft á kvöldin við upptökur. Stundum sæki ég líka tónleika mér til skemmtunar. Lífið snýst um tónleika.“ Menning Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Það er auðvitað rosa spennandi og stórt tækifæri að fá tónmeistarastarf við svo merka hljómsveit sem Copenhagen Phil. er. Við erum tvö sem munum taka við því embætti, ég og strákur á fjórða ári við skólann, og erum í læri hjá núverandi tónmeistara sem horfir fram á starfslok vegna aldurs,“ segir Ragnheiður Jónsdóttir. Hún er tónmeistaranemandi á öðru ári af fimm við Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn. Ragnheiður er ekkert bangin við að binda sig áfram í borginni við sundið. „Ég er eiginlega föst hvort sem er í Kaupmannahöfn næstu ár vegna námsins og svo er ég í kirkjusöng líka í Frederiksborg Slotskirke í Hillerød sem er rétt norðan við Kaupmannahöfn.“ Starfið við fílharmóníuna er ekki full staða eins og er, að sögn Ragnheiðar. „Lífið hjá tónmeisturum er þannig að þeir eru á fartinni að vinna með sinfóníuhljómsveitum, kammersveitum, sólóistum og plötuútgáfum, nema þeir séu ráðnir við útvarpsstöðvar, þá eru þeir yfirleitt þar í fullu starfi.“ Ragnheiður segir lærdóminn skiptast nokkuð jafnt milli tækni og tónlistar. „Við fáum sömu menntun og hljóðfæraleikarar, lærum öll aukafögin með þeim, útsetningar, tónheyrn og tónfræði á háu stigi. Við tónmeistarar eigum að geta setið með nótur og heyrt ef þriðja horn er að spila vitlausan tón og þannig stýrt upptökum með eyrunum. Svolítið líkt hljómsveitarstjóra nema tónmeistarinn er á bak við og ekki sjáanlegur. Mér finnst tónmeistarastarfið rosalega spennandi og er ánægð að finna fag þar sem sú kunnátta nýtist sem ég hef sankað að mér.“ Bakgrunnur Ragnheiðar í tónlist er býsna breiður. Hún lærði á víólu á Akureyri og í Listaháskólanum og var í konservatoríinu í Amsterdam í þrjú ár en hætti í því námi. „Mér fannst of þröngt svið að vera að spila á eitt hljóðfæri allan daginn,“ útskýrir hún. „En ég spilaði mikið í hljómsveit þegar ég var að læra á víóluna og það er mikill plús í þessu starfi sem ég er að stefna í núna.“ Eftir Amsterdamdvölina kveðst hún hafa hellt sér í tónlistarfræði við Kaupmannahafnarháskóla og lokið BA- gráðu í henni. „Í tónlistarfræðinni er maður að skrifa um tónlist en ég fór að sakna þess að vera með í að gera tónlist því ég hef mikla þörf fyrir það,“ segir þessi athafnasama unga kona. Í Kaupmannahöfn sótti Ragnheiður einkatíma í söng og kórsöngur hefur líka verið stór þáttur í lífi hennar. Hún kveðst hafa verið í barna- og unglingakórum framan af, í Dómkórnum einn vetur, í kór Menntaskólans á Akureyri í tvö ár og Kór Listaháskólans önnur tvö. Var hún sem sagt í Menntaskólanum á Akureyri? „Já, ég tók stúdentinn þar utan skóla með Listaháskólanum þar sem ég var að læra á víóluna. Æfði reyndar á píanó líka um tíma fyrir norðan. Ég var alveg að tapa mér í nördaskapnum,“ segir hún og hlær. Foreldrar Ragnheiðar eru Íris Ólöf Sigurjónsdóttir og Jón Árnason og þó að henni þyki gaman að búa í Kaupmannahöfn gæti hún hugsað sér að vera meira heima á Íslandi með annan fótinn. Hvernig líða svo dagarnir núna? „Ég er á hverjum degi eitthvað í skólanum og oft á kvöldin við upptökur. Stundum sæki ég líka tónleika mér til skemmtunar. Lífið snýst um tónleika.“
Menning Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira