Flestar heimildirnar enn á tveimur fótum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. nóvember 2015 13:30 „Ég er að sýna hvernig svona pláss verður til og geri konum ekkert síður skil en körlum,” segir Björn. Mynd/Barbara Guðnadóttir „Ég skrifaði þetta kver,“ segir Björn Pálsson, fyrrum héraðsskjalavörður í Árnessýslu, um Sögu Þorlákshafnar, nýja bók sem kom út í gær. Hann segir ritunina hafa tekið dálítið langan tíma. „En ég vona að mér hafi tekist að fara inn á aðra braut en hefðbundna byggðasöguritun. Ég legg meiri áherslu á að lýsa daglegu lífi fólks og hvaðan það kom, en algengt er,“ segir hann. „Að sumu leyti er vandasamara að skrifa svona rit þegar flestar heimildirnar ganga enn á tveimur fótum en það er jafnframt skemmtilegra.“ Björn raðar efninu skipulega upp. Fyrsti kaflinn nær frá 1930 til 1950, lýsir bújörðinni, gömlu verstöðinni og upphafi hafnargerðar. „Það var 1934 sem Kaupfélag Árnesinga keypti þessa jörð og hóf mikið trilluútgerðartímabil sem hrundi 1940 því þá fengu menn mun betri laun hjá hernum en vera til sjós,“ lýsir hann. Næsti kafli lýsir sögu hafnarinnar sem allt byggðist á. „Það er ekki fyrr en rétt fyrir 1970 sem komin er sæmileg höfn, áður þurftu fiskiskipin að liggja við bólfæri úti, oft slitnuðu þau upp í vondum veðrum og rak á land.“ Útgerðarsagan er í þriðja kafla, þegar höfnin er komin þá kemur fiskurinn og fiskinum fylgir fólkið. „Það eru bara fjórir einhleypir karlmenn skráðir í Þorlákshöfn árið 1950 en árið 1970 eru íbúarnir orðnir 523. Ég er með stöplarit yfir íbúafjölda á tveggja ára fresti frá 1950 til 1990 og lýsi aldursskiptingu. Tek fyrir hvert einasta hús sem byggt er á þessu tímabili, segi frá fólkinu sem byggði húsin, hvaðan það kom og er með fjölskyldumynd nánast úr hverju einasta húsi um 1970. Svo lýsi ég lífsháttum fólksins og aðstæðum, karla, kvenna og barna. Móðir um miðjan 6. áratuginn þurfti til dæmis að fara með þvottinn í hjólbörum að aðgerðahúsinu til að skola hann úr rennandi vatni.“ Fimmti kaflinn fjallar um iðnað og fyrirtæki sem spretta upp í kjölfar íbúafjölgunarinnar, sjötti er um félagsstarfsemina og lokakaflinn um opinbera þjónustu, skóla, heilsugæslu og endar á kirkju og kirkjugarði. „Ég er að sýna hvernig svona pláss verður til og geri konum ekkert síður skil en körlum, hef þær ekki síður sem heimildir. Svo nota ég geysilega mikið af myndum því þær segja oft meira en mörg orð. Bókin er öll í lit frá a til ö og myndirnar felldar inn þar sem þær eiga heima.“ Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég skrifaði þetta kver,“ segir Björn Pálsson, fyrrum héraðsskjalavörður í Árnessýslu, um Sögu Þorlákshafnar, nýja bók sem kom út í gær. Hann segir ritunina hafa tekið dálítið langan tíma. „En ég vona að mér hafi tekist að fara inn á aðra braut en hefðbundna byggðasöguritun. Ég legg meiri áherslu á að lýsa daglegu lífi fólks og hvaðan það kom, en algengt er,“ segir hann. „Að sumu leyti er vandasamara að skrifa svona rit þegar flestar heimildirnar ganga enn á tveimur fótum en það er jafnframt skemmtilegra.“ Björn raðar efninu skipulega upp. Fyrsti kaflinn nær frá 1930 til 1950, lýsir bújörðinni, gömlu verstöðinni og upphafi hafnargerðar. „Það var 1934 sem Kaupfélag Árnesinga keypti þessa jörð og hóf mikið trilluútgerðartímabil sem hrundi 1940 því þá fengu menn mun betri laun hjá hernum en vera til sjós,“ lýsir hann. Næsti kafli lýsir sögu hafnarinnar sem allt byggðist á. „Það er ekki fyrr en rétt fyrir 1970 sem komin er sæmileg höfn, áður þurftu fiskiskipin að liggja við bólfæri úti, oft slitnuðu þau upp í vondum veðrum og rak á land.“ Útgerðarsagan er í þriðja kafla, þegar höfnin er komin þá kemur fiskurinn og fiskinum fylgir fólkið. „Það eru bara fjórir einhleypir karlmenn skráðir í Þorlákshöfn árið 1950 en árið 1970 eru íbúarnir orðnir 523. Ég er með stöplarit yfir íbúafjölda á tveggja ára fresti frá 1950 til 1990 og lýsi aldursskiptingu. Tek fyrir hvert einasta hús sem byggt er á þessu tímabili, segi frá fólkinu sem byggði húsin, hvaðan það kom og er með fjölskyldumynd nánast úr hverju einasta húsi um 1970. Svo lýsi ég lífsháttum fólksins og aðstæðum, karla, kvenna og barna. Móðir um miðjan 6. áratuginn þurfti til dæmis að fara með þvottinn í hjólbörum að aðgerðahúsinu til að skola hann úr rennandi vatni.“ Fimmti kaflinn fjallar um iðnað og fyrirtæki sem spretta upp í kjölfar íbúafjölgunarinnar, sjötti er um félagsstarfsemina og lokakaflinn um opinbera þjónustu, skóla, heilsugæslu og endar á kirkju og kirkjugarði. „Ég er að sýna hvernig svona pláss verður til og geri konum ekkert síður skil en körlum, hef þær ekki síður sem heimildir. Svo nota ég geysilega mikið af myndum því þær segja oft meira en mörg orð. Bókin er öll í lit frá a til ö og myndirnar felldar inn þar sem þær eiga heima.“
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira